Kosningar

Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kosninga til stjórnar, sem stóð frá 6. mars til kl. 12.00 á hádegi þann 13. mars, er nú lokið. Atkvæði greiddu 3496. Á kjörskrá voru alls 40.740. Kosningaþátttaka var því 8,58%.

Niðurstöður kosninga eru sem hér segir:

Sjö stjórnarmenn til tveggja ára skv. fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR.

Sigríður Lovísa Jónsdóttir
Jónas Yngvi Ásgrímsson
Diljá Ámundadóttir Zoega
Bjarni Þór Sigurðsson
Harpa Sævarsdóttir
Gabríel Benjamin
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir

Þrír varamenn til eins árs
Arnþór Sigurðsson
Selma Björk Grétarsdóttir
Þorvarður Bergmann Kjartansson

Þessir aðilar eru því réttkjörnir skv. 20. gr. laga félagsins og hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi 2024 sem haldinn verður í lok mars.


Hverjir hafa atkvæðisrétt?

Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir fullgildir VR félagar. Á kjörskrá er einnig eldra félagsfólk (hætt atvinnuþátttöku vegna aldurs) sem fær greiddan ellilífeyri og sem verið hafa í félaginu a.m.k. 5 ár samfellt fyrirt töku eftirlauna.

Upplýsingar til atkvæðisbærra VR félaga

Allt atkvæðisbært félagsfólk fær sendar upplýsingar í tölvupósti um hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli verður aðgengilegur á vef VR. Þau sem ekki hafa aðgang að atkvæðaseðli en telja sig eiga rétt á þátttöku í atkvæðagreiðslunni geta sent erindi til kjörstjórnar á netfangið kjorstjorn@vr.is eða í pósti til Kjörstjórnar VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, fyrir lok kjörfundar. Kærufrestur er til loka kjörfundar.

Listi stjórnar og trúnaðarráðs 2024- 2026

Sjá lista hér.