Nýjar úthlutunarreglur orlofshúsa

Úthlutun orlofshúsa hjá VR verður með breyttu sniði fyrir sumarið 2024. 

Nýja úthlutunin fer svona fram:

  • VR félagi fer á Mínar síður og sækir um þrjá valkosti sem hann raðar í fyrsta, annað og þriðja sæti eftir því hvað hann myndi helst vilja. 
  • Hámarksleiga er ein vika á sumri fyrir hvern félaga.
  • Nýtt kerfi dregur af handahófi út félagsfólk sem fær sendan tölvupóst að úthlutun lokinni.
  • Séu tímabil laus eftir að úthlutun lýkur gildir fyrst koma fyrst fá.

Mikilvægar dagsetningar

  • Opnað verður fyrir umsóknir þann 15. janúar.
  • Lokað fyrir umsóknir þann 29. febrúar.
  • Það skiptir ekki máli hvenær á tímabilinu félagsfólk sækir um, það á allt jafn mikla möguleika á að vera dregið út.
  • 1. mars er dregið af handahófi í gegnum nýtt úthlutunarkerfi.
  • Þau sem fá úthlutað orlofshúsi fá sendan tölvupóst.
  • Félagsfólk hefur þá tvær vikur til að ganga frá greiðslu í gegnum Mínar síður.
  • Sama regla verður viðhöfð og áður að félagsfólk sem hefur fengið úthlutað orlofshúsi einhvern tímann síðustu þrjú sumur getur ekki sótt um í sumarúthlutun en getur sótt um laus hús að úthlutun lokinni, frá og með 25. mars.

Sumarúthlutun verður ekki lengur bundin við einn dag í janúar eins og tíðkast hefur undanfarin ár. 

Sjá ítarlegri reglur og skilmála hér.