Untitled Design (8)

Almennar fréttir - 08.05.2024

Vilt þú hafa áhrif? Komdu í Ungliðaráð VR

VR leitar að ungu fólki í Ungliðaráð félagsins en kosið verður í ráðið í maí. Í Ungliðaráði sitja sex VR félagar á aldrinum 18 til 35 ára. Stjórn VR skipar þrjá en ungt félagsfólk kýs þrjá aðra. Nú leitum við að frambjóðendum en framboðsfrestur er til hádegis 16. maí.

Hlutverk Ungliðaráðs VR er að sjá til þess að hagsmunir yngra fólks innan félagsins séu ávallt á dagskrá og að veita ungu félagsfólki tækifæri til að hafa áhrif. Frestur til að bjóða sig fram í þau þrjú sæti sem eru laus rennur út á hádegi fimmtudaginn 16. maí en kosningar fara fram 21. – 24. maí.

Fulltrúar í Ungliðaráði eiga sæti í trúnaðarráði VR, þau fá tækifæri til að sitja þing Alþýðusambandsins og Landssambands ísl. verzlunarmanna og eru ráðgefandi fyrir stjórn VR. Greitt er fyrir fundarsetu í Ungliðaráði.

Ef ungt fólk lætur ekki í sér heyra, taka aðrir ákvarðanir fyrir þau. Við hvetjum ungt félagsfólk til að taka þátt í að móta eigin framtíð á vinnumarkaði og bjóða sig fram til Ungliðaráðs.

Ef þú vilt bjóða þig fram, sendu okkur tölvupóst á unglidarad@vr.is