Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
VR 130 Ara Utilega

Almennar fréttir - 27.07.2021

VR býður í Árbæjarsafn í tilefni 130 ára afmælis félagsins

Þann 27. janúar árið 1891 var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, VR, stofnað á fundi í veitingahúsinu Hermes við Lækjargötu, en húsið stendur nú á Árbæjarsafni. Félagið fagnar því 130 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni býður VR upp á opið hús í Árbæjarsafni um Verslunarmannahelgina, frá fimmtudegi til mánudags. VR hvetur öll áhugasöm til að sækja safnið heim og koma við í húsinu þar sem saga VR byrjaði. Við minnum gesti á að gæta að sóttvörnum.

Hafa ber í huga gildandi sóttvarnaviðmið, s.s. nándarreglu og fjöldatakmarkanir og hvatt er til notkunar á grímum á safninu.