Atburðadagatalið

Markþjálfun fyrir trúnaðarmenn
06
feb
Trúnaðarmannanámskeið 06.02.2019

Markþjálfun fyrir trúnaðarmenn

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Leiðbeinandi: Anna Guðrún Steinsen

Námskeiðið er kennt dagana 6., 13. og 20. febrúar kl. 9.00-11.30

Starf trúnaðarmannsins er margbrotið. Á námskeiðinu er leitast við að færa trúnaðarmönnum VR verkfæri í té sem þeir geta nýtt sem trúnaðarmenn sem og í daglegu lífi. Leitast er við að efla hæfni og styrkleika hvers og eins. Auk þess verður farið í markmiðasetningu, nýtingu styrkleika, leiðtoga- og samskiptahæfni og hvernig hægt er að efla trú á bæði eigin getu og annarra.
Anna Steinsen kennir aðferðir markþjálfunar sem geta hjálpað trúnaðarmönnum að styðja við samstarfsmenn sína með því til dæmis að setja sér markmið og taka ábyrgð á eigin starfsþróun og líðan.
Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í að nýta aðferðir markþjálfunar. Þess vegna er lögð áhersla á virka þátttöku í tímunum.

Anna Steinsen hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari alþjóðavettvangi. Hún starfar í dag sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum hjá KVAN, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Nánar
Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn
20
mar
Trúnaðarmannanámskeið 20.03.2019 kl. 09:00-12:00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi.
Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum.

Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Nánar
Sjóðir og þjónusta
02
apr
Trúnaðarmannanámskeið 02.04.2019 kl. 09:00-12:00

Sjóðir og þjónusta

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Leiðbeinandi: Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR

Þjónusta VR er víðtæk og varðar alla félagsmenn. Á þessu námskeiði verður farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð og Starfsmenntasjóð. Auk þess er farið yfir helstu þætti starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK.
Fulltrúar frá hverjum þjónustulið heimsækja námskeiðið, veita upplýsingar og svara spurningum.

Námskeiðið er kennt með fræðslu, umræðum og hópavinnu í bland. Þátttakendur eru þjálfaðir í að nýta þau verkfæri og þær leiðir sem eru fyrir hendi til þess að sækja upplýsingar um þjónustu VR.

Lögð er áhersla á þátttöku á námskeiðinu.

VR skorar á alla trúnaðarmenn að sækja námskeiðið þar sem þekking á þessum þáttum er mikilvæg.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Nánar

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR