Atburðadagatalið

Hádegisverður með nýjum trúnaðarmönnum
02
sep
Trúnaðarmannanámskeið 02.09.2020 kl. 12:00-13:00

Hádegisverður með nýjum trúnaðarmönnum

Leiðbeinandi: Ragnar Þór Ingólfsson og starfsmenn VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur á móti nýjum trúnaðarmönnum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi starfsemi og sögu VR auk þess sem starfsmaður VR, mun ræða um hlutverk trúnaðarmanna. Þá mun Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs, koma inn á fundinn og svara spurningum tengdum kjaramálum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur hádegisverður í boði.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

 

Nánar
Trúnaðarmaðurinn – hlutverk og erfiðu málin
16
sep
Trúnaðarmannanámskeið 16.09.2020 kl. 9:00-12:00

Trúnaðarmaðurinn – hlutverk og erfiðu málin

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, M.A í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun

Það er algengt að leitað sé til trúnaðarmanna með hin ýmsu mál sem upp koma á vinnustöðum. Á námskeiðinu verður farið yfir yfir hlutverk trúnaðarmannsins, hvernig er hægt að vera faglegur en jafnframt þekkja sín mörk, bæði gagnvart vinnuveitanda og starfsmönnum. Trúnaðarmönnum verður gefinn kostur á því að taka þátt í umræðum. Þátttakendur geta komið með mál sem þeir eru að glíma við en ekki er þörf á að vera með sérstök mál til að taka þátt. Dæmi um atriði sem eru rædd eru eineltismál, samskiptaerfiðleikar, vantraust starfsmanna á yfirmann, kynferðisleg áreitni, erfiðar og umdeildar uppsagnir og ágreiningur samstarfsmanna.

Eyþór Eðvarðsson er með M.A. í vinnusálfræði og starfar sem þjálfari og stjórnendaráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

Nánar
Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn
07
okt
Trúnaðarmannanámskeið 07.10.2020 kl. 8:30-12:00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum.
Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.


Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

 Nánar

Leit

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR