Atburðadagatalið

Trúnaðarmaðurinn - hlutverk og erfiðu málin
25
mar
Trúnaðarmannanámskeið 25.03.2020 kl. 9.00-12.00

Trúnaðarmaðurinn - hlutverk og erfiðu málin

Það er algengt að leitað sé til trúnaðarmanna með hin ýmsu mál sem upp koma á vinnustöðum. Á námskeiðinu verður farið yfir yfir hlutverk trúnaðarmannsins, hvernig er hægt að vera faglegur en jafnframt þekkja sín mörk, bæði gagnvart atvinnurekanda og starfsmönnum. Trúnaðarmönnum verður gefinn kostur á því að taka þátt í umræðum. Þátttakendur geta komið með mál sem þeir eru að glíma við en ekki er þörf á að vera með sérstök mál til að taka þátt. Dæmi um atriði sem eru rædd eru eineltismál, samskiptaerfiðleikar, vantraust starfsmanna á yfirmann, kynferðisleg áreitni, erfiðar og umdeildar uppsagnir og ágreiningur samstarfsmanna.

Eyþór Eðvarðsson er með M.A. í vinnusálfræði og starfar sem þjálfari og stjórnendaráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

Nánar

Leit

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR