Kannanir VR

VR stendur reglulega fyrir könnunum meðal félagsmanna bæði um það sem viðkemur stöðu þeirra á vinnumarkaði og viðhorf þeirra til starfsemi félagsins. Viðamesta könnun félagsins er könnun á Fyrirtæki ársins og launakjörum sem gerð hefur verið nánast árlega í tæpa tvo áratugi. Sú könnun er í dag stærsta vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi. Launakönnunin verður næst gerð árið 2021. 

Fyrirtæki ársins

Niðurstöður í vali á Fyrirtæki ársins veita félagsmönnum upplýsingar um starfskjör og eru fyrirtækjum mælikvarði á frammistöðu þeirra sem vinnustaður.

Allir starfsmenn fyrirtækja geta verið með, óski stjórnendur eftir því.

Launakönnun VR

Launakannanir VR eru einungis gerðar meðal félagsmanna. Markmiðið að veita upplýsingar um markaðslaun í mismunandi starfsgreinum svo félagsmenn geti borið laun sín saman við laun sem greidd eru í hliðstæðum störfum / starfsgreinum. Launakönnunin veitir einnig mikilvæga innsýn í þróun launa og launamunar kynjanna.