Kannanir og rannsóknir VR

VR stendur reglulega fyrir könnunum meðal félagsmanna um það sem viðkemur stöðu þeirra á vinnumarkaði og viðhorf þeirra til starfsemi félagsins. Viðamesta könnun félagsins er árleg könnun á Fyrirtæki ársins sem gerð hefur verið nánast árlega í tvo áratugi. Félagið gerði til margra ára launakönnun meðal félagsmanna en gerir nú launarannsókn sem byggir á raungögnum úr félagakerfinu. Niðurstöður hennar eru birtar tvisvar sinnum á ári.