Vinnutími barna og unglinga

Upplýsingarnar hér að neðan eru fengnar úr reglum Vinnueftirlitsins.

 • Vinnutími má vera 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku á þeim tíma þegar skóli er ekki. 
 • Vinnutími má ekki fara yfir 8 klst. á dag, nema í undantekningartilvikum, sjá 16 gr. reglugerðar frá Vinnueftirlitinu um vinnutíma barna og ungmenna.
 • Á skóladegi mega 15 ára unglingar vinna 2 klst. á dag eða 12 klst. á viku að hámarki.
 • Unglingar mega aldrei vinna frá kl. 24:00-04:00.
 • Hvíldartími unglinga er 12-14 klst. á sólarhring. 14 klst. fyrir 13-14 ára og fyrir 15 ára börn
  í skyldunámi en 12 klst. fyrir unglinga 15-17 ára.

Almennt um vinnu barna og unglinga

 • Börn yngri en 13 ára mega ekki vinna langan tíma á hverjum degi og þá aðeins við mjög létt störf eins og t.d. við menningu, listir og íþróttaviðburði.
 • Börn á aldrinum 13-14 ára mega vinna létt og hættulaus störf eins og t.d. þjónustustörf.
 • Unglingar á aldrinum 15-17 ára mega vinna flest störf nema þau sema teljast hættuleg eða líkamlega mjög erfið. Þeir mega ekki vinna með hættuleg efni eða vélar.
 • Næturvinna barna og unglinga er bönnuð.
 • Samkvæmt lögum eiga börn og unglingar (fram til 18 ára aldurs) að fá tvo frídaga í viku og 12-14 tíma hvíld á sólarhring (14 klst. fyrir 13-14 ára og fyrir 15 ára börn í skyldunámi en 12 klst. fyrir unglinga 15-17 ára).
 • Vinna barna og unglinga skal fara fram undir eftirliti einstaklings sem er orðinn 18 ára.
 • Foreldrar hafa eftirlitsskyldu með börnum sínum þegar þau fara á vinnumarkað. Börn til 18 ára aldurs hafa ekki heimild til að skrifa undir ráðningarsamning nema með samþykki foreldra.

Sjá ítarlegri upplýsingar um vinnu ungs fólks og algengar spurningar og svör.