VIRK

Þjónusta VIRK er fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Hjá VR eru tíu ráðgjafar VIRK sem vinna náið með Sjúkrasjóði VR. Ráðgjafarnir eru staðsettir á skrifstofu VR í Reykjavík. Ert þú með fyrirspurn? Sendu okkur tölvupóst á thorarinn@vr.is

Meginskilyrði fyrir aðstoð hjá VIRK eru:

  • Að einstaklingur geti ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa og sé með beiðni um þjónustu eða vottorð frá lækni. 
  • Að markmið einstaklings sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði, eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má. 
  • Þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt.

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu VIRK.

Á ég rétt á þjónustu VIRK?

Ef þú hefur ekki getað sinnt starfi þínu eða tekið þátt á vinnumarkaði í lengri tíma vegna veikinda eða slyss þá getur þú notið aðstoðar VIRK.