Eldri fyrirtæki ársins

 • Alls eru Fyrirtæki ársins 2021 sextán talsins í ár, fimm í flokki stórra og lítilla fyrirtækja en sex í flokki meðalstórra fyrirtækja. Ástæðan er sú að ekki var munur á einkunnum fyrirtækjanna í fimmta og sjötta sæti í þeim stærðarflokki.

  Fyrirtæki ársins 2021 í flokki stórra fyrirtækja, með 70 eða fleiri starfsmenn, eru:
  LS Retail, Nova, Opin kerfi, Sjóvá og Vörður tryggingar.

  Fyrirtæki ársins 2021 í flokki meðalstórra fyrirtækja, með 30 – 69 starfsmenn, eru:
  Hringdu, Hvíta húsið, Miðlun, Reykjafell, Tengi og Toyota

  Fyrirtæki ársins 2021 í flokki fyrirtækja með færri en 30 starfsmenn eru:
  Artasan, Egill Árnason, Hagvangur, Rekstrarfélag Kringlunnar og Reon.

  Sjá nánari umfjöllun hér.

 • Fyrirtæki ársins eru alls fimmtán, eða fimm í hverjum stærðarflokki.
  Sjá nánari umfjöllun um öll fyrirtækin.

  Fyrirtæki ársins 2020 í flokki stórra fyrirtækja, með 70 eða fleiri starfsmenn, eru:
  LS Retail, Nova, Sjóvá, VÍS og Vörður tryggingar.

  Fyrirtæki ársins 2020 í flokki meðalstórra fyrirtækja, með 30 - 69 starfsmenn, eru: Hringdu, Hvíta húsið, Miðlun, Nordic Visitor og Tengi.

  Fyrirtæki ársins 2020 í flokki lítilla fyrirtækja, með færri en 30 starfsmenn, eru:
  Egill Árnason, Rekstrarfélag Kringlunnar, Reon, Tryggja og Vettvangur.

  Sjá nánari umfjöllun hér.

 • Fyrirtæki ársins eru alls fimmtán, eða fimm í hverjum stærðarflokki.

  Fyrirtæki ársins 2019 í flokki stórra fyrirtækja, með 50 eða fleiri starfsmenn, eru:
  LS retail, Nordic Visitor, PwC, Sjóvá og Vörður tryggingar. 

  Fyrirtæki ársins 2019 í flokki meðalstórra fyrirtækja, með 20 - 49 starfsmenn, eru:
  Cyren, dk hugbúnaður, Tengi, Toyota á Íslandi, TRS.

  Fyrirtæki ársins 2019 í flokki lítilla fyrirtækja, með færri en 20 starfsmenn, eru:
  Attentus - mannauður og ráðgjöf, Bókhald og uppgjör, Egill Árnason, Eirvík og Microsoft Ísland.

  Sjá nánari umfjöllun hér.

 • Fyrirtæki ársins eru alls fimmtán, eða fimm í hverjum stærðarflokki.

  Fyrirtæki ársins 2018 í flokki stórra fyrirtækja, með 50 eða fleiri starfsmenn, eru:
  dk hugbúnaður, Johan Rönning, Nordic Visitor, Pipar / TBWA og Sjóvá.

  Fyrirtæki ársins 2018 í flokki meðalstórra fyrirtækja, með 20 - 49 starfsmenn, eru:
  Áltak, Cyren, Expectus, Fulltingi og Margt smátt.

  Fyrirtæki ársins 2018 í flokki lítilla fyrirtækja, með færri en 20 starfsmenn, eru:
  Attentus – mannauður og ráðgjöf, Beiersdorf, Eirvík, Microsoft Ísland og Rafport.

  Sjá nánari umfjöllun hér.

 • Fyrirtæki ársins árið 2017 eru alls fimmtán talsins eða fimm í hverjum stærðarflokki fyrir sig.

  Fyrirtæki ársins 2017 í flokki stórra fyrirtækja, með 50 eða fleiri starfsmenn, eru:
  CCP, Johan Rönning, Nordic Visitor, S4S og TM Software.

  Fyrirtæki ársins 2017 í flokki meðalstórra fyrirtækja, með 20 - 49 starfsmenn, eru:
  Expectus, Fulltingi, Iceland Pro Travel, Kortaþjónustan og Margt smátt.

  Fyrirtæki ársins 2017 í flokki lítilla fyrirtækja, með færri en 20 starfsmenn, eru:
  Beiersdorf, Eirvík, Rafport, Sigurvík og Vinnuföt.

  Sjá nánari umfjöllun hér.

 • Johan Rönning, Expectus og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2016 samkvæmt niðurstöðum árlegrar könnunar VR meðal þúsunda félagsmanna og annarra starfsmanna á vinnumarkaði. Hástökkvararnir eru Klettur - sala og þjónusta, Fastus og Karl K. Karlsson.

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

 • Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR en þetta er þriðja árið í röð sem þessi fyrirtæki bera sigur úr býtum. Aldrei áður hafa sömu fyrirtæki vermt efstu sæti allra listanna þrjú ár í röð.

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

 • Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2014 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR. Þetta er annað árið í röð sem þessi fyrirtæki eru efst á lista en það hefur aldrei gerst áður að sömu fyrirtæki vinni í öllum stærðarflokkum tvö ár í röð.

  Johan Rönning var valið Fyrirtæki ársins í hópi stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru að lágmarki fimmtíu og er þetta þriðja árið í röð sem Rönning sigrar í þessum stærðarflokki. Miracle er Fyrirtæki ársins í hópi fyrirtækja með 20 – 49 starfsmenn og Vinnuföt í hópi fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en tuttugu.

  Þrjú fyrirtæki voru valin hástökkvarar ársins 2014, það eru Opin kerfi í hópi stórra fyrrtækja, Ísaga í hópi millistórra fyrirtækja og Kortaþjónustan í hópi lítilla fyrirtækja. Þessi þrjú fyrirtæki bættu sig mest á milli áranna 2013 og 2014.

  VR hefur staðið fyrir könnun á kjörum og líðan félagsmanna sinna í nær tvo áratugi. Undanfarin ár hafa SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar lagt samskonar könnun fyrir sína félagsmenn og fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir aðra starfsmenn ríkisstofnana. Spurningalistar voru sendir til hátt í fimmtíu þúsund starfsmanna á vinnumarkaði og er þetta því stærsta vinnumarkaðskönnun hér á landi. 

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

 • Johan Rönning, Miracle og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2013 samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar meðal félagsmanna VR og fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Servida er það fyrirtæki sem bætir sig mest á milli ára og fær því titilinn Hástökkvari ársins 2013. Johan Rönning var valið Fyrirtæki ársins í hópi stærri fyrirtækja þar sem starfsmenn eru að lágmarki fimmtíu og er þetta annað árið í röð sem Rönning sigrar í þessum stærðarflokki. Miracle er Fyrirtæki ársins í hópi fyrirtækja með 20 – 49 starfsmenn og Vinnuföt í hópi fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en tuttugu. 

 • Johan Rönning, Bernhard og Sæmark eru Fyrirtæki ársins árið 2012 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR.

  Johann Rönning bar sigur úr býtum í flokki stórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru fimmtíu eða fleiri, Bernhard í flokki meðalstórra fyrirtækja með 20 til 49 starfsmenn og Sæmark í flokki lítilla fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en tuttugu.

  Eirvík er það fyrirtæki sem bætir sig mest á milli ára og fær titilinn Hástökkvari ársins 2012.

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

 • Íslenska gámafélagið og Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2011 samkvæmt könnun VR, það fyrrnefnda í hópi stærri fyrirtækja með 50 eða fleiri starfsmenn og það síðarnefnda í hópi minni fyrirtækja. Nýherji bætir sig mest á milli ára hjá stærri fyrirtækjum en Dynjandi meðal þeirra minni.

  Þetta er í fimmtánda skipti sem könnun VR á Fyrirtæki ársins er gerð og er viðamesta vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi. Auk auk könnunar á fyrirtæki og stofnun ársins á vegum SFR stéttarfélags eru launakjör félagsmanna könnuð. Alls fengu 44 þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði sent spurningaeyðublað, félagsmenn VR, félagsmenn SFR stéttarfélags og þúsundir starfsmanna ríkisstofnana.

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu 

 • Íslenska gámafélagið og Spölur eru Fyrirtæki ársins 2010 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR, það fyrrnefnda í hópi stærri fyrirtækja en það síðarnefnda í hópi minni fyrirtækja. Johan Rönning og Hagvangur bæta sig mest á milli ára og eru hástökkvararnir.

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

 • Kraftvélar og Microsoft Íslandi eru Fyrirtæki ársins 2009 í könnun VR, það fyrra í hópi stærri fyrirtækja en það síðara í hópi minni fyrirtækja. Íslandspóstur og Atlantsolía bættu sig mest á milli ára og eru hástökkvarar ársins 2009.

  Þátttaka í könnun VR á fyrirtæki ársins hefur aldrei verið meiri en í ár, ríflega tuttugu þúsund starfsmenn fyrirtækja á almennum vinnumarkaði fengu senda spurningalista og svöruðu tæplega tólf þúsund þeirra eða 54% samanborið við 42% á síðasta ári. Könnunin var gerð m.v. stöðuna um áramót og í janúar síðastliðnum. Hér má sjá hvernig umfjöllun um niðurstöðurnar er á vefnum

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

 • Fjarhitun var valið Fyrirtæki ársins 2008 í hópi stærri fyrirtækja á almennum vinnumarkaði þar sem vinna 50 starfsmenn eða fleiri og Vélfang í hópi smærri fyrirtækja. Tvö fyrirtæki voru jöfn í öðru sæti í hópi stærri fyrirtækja, Línuhönnun og Logos. Gróco var í öðru sæti í hópi minni fyrirtækja og Miracle í því þriðja. Þrek (World Class) og EC hugbúnaður bættu sig mest á milli ára og eru því hástökkvarar í hópi stærri og minni fyrirtækja.

  Capacent sá um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Rúmlega tíu þúsund svarendur sendu inn spurningaeyðublað eða svöruðu könnuninni á netinu. Mun betri svörun var hjá þeim sem tóku könnunina rafrænt en hjá þeim sem svöruðu prentuðum eintökum, 90% svara sem bárust voru rafræn. Þriðja árið í röð tók SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, þátt í þessari könnun og velur Stofnun ársins.

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

 • Applicon og Vélfang eru Fyrirtæki ársins 2007, Applicon í hópi stærri fyrirtækja þar sem vinna 50 starfsmenn eða fleiri og Vélfang í hópi smærri fyrirtækja. Í öðru sæti í hópi stærri fyrirtækja var Fjarhitun og Daníel Ólafsson í því þriðja. Fastus var í öðru sæti í hópi minni fyrirtækja og Sensa í því þriðja.

  Sjóvá og Fálkinn bættu sig mest á milli ára og eru því hástökkvarar í hópi stærri og minni fyrirtækja.

  Capacent sá um framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Rúmlega ellefu þúsund svarendur sendu inn spurningaeyðublað eða svöruðu könnuninni á netinu. Mun betri svörun var hjá þeim sem tóku könnunina rafrænt en hjá þeim sem svöruðu prentuðum eintökum 78% svara voru á netinu. Það er er í samræmi við þróun síðustu ára. Í ár, annað árið í röð, tók SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu, þátt í þessari könnun og velur Stofnun ársins. Um sex þúsund félagsmenn SFR og aðrir starfsmenn opinberra stofnana fengu senda könnun.

  Sjá nánari umfjöllun í VR blaðinu.

 • Daníel Ólafsson ehf . og Sensa ehf. eru fyrirtæki ársins 2006 að mati nær ellefu þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Danól vann í hópi stærri fyrirtækja með 4,47 í heildareinkunn af 5 mögulegum. Í öðru sæti var Hönnun og Applicon í því þriðja. Í hópi minni fyrirtækja var Sensa á toppnum með 4,77 í einkunn. Heilsa varð í öðru sæti og Hagvangur í því þriðja. Hjá báðum sigurvegurunum höfðu allir starfsmenn möguleika á að taka þátt í könnuninni, óháð stéttarfélagsaðild. Um 70 fyrirtæki buðu öllum starfsmönnum sínum þátttöku og eru þau merkt með * í listanum yfir fyrirtæki.

  Hástökkvarar

  Fyrirtækin sem bættu sig mest á milli ára voru Bílanaust meðal stærri fyrirtækja og Tengi hjá þeim minni.

  Könnun VR á fyrirtæki ársins í ár var sú viðamesta og náði til hátt í þrjátíu þúsund starfsmanna bæði hjá fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði sem og opinberum stofnunum. Tæplega 20 þúsund félagsmenn VR tóku þátt og fimm þúsund félagsmenn SFR - stéttarfélags í almannaþjónustu. Að auki var spurningablað sent til um fimm þúsund annarrra starfsmanna á vinnumarkaði en nær 70 fyrirtæki buðu öllum sínum starfsmönnum þátttöku. Sigurvegarinn í Stofnun ársins var Skattrannsóknarstjóri ríkisins. 

 • Hönnun hf . og Tandur hf. eru fyrirtæki ársins 2005 samkvæmt niðurstöðum könnunar VR sem send var til yfir 20 þúsund starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Hönnun vann í hópi stærri fyrirtækja með 4,41 í heildareinkunn af 5 mögulegum en Tandur í hópi þeirra smærri og með 4,67 í einkunn. Meðaltalseinkunn allra fyrirtækja í könnuninni var 3,88.

  Í öðru sæti í hópi stærri fyrirtækja var Daníel Ólafsson ehf. og í því þriðja Securitas. Í hópi minni fyrirtækja varð Sensa í öðru sæti og Árdegi, sem rekur Noa Noa, í því þriðja. Öll fyrirtækin í tuttugu efstu sætum beggja lista fá nú nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki 2005.

  Hástökkvarar ársins
  Momentum ehf. og Daníel Ólafsson eru hástökkvarar ársins, bættu sig mest á milli ára. Í báðum fyrirtækjum stóð öllum starfsmönnum til boða að taka þátt í könnuninni.

  Svarhlutfall í könnuninni var tæplega 50% og hefur aldrei verið hærra frá því VR stóð fyrst fyrir könnun á fyrirtæki ársins fyrir tæpum áratug. Sex af hverjum tíu svöruðu könnuninni á netinu. Meðalheildareinkunn allra fyrirtækjanna var 3,88. Um fjórðungur fyrirtækja var með hærri heildareinkunn en 4,12 og um fjórðungur fyrirtækja lægri en 3,65. Einungis eitt fyrirtæki var með lægri heildareinkunn en 3,00. Meðalheildareinkunn minni fyrirtækja var 3,92 en einkunn stærri fyrirtækja 3,79.

 • Medcare Flaga og Hagvangur eru fyrirtæki ársins 2004, samkvæmt niðurstöðum könnunar VR. Hekla og Merkúr bæta sig hins vegar mest allra fyrirtækja milli ára.

  Sigurvegararnir

  Medcare Flaga sigraði í flokki stærri fyrirtækja, með 50 eða fleiri starfsmenn, og fékk 4,29 í heildareinkunn af 5 mögulegum. Hæstu einkunnir fékk fyrirtækið fyrir sveigjanleika í vinnu og vinnuskilyrði eða 98 af 100 mögulegum. Hagvangur sigraði í flokki minni fyrirtækja og fékk fullt hús stiga fyrir fimm þætti af átta; trúverðugleika stjórnenda, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi og starfsanda.

  Í öðru sæti stærri fyrirtækja lenti Sorpa með heildareinkunnina 4,26 og því þriðja Línuhönnun með 4,21 í einkunn. Í öðru sæti minni fyrirtækja var Árdegi sem rekur verslunina Noa Noa með 4,50 í einkunn og í því þriðja Heilsa með einkunnina 4,48.

  Hástökkvararnir

  Hekla bætti sig mest í hópi stærri fyrirtækja, var með einkunnina 25 árið 2003 en er núna með einkunnina 56. Það þýðir að 55% stærri fyrirtækja sem tóku þátt voru með lægri heildareinkunn. Merkúr tók enn stærra stökk, var með einkunnina 2 árið 2003 en er núna með einkunnina 83.

  Breiðari þátttaka hjá sigurvegurunum

  VR bauð fyrirtækjum að allir starfsmenn, óháð stéttarfélagsaðild þeirra, fengju að taka þátt í könnuninni. Það vekur óneitanlega athygli að báðir sigurvegarar og báðir hástökkvarar þáðu það boð og tóku allir starfsmenn þessara fyrirtækja þátt.

 • Háskólinn í Reykjavík og Melabúðin voru valin Fyrirtæki ársins 2003 í könnun sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (VR) stóð fyrir. Háskólinn í Reykjavík vann í hópi stærri fyrirtækja, þar sem starfa 50 eða fleiri, með 4,41 í einkunn af 5 mögulegum og Melabúðin í hópi minni fyrirtækja með 4,68 í einkunn. Þetta er annað árið í röð sem Háskólinn í Reykjavík ber sigur úr býtum í hópi stærri fyrirtækja.

  Í öðru sæti stærri fyrirtækja var P. Samúelsson og þriðja sætinu deila þrjú fyrirtæki; IMG, Marel og Medcare Flaga. Í hópi minni fyrirtækja var Heilsa í öðru sæti og Hagvangur í því þriðja.

  Hástökkvarinn

  Melabúðin hækkar sig mest á milli kannanna, bæði þegar litið er til heildarlista fyrirtækja og lista yfir minni fyrirtækja. Fyrirtækið var í 83. sæti á síðasta ári á lista yfir minni fyrirtæki en hækkar sig upp í það fyrsta í ár. Ikea (Miklatorg) hækkar sig mest í hópi stærri fyrirtækja. Sjá samanburð fyrirtækja á milli ára.

 • Fyrirtæki ársins árið 2002 eru tvö; Háskólinn í Reykjavík í flokki stærri fyrirtækja og Tandur hf. í flokki minni fyrirtækja.

 • Í flokki stærri fyrirtækja fékk IMG hf. hæstu heildareinkunn, 4,26. Næst á eftir kom P. Samúelsson hf. með 4,24 í heildareinkunn og í þriðja sæti varð Kaupþing hf. með 4,06 í einkunn.

  Í flokki minni fyrirtækja varð Tandur hf. hlutskarpast með 4,66 í heildareinkunn. Þetta er annað árið í röð sem Tandur ber sigur úr býtum. Í öðru sæti varð Reykjagarður með 4,65 og í því þriðja Daníel Ólafsson ehf. með 4,54 í einkunn.

  Hástökkvari ársins var Eðal hf. en í síðustu könnun voru einungis 5% fyrirtækja neðar á lista en það fyrirtæki. Í ár voru hins vegar 78% fyrirtækja fyrir neðan Eðal í heildareinkunn. Aðrir hástökkvarar voru Gróðurvörur ehf. og Ingvar Helgason Bílheimar.

 • Fyrirtækið Tandur hf. hlaut titilinn Fyrirtæki ársins árið 2000 í könnun meðal félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Tandur fékk heildareinkunnina 4.55 af 5.0 mögulegum en meðaleinkunn allra fyrirtækja í könnuninni var 3.62. Í öðru sæti var fyrirtækið Danól ehf., sem var valið fyrirtæki ársins í fyrra, og í því þriðja Halldór Jónsson ehf.

  Fyrirtæki voru einnig flokkuð eftir stærð og hlaut Kaupþing hf. hæstu heildareinkunn í hópi fyrirtækja með 50-100 félagsmenn VR og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. í flokki fyrirtækja með 100 félagsmenn eða fleiri þriðja árið í röð.

  Árleg könnun

  Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur undanfarin fjögur ár staðið fyrir vali á Fyrirtæki ársins. Í ár fengu alls 10.329 félagsmenn VR í yfir 500 fyrirtækjum sendan spurningalista og bárust svör frá rúmlega fjórðungi þeirra eða 2.659.