Hvað gerir Sjúkrasjóður VR fyrir þig?

  • Sjúkradagpeningar eftir að veikindarétti lýkur (80% af launum) í allt að 210 daga (eða 7 mánuði).
  • Slysabætur greiðast ekki ef bætur koma annars staðar frá vegna lögbundinna ábyrgðartrygginga (vegna slysa sem rekja má til vélknúinna ökutækja). Frá og með 1. apríl 2022 hættir Sjúkrasjóður VR að greiða út slysabætur vegna slysa sem verða eftir þann tíma.
  • Sjúkradagpeningar vegna áfengis- eða vímuefnameðferðar (80% af launum) í allt að 120 daga.
  • Dagpeningar vegna veikinda barna yngri en 18 ára (80% af launum) í allt að 210 daga. (eða 7 mánuðir)
  • Dagpeningar vegna alvarlegra veikinda maka (80% af launum) í allt að 90 daga.
  • Styrkur vegna glasafrjóvgunar / tæknifrjóvgunar og ættleiðingar að hámarki kr. 200.000
  • Dánarbætur barna að 18 ára aldri.
  • Örorkubætur vegna slyss í frítíma, vegna varanlegrar örorku, 10% eða meira.
  • Dánarbætur (dæmi: eftirlifandi maki með 3 börn yngri en 18 ára fengi 2.800.000 kr.).
  • Styrkir vegna ferðakostnaðar (vegna læknisheimsókna utan læknishéraðs).