Slysabætur

Slysabætur frá og með 1. júlí 2015 - 31. mars 2022

Frá og með 1. apríl 2022 hættir Sjúkrasjóður VR að greiða út slysabætur vegna slysa sem verða eftir þann tíma.

Sjúkrasjóður VR greiðir bætur vegna slysa í frítíma ef um varanlega örorku er að ræða. Ef um veikindi/heilsubrest er að ræða greiðast dagpeningar (sjá um sjúkradagpeninga).

Slysabætur greiðast ekki ef bætur koma annars staðar frá vegna lögbundinna ábyrgðartrygginga (vegna slysa sem rekja má til vélknúinna ökutækja).

Ef um varanlega örorku vegna slysa í frítíma er að ræða greiðast bætur í hlutfalli við bótafjárhæðina kr. 11.859.00, þó þannig, að hvert örorkustig 26% - 50% verkar tvöfalt og hvert örorkustig frá 51% - 100% verkar fjórfalt.

Sjúkrasjóður VR greiðir bætur vegna slysa í frítíma ef um varanlega örorku er að ræða. Ef um veikindi/heilsubrest er að ræða greiðast dagpeningar (sjá um sjúkradagpeninga). Slysabætur greiðast ekki ef bætur koma annars staðar frá vegna lögbundinna ábyrgðartrygginga (vegna slysa sem rekja má til vélknúinna ökutækja).

Ef um varanlega örorku vegna slysa í frítíma er að ræða greiðast bætur í hlutfalli við bótafjárhæðina kr. 11.859.000, þó þannig, að hvert örorkustig 26% - 50% verkar tvöfalt og hvert örorkustig frá 51% - 100% verkar fjórfalt.

Ákveðið var að greiða, frá og með 1. júlí 2015, slysabætur eingöngu fyrir varanlega örorku umfram 10% en áður var greitt vegna allrar örorku. Þetta er gert vegna þess að örorka sem metin er undir 10% er almennt í raun lítil hindrun til starfa fyrir langflesta en markmið þessarar greinar er auðvitað fyrst og fremst að geta greitt þeim sem glíma við örorku sem hindrar þá í að taka þátt á vinnumarkaði. Með þessum breytingum er því hægt að greiða hærri upphæð þeim sem mest þurfa á greiðslunum að halda og hækkar viðmiðunarbótafjárhæð því einnig í kr. 11.859.000.

Dæmi um útreikning slysabóta

Hvert stig á bilinu 0-25% gefur 118.590 kr.
Bætur vegna 25% örorku verða 25 x 118.590 kr. = 2.964.750 kr.

Hvert stig á bilinu 26-50% gefur 237.180 kr.
Bætur vegna 40% örorku verða 25 x 118.590 kr. + 15 x 237.180 kr. = 6.522.450 kr.

Hvert stig á bilinu 51-100% gefur 474.360 kr.
Bætur vegna 100% örorku verða 25 x 118.590 kr. + 25 x 237.180 kr. + 50 x 474.360 kr. = 32.612.250 kr.

Gildir frá 1.júlí 2015 til 31. mars 2022