Atvinnurekendur greiða 1% af launum starfsfólks í sjúkrasjóð. Þessir fjármunir mynda Sjúkrasjóð VR en hlutverk hans er að veita félagsfólki fjárhagsaðstoð í veikinda-, slysa og dánartilvikum. Sjóðurinn vinnur einnig að fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar félagsfólks.
Starfandi VR félagar sem eiga við veikindi að stríða eiga rétt á greiðslum frá atvinnurekanda í tiltekinn tíma samkvæmt kjarasamningi. Ef veikindi vara lengur en sem nemur veikindarétti, geta þeir sótt um dagpeninga úr Sjúkrasjóði VR eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur.
Í Sjúkrasjóð VR getur félagsfólk sótt um sjúkradagpeninga, dánarbætur og aðra styrki.