Orlofssjóður VR

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að raunhæfu gildi orlofsins með því að auðvelda félagsfólki að njóta orlofs og hvíldar.

Sjóðnum er meðal annars varið í að koma upp og reka orlofshús, veita lán eða styrki til starfsmannafélaga til byggingar orlofshúsa, til þátttöku í kosnaði orlofsferðum félagsfólks sem farnar eru að frumkvæði VR eða tilhlutan VR.

Reglur Orlofssjóðs VR

1. grein

Sjóðurinn heitir: Orlofssjóður VR

2. grein

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að raunhæfu gildi orlofsins með því að auðvelda félagsfólki að njóta orlofs og hvíldar. Í þeim tilgangi skal sjóðnum m.a. varið:

  1. til að koma upp og reka orlofshús fyrir félagsfólk,
  2. til að veita lán eða styrki til starfsmannafélaga, til byggingar orlofshúsa,
  3. til þátttöku í kostnaði af orlofsferðum félagsfólks, sem farnar eru að frumkvæði eða tilhlutan VR.
  4. einnig er aðalfundi hverju sinni heimilt að ákveða að hluti af iðgjaldi félagsmanna renni í VR varasjóð og greiðist út samkvæmt reglugerð um VR varasjóð.

3. grein

Tekjur sjóðsins eru:

1.Samningsbundin gjöld vinnuveitenda í sjóðinn samkvæmt ákvæðum kjarasamnings VR við vinnuveitendur.

2.Leigutekjur af orlofshúsum.

3.Vextir

4. grein

Stjórn VR tilnefnir stjórn sjóðsins, sem skipuð skal 5 mönnum. Skal það gert eftir aðalfund VR hvert ár. Stjórn sjóðsins kýs sér formann og ritara.

5. grein

Stjórn sjóðsins hefur umsjón með orlofshúsum félagsins, gerir tillögur um fjárveitingar úr sjóðnum og leigugjald fyrir orlofshúsin til stjórnar VR sem tekur endanlegar ákvarðanir.

6. grein

Stjórn sjóðsins skal halda gerðarbók fyrir sjóðinn, færa í hana reglugerð sjóðsins, fundargerðir sjóðsstjórnar, þar sem getið er afgreiðslu mála.

7. grein

Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Skrifstofa VR annast innheimtu og reikningshald fyrir sjóðinn. Allur beinn kostnaður við rekstur sjóðsins skal greiddur úr honum sjálfum. Reikningar sjóðsins skulu liggja endurskoðaðir frammi í skrifstofu VR til sýnis í tvo daga fyrir aðalfund VR. Reikningar sjóðsins skulu lagðir fyrir aðalfund VR til samþykktar. Endurskoðendur VR eru endurskoðendur sjóðsins.

8. grein

Reglugerð sjóðsins skal staðfest á aðalfundi VR. Til breytinga á reglugerðinni þarf samþykki 2/3 greiddra atkvæða. Tillagna til breytinga skal getið í fundarboði.

(Samþykkt í stjórn VR 25. ágúst 1972. Breytingar á gr. 2 samþykktar á aðalfundi 24. apríl 2006).

Orlofssjóður VR

VR á 61 orlofshús og íbúðir sem félagið leigir til félagsmanna sinna. Orlofshúsin eru víðsvegar um landið. Þá tekur félagið á leigu 20-25 hús yfir sumartímann.

Til þess að nýta sér það sem sjóðurinn hefur uppá að bjóða, endilega smellið hér að neðan.

Reglur um orlofshús VR