Fagfélög

VR hefur árum saman verið í samstarfi við ýmis fagfélög og verið þeim innan handar varðandi fundaraðstöðu og ýmislegt hvað varðar rekstur þeirra.

Fagfélög í samstarfi við VR

Mikil gróska hefur verið í starfi Félags lyfjatækna um árabil. Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur gert samstarfssamning við félagið og er nú til húsa hjá VR.

Þá hafa VR og Félag viðurkenndra bókara samstarf sín á milli. Félag starfsfólks í bókaverslunum hefur starfað í nokkur ár en það var stofnað að frumkvæði VR.

Að lokum má nefna að Félag ferðafræðinga og Félag blómaskreyta hafa verið í samstarfi við VR einkum hvað varðar gerð og undirbúning námskeiða.