Styrkir & sjóðir

Félagsmenn VR geta sótt um styrki úr þremur sjóðum. Í Sjúkrasjóð VR geta félagsmenn sótt um sjúkradagpeninga, slysabætur, dánarbætur og aðra styrki. Í VR varasjóð geta félagsmenn sótt um t.d. styrk vegna líkamsræktar, endurhæfingar og gleraugnakaupa. Í starfsmenntasjóði geta félagsmenn VR sótt um styrki vegna starfsnáms, tómstundanáms og ferðakostnaðar samkvæmt reglum sjóðanna. 

Almennar umsóknir í sjóðina eru rafrænar og sótt er um á Mínum síðum.

Allar upplýsingar um orlofssjóð og orlofshús VR eru á orlofsvefnum.