Tómstundanámskeið

Undir tómstundastyrki falla námskeið sem hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda.

Aðeins er hægt að sækja um tómstundastyrk vegna námskeiða sem haldin eru innanlands.

Úthlutunarreglur

Veittur er styrkur allt að 50% af námskeiðsgjaldi en að hámarki 30.000 kr. á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk sem er 130.000 kr. á ári. Tómstundastyrkur skerðir ekki uppsafnaðan styrk.

Með umsókn skal fylgja:

  • Reikningur sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing, upphafsdagsetning og lokadagsetning námskeiðs ásamt nafni fræðsluaðila.
  • Staðfesting á greiðslu, t.d. skjámynd úr heimabanka eða greiðslukvittun.
  • Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagsmaður greiði námskeiðsgjöld/ráðstefnugjöld.
  • Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða
  • Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings.

Hvernig sæki ég um?

Á Mínum síðum getur þú skoðað stöðu þinna sjóða og sent inn rafræna umsókn.

Hver er munurinn á SVS og SV?

VR er aðili að tveimur starfsmenntasjóðum. Athugaðu hér hvorum sjóðnum þú tilheyrir. Mikill meirihluti félagsmanna VR á réttindi í SVS.

Inn á Mínum síðum er hægt að sjá samkvæmt hvaða samningi félagsmaður fær greitt eftir.