Tómstundanámskeið

Tómstundanámskeið verða að falla að viðmiðum starfsmenntasjóðs um námskeið og vera haldin innanlands.

Viðmiðin eru eftirfarandi:

  1. Skilgreint upphaf og endir
  2. Upplýsingar aðgengilegar
  3. Opið öllum
  4. Fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu
  5. Ráðgjöf eða handleiðsla uppfyllir ekki skilyrði námskeiðs

Byrjendanámskeið sem falla að viðmiðum eru styrkhæf en ekki iðkun/þjálfun í sama fagi.

Úthlutunarreglur

Veittur er styrkur allt að 50% af námskeiðsgjaldi en að hámarki 30.000 kr. á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk sem er 130.000 kr. á ári. Tómstundastyrkur skerðir ekki uppsafnaðan styrk.

Með umsókn skal fylgja:

  • Greiddur reikningur sem er á nafni VR félaga þar sem fram kemur námskeiðslýsing, upphafsdagsetning og lokadagsetning námskeiðs ásamt nafni fræðsluaðila.
  • Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða
  • Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings.

Mikilvægt að hafa í huga

Í þeim tilfellum þar sem styrkir eru ekki skattskyldir er brýnt að færa kostnað til frádráttar á móti styrk á skattframtali. Hér getur þú nálgast leiðbeiningar og nánari upplýsingar. 

Þá viljum við vekja athygli á því að atvinnuleitendum ber að gefa upp styrki frá stéttarfélögum til Vinnumálastofnunar. Einnig bendum við lífeyrisþegum á að greiðslur ber að tilkynna til Tryggingastofnunar.

Skilgreining og skilyrði námskeiðs

Viðmið sjóðsins varðandi skilgreiningu á hugtakinu námskeið eru eftirfarandi: Afmarkaður hluti náms sem fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu og lýkur yfirleitt með vottun á frammistöðu eða annars konar staðfestingu. Ráðgjöf eða handleiðsla uppfyllir ekki skilyrði námskeiðs af hálfu sjóðsins.

Þau skilyrði sem námskeið þarf að uppfylla til að kallast námskeið af hálfu sjóðsins eru:

  • Skilgreint upphaf, endir og leiðbeinandi,
  • upplýsingar um námskeið þurfa að vera aðgengilegar,
  • námskeiðið þarf að vera aðgengilegt opinberlega.