Hópuppsagnir

Lög nr. 62/2000 gilda um hópuppsagnir. Þetta eru uppsagnir af hálfu atvinnurekanda á fastráðnu starfsfólki af ástæðum sem ekki tengjast hverju þeirra fyrir sig og þegar fjöldi starfsfólks sem sagt er upp á 30 daga tímabili er ákveðinn fjöldi.

Hópuppsagnir ber atvinnurekanda að tilkynna til Vinnumálastofnunar og verða starfslok þeirra sem sagt var upp í fyrsta lagi 30 dögum eftir að tilkynning berst Vinnumálastofnun.

Íhugi atvinnurekandi hópuppsögn skal áður en til hennar kemur hafa samráð við trúnaðarmann viðkomandi stéttarfélags til að leita leiða til að komast hjá uppsögnum að svo miklu leyti sem mögulegt er og draga úr afleiðingum þeirra. Þar sem trúnaðarmenn eru ekki til staðar skal hafa samráð við fulltrúa starfsfólks.

Trúnaðarmenn skulu þá eiga rétt á að fá upplýsingar sem máli skipta um fyrirhugaðar uppsagnir þ.e. ástæðu, fjölda starfsfólks sem sagt verði upp og hvenær uppsagnirnar koma til framkvæmda.

Hópuppsögn telst vera hópuppsögn ef fjöldi fastráðins starfsfólks sem segja á upp á 30 daga tímabili er:

  • a.m.k. 10 starfsmönnum í fyrirtækjum er sagt up störfum með 16-100 starfsmenn,
  • a.m.k. 10% starfsmanna í fyrirtækjum eða 100-300,
  • a.m.k. 30 manns í fyrirtækjum með 300 starfsmenn eða fleiri.

Þannig telst það ekki vera hópuppsögn ef öllu starfsfólki í fyrirtæki með færri en 16 starfsmenn er sagt upp störfum.