Kjarasamningar VR

Kjarasamningur VR og SA 2019

Kjarasamningur VR og SA gildir frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Samið var um krónutöluhækkanir eins og lagt var upp með í upphafi samningaviðræðna en auk þess eru launahækkanir að hluta tengdar þróun hagvaxtar og er gert ráð fyrir árlegri endurskoðun taxtalauna í ljósi launaþróunar á almennum vinnumarkaði. Þá er vinnuvikan stytt, en það var eitt helsta áherslumál VR í samningaviðræðunum, og sveigjanleiki aukinn. Eitt meginmarkmið samningsins er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Samningurinn var samþykktur með 88,35% atkvæða.

Kjarasamningur VR og FA 2019

Kjarasamningur VR og FA 2019 er nánast samhljóða við kjarasamning VR og SA og er hluti af lífskjarasamningnum. Samningurinn var samþykktur með 88,47% atkvæða.

Kjarasamningur VR og SA 2016

Þann 21. janúar 2016 var skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn var samþykktur með 91,28% greiddra atkvæða í atkvæðagreiðslu sem lauk þann 24. febrúar 2016.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Hann felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári. Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda. Hér að neðan má sjá samninginn og launataxta.

Kjarasamningur VR og SA 2015

Skrifað var undir nýjan kjarasamning milli VR og Samtaka atvinnulífsins þann 29. maí 2015. Gildistími samningsins er til loka árs 2018. Samningurinn var samþykktur með 73,9% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem stóð dagana 10. til 22. júní 2015. Hér að neðan má sjá helstu atriði samningsins.

Kjarasamningur VR og FA 2015

Skrifað var undir nýjan kjarasamning milli VR og Félags atvinnurekenda þann 29. maí 2015. Gildistími samningsins er til loka árs 2018. Samningurinn var samþykktur með 72,4% atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem stóð dagana 10. til 22. júní 2015