Vellíðan í vinnu

Þú átt rétt á því að þér líði vel í vinnu. Gott starfsumhverfi stuðlar að aukinni vellíðan á vinnustað og góðum starfsanda. Hér er fjallað um margt það sem hefur áhrif á vellíðan þína í vinnunni og hvernig bregðast skuli við komi upp alvarleg vandamál.

Sjá reglugerð aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Á vef VIRK má finna frábær samskiptaráð fyrir starfsfólk og vinnustaði, sjá nánar hér.

Einelti á vinnustað

Hér er m.a. fjallað um einelti á vinnustað en það er skilgreint sem tíðar og neikvæðar athafnir sem beitt er af einum einstaklingi eða fleiri gegn vinnufélaga sem á erfitt með að verja sig. Þessar athafnir valda þeim einstaklingi sem fyrir þeim verður mikilli vanlíðan og grafa undan sjálfstrausti hans.

Einelti á vinnustað

Kynferðisleg áreitni

Hér er fjallað um kynferðislega áreitni en hún felst m.a. í óæskilegru líkamlegri snertingu, óvelkomnum aðdróttunum, bröndurum, athugasemdum um útlit eða grófum munnsöfnuði.

Kynferðisleg áreitni