Verktakavinna

Það er munur á verksamningi og ráðningarsamningi. Verksamningur er í raun samningur milli tveggja atvinnurekanda; verktakinn gerir samning um framkvæmd ákveðins verks við annan atvinnurekanda. Samkvæmt ráðningarsamningi skuldbindur starfsmaðurinn sig til að vinna fyrir atvinnurekandann gegn greiðslu.

Verktaki nýtur ekki sömu réttinda og launþegi

Verktakar njóta ekki þeirra lágmarkskjara sem samið er um á vinnumarkaði, fá ekki laun fyrir viðurkennda frídaga, fá ekki greitt orlof, desemberuppbót eða orlofsuppbót, eiga ekki rétt á launum í veikindatilfellum, eru ekki slysatryggðir, hafa ekki uppsagnarfrest, eiga ekki rétt á greiðslu launa úr ábyrgðasjóði launa vegna gjaldþrota, réttur til atvinnuleysisbóta er takmarkaður og þeir verða sjálfir að standa skil á iðgjaldi til lífeyrissjóðs.