Lykilþættirnir níu

Í könnun VR á Fyrirtæki ársins er spurt um viðhorf til níu lykilþátta í innra starfsumhverfi fyrirtækja og má sjá þróun þeirra í töflunni hér að neðan. Gefin er einkunn fyrir hvern lykilþátt, frá einum og upp í fimm, og saman mynda þær heildareinkunn, annars vegar þeirra fyrirtækja sem birt eru á listum og svo heildareinkunn allra svarenda í könnuninni. Vægi þáttanna í heildareinkunn er misjafnt, stjórnun fyrirtækisins vegur þyngst (Sjá umfjöllun um framkvæmdina).

Lykilþættirnir níu

Heildareinkunnin sýnir viðhorf starfsfólks almennt til vinnustaða sinna, meðaltal allra þáttanna níu sem sjá má að ofan. Hér má sjá hvaða spurningar falla undir hvern þátt. Heildareinkunn í töflunni hér að neðan er óháð stærð fyrirtækjanna og byggir á svörum allra sem tóku þátt í könnuninni, óháð því hvort fyrirtæki svarenda komust inn á lista fyrirtækjanna.

Þættirnir sem mynda mælingu á Fyrirtæki ársins 2023

  • Stjórnun

    • Ég fæ stuðning og hvatningu frá næsta yfirmanni mínum.
    • Næsti yfirmaður minn virðir starfsfólkið mikils.
    • Næsti yfirmaður minn er sanngjarn við starfsfólk.
    • Ég get leitað til næsta yfirmanns míns ef ég þarf á því að halda.
    • Næsti yfirmaður minn sér um að ég hafi möguleika til að þroska hæfileika mína.
    • Næsti yfirmaður minn bætir starfsaðstæður þegar þörf er á.
    • Það er skýrt til hvers næsti yfirmaður minn ætlast til af mér.
    • Á mínum vinnustað er starfsfólki hrósað þegar það stendur sig vel.
    • Hversu vel eða illa telur þú að þínum vinnustað sé stjórnað?
    • Ég ber fullt traust til stjórnenda fyrirtækisins.
  • Starfsandi

    • Mér finnst starfsandinn venjulega vera afslappaður og óþvingaður.
    • Samskipti eru opin og hispurslaus meðal samstarfsfólks míns.
    • Mér kemur vel saman við samstarfsfólk mitt.
  • Launakjör

    • Ánægja með launakjör.
    • Laun starfsfólks stofnunarinnar eru ákveðin af sanngirni.
    • Telur þú atvinnurekanda þinn veita betri, svipuð eða verri launakjör en gert er á öðrum sambærilegum vinnustöðum?
  • Vinnuskilyrði

    • Ánægja með vinnuaðstöðu, þ.e. vinnu- eða skrifstofurými.
    • Ánægja með lýsingu.
    • Ánægja með loftræstingu.
    • Ánægja með hljóðvist (ánægja eða óánægja með hljóð í rýminu).
    • Ánægja með matar- og kaffiaðstöðu.
    • Ánægja með öryggi á vinnustað.
    • Ánægja með tölvu- og tækjabúnað.
    • Ég get farið úr vinnu með litlum fyrirvara til að sinna aðkallandi erindum í einkalífi mínu.
    • Ég hef svigrúm til að útrétta í vinnutímanum þegar nauðsyn krefur.
    • Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með þann sveigjanleika sem þú hefur í vinnunni?
    • Ég á auðvelt með að samræma vinnu og fjölskyldulíf.
    • Ég á auðvelt með að taka sumarfrí/önnur frí á þeim tíma sem mér hentar.
  • Sjálfstæði í starfi

    • Mér finnst ég hafa góð tök á öllum þáttum starfs míns.
    • Mér finnst ég hafa næga yfirsýn yfir alla þá þætti sem krafist er af mér í starfi.
    • Markmiðin með starfi mínu eru skýr.
    • Þegar á heildina er litið hef ég mikil áhrif á hvernig starf mitt er unnið.
  • Ímynd fyrirtækis

    • Þegar fyrirtækið sem ég starfa hjá ber á góma er sú umræða yfirleitt vinsamleg.
    • Þegar á heildina er litið hafa viðskiptavinir jákvæða afstöðu til fyrirtækisins.
    • Þegar á heildina er litið er fyrirtækið sem ég starfa hjá talin vera mjög traust.
  • Ánægja og stolt

    • Á heildina litið er ég ánægð(ur) í starfi mínu.
    • Á heildina litið líður mér vel í starfi mínu.
    • Ég get mælt með vinnustaðnum sem góðum vinnustað við vini mína.
    • Ég er stolt(ur) af fyrirtækinu sem ég starfa hjá.
    • Á mínum vinnustað er lögð áhersla á jafnrétti kynjanna.
    • Á mínum vinnustað er skýr stefna um jafnrétti kynja.
    • Á mínum vinnustað finnst mér karlar og konur fá sömu tækifæri til starfsframa.
    • Á mínum vinnustað er fólki ekki mismunað (t.d. eftir aldri, kyni, uppruna, kynhneigð eða trúar- eða lífsskoðun).
    • Á mínum vinnustað starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga (t.d. hvað varðar aldur, kyn, uppruna, kynhneigð eða trúar- eða lífsskoðun).
    • Á mínum vinnustað eru bæði konur og karlar í ábyrgðarstöðum.