VR blaðið

Skráning á rafrænt VR blað
06.12.2018

4. tbl. VR blaðsins 2018

Síðasta tölublað VR blaðsins á árinu er í tímaritaformi og er því dreift til félagsmanna VR. Eins og venja er á þessum árstíma er farið yfir réttindi félagsmanna í desember enda sérlega mikilvægt að launafólk sé meðvitað um hvíldartíma, laun á frídögum og annað þess háttar, nú sem endranær. Í blaðinu er fjallað um kröfugerð VR og LÍV gagnvart SA og þá er einnig farið yfir þær kröfur sem VR gerir á stjórnvöld í komandi kjarasamningaviðræðum. Þá fjallar formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, um hvernig krónutöluhækkun skilar sér til félagsmanna VR. Í blaðinu er að finna viðtal við Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur hjá Forvörnum ehf, en hún stýrir umræðuhópum fyrir karla sem hafa farið í gegnum kulnun í starfi. VR hefur um nokkurt skeið unnið að því að gera hæfni félagsmanna sinna sýnilega og fá hana metna til launa. Farið er nánar yfir málið í VR blaðinu í grein sem ber heitið „VR styður verslunarfólk til starfsþróunar.“

Skoða blaðið Sækja í pdf
21.09.2018

3. tbl. VR blaðsins 2018

Þriðja tölublað VR blaðsins er komið út og er því dreift um allt land með Fréttablaðinu. Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi formaður VR, ræðir við ritstjóra VR blaðsins um komandi kjarabaráttu en Magnús man svo sannarlega tímana tvenna í þeim efnum. Mikil aukning hefur átt sér stað í sjúkrasjóði VR á undanförnum árum og er farið yfir stöðuna í blaðinu. Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur hjá Heilsuborg og Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir hjá Heilsuborg, fjalla um mikilvægi þess að sofa og hvílast vel í grein sinni „Skipuleggur þú líf þitt á nóttunni?“ Fyrir hverja er VR? Svörin við því er að finna í þessu nýjasta tölublaði VR blaðsins. Stútfullt blað af frábærum fróðleik, ekki missa af því! Athugið að krossgátan verður á sínum stað í jólablaði VR blaðsins.

Skoða blaðið Sækja í pdf
30.05.2018

2. tbl. VR blaðsins 2018

Annað tölublað VR blaðsins fyrir árið 2018 hefur litið dagsins ljós en það er með breyttu sniði en venjulega og er því dreift með aldreifingu um allt land. Í blaðinu er að finna viðtal við Evu Ruzu, skemmtikraft, en hún tók þátt í hátíðarhöldum VR í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí sl. Starfsmenntasjóðirnir eru kynntir og viðtöl tekin við þrjá einstaklinga sem hafa nýtt sér þjónustu þeirra. Rætt er við Stein Sigurðarson en hann þakkar fyrir að hafa verið félagsmaður VR og getað nýtt Sjúkrasjóð VR eftir alvarleg veikindi. Þá er viðtal við formann VR, Ragnar Þór Ingólfsson, en þar ræðir hann meðal annars um bernskuárin í Breiðholti og fjölskylduna. Stúfullt blað af spennandi efni! Athugið að krossgátan verður á sínum stað í jólablaði VR blaðsins.

Skoða blaðið Sækja í pdf
02.03.2018

1. tbl. VR blaðsins 2018

Í fyrsta tölublaði ársins 2018 er áhersla lögð á að kynna frambjóðendur til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2018-2020 en kosningar í félaginu standa yfir frá 6.-13. mars. Í blaðinu verða einnig kynntar niðurstöður viðamikillar könnunar sem VR gerði í desember og janúar síðastliðnum. Í könnuninni var spurt hvort viðkomandi hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða orðið vitni að kynferðislegri áreitni á vinnustað sínum. Þá verður umfjöllun um nýtt diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun og viðtal við Kristjönu Katrínu Þorgrímsdóttur, verkefnastjóra námsins. Í blaðinu er einnig viðtal við
dr. Ólaf Þór Ævarsson um streitu, einkenni hennar og hvernig hægt sé að bregðast við vinnutengdri streitu. 

Skoða blaðið Sækja í pdf
01.12.2017

4. tbl. VR blaðsins 2017

Réttindamálin eru í brennidepli í þessu 4. tölublaði VR blaðsins árið 2017. Fjallað er um fjórðu iðnbyltinguna og þær áskoranir og tækifæri sem felast í henni. Farið er yfir nokkur streituráð fyrir veturinn og minnt á réttindi félagsmanna í desember. Í blaðinu er viðtal við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, um fyrsta ár hans í formannsstólnum og hvað sé framundan í kjaramálunum. Skrifstofur VR á Akranesi voru heimsóttar og  rætt við fjóra félagsmenn á svæðinu. Þá var nýr trúnaðarmaður VR hjá Costco tekinn tali en starfsfólk Costco kaus á dögunum tvo trúnaðarmenn fyrir verslunina.

Skoða blaðið Sækja í pdf
29.09.2017

3 tbl. VR blaðsins 2017

Starfsmenntamálin eru í brennidepli í þessu  3. tölublaði VR blaðsins 2017.  Fjallað er um raunfærnimat og hvernig aukin fræðsla skilar ávinningi fyrir fólk á vinnumarkaði. Farið er yfir hvað þjónusta er og hvað starfsfólki í verslunum finnst einkenna góða þjónustu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, fer yfir stöðuna í kjaramálum og skrifar einnig leiðara blaðsins. Fjallað er um þrælahald á Íslandi og mikilvægi vinnustaðaeftirlits. Skrifstofur VR á Suðurlandi voru heimsóttar, trúnaðarmaður á Suðurlandi tekinn tali og rætt við fjóra félagsmenn á svæðinu. 

Skoða blaðið Sækja í pdf
19.06.2017

2 tbl. VR blaðsins 2017

Í 2. tölublaði VR blaðsins árið 2017 eru vinningshafar í Fyrirtæki ársins kynntir. Í blaðinu er að finna viðtöl við stjórnendur fyrirtækjanna sem hlutu titilinn Fyrirtæki ársins 2017 og myndir af vinnustöðunum. Í blaðinu er einnig að finna viðtal við nýjan formann VR, Ragnar Þór Ingólfsson, en Ragnar Þór sat í átta ár í stjórn félagsins áður en hann var kjörinn formaður á aðalfundi VR 28. mars síðastliðinn. Einnig er umfjöllun um deild VR í Vestmannaeyjum þar sem meðal annars er rætt við félagsmenn á svæðinu og trúnaðarmaður VR í Bónus tekinn tali. Þá skrifar Gils Einarsson, nýkjörinn formaður Suðurlandsdeildar VR, um sameiningu VMS við VR og nýja tíma fyrir félagsmenn á svæðinu. 

Skoða blaðið Sækja í pdf
03.03.2017

1 tbl. VR blaðsins 2017

Í þessu fyrsta tölublaði ársins er áhersla lögð á kynningu á frambjóðendum til formanns og stjórnar félagsins kjörtímabilið 2017 – 2019 en kosið er til forystunnar dagana 7. til 14. mars 2017. Frambjóðendur kynna áherslur sínar og sjálfa sig í blaðinu. Þá er fjallað um stöðuna í kjarasamningum en ákveðið var að segja samningum á almennum vinnumarkaði ekki upp þrátt fyrir að forsendunefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að ein af þremur forsendum samninganna væri brostin. Í blaðinu er einnig fjallað um hugmyndir að nýju samningalíkani en ríkissáttasemjari fór yfir málið á fundi með trúnaðarráði í lok janúar. Könnun VR á Fyrirtæki ársins og launakjörum er einnig til umfjöllunar en könnunin stendur til og með 12. mars. Rætt er við umsjónarmann orlofseigna hjá VR en nú er nýhafið mikið átak í fjölgun orlofshúsa hjá félaginu. Þá er einnig kíkt í heimsókn á skrifstofu VR á Egilsstöðum og rætt við félagsmenn fyrir austan, fjallað um stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði o.m.fl. 

Skoða blaðið Sækja í pdf