VR blaðið

02.02.2023

1. tbl. VR blaðsins 2023

Fyrsta tölublað ársins af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Í þessu fyrsta tölublaði ársins beinum við sjónum okkar að kosningum í félaginu tvö eru í framboði til formanns og 16 til stjórnar. Í blaðinu er að finna kynningu á nýjum kjarasamningum og næstu skref í viðræðuáætlun milli aðila vinnumarkaðarins. Bjarni Þór Sigurðsson, formaður húsnæðisnefndar VR, skrifar um húsnæðismál og leigufélögin Blæ og Bjarg. Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir skrifar í grein sinni „Seigla og streita – músíkalskt par!“ hvernig nýta megi streitu til góðs.

Þá fjallar Tómas Bjarnason, sviðsstjóri hjá Gallup, um hvernig dregið hefur úr mikilvægi vinnunnar samkvæmt niðurstöðum úr tveimur könnunum sem gerðar voru meðal félagsfólks VR árin 2012 og 2022. Guðrún Johnsen, ráðgjafi hjá danska Seðlabankanum, skrifar einnig grein í blaðið þar sem hún fjallar um hvernig nýta megi helming mannauðs með skilvirkari hætti. Sigmundur Halldórsson, starfskraftur Landssambands íslenzkra verzlunarmanna fjallar um mikilvægi stéttarfélaga eftir heimsfaraldurinn.

Leiðari ritstjóra, krossgátan og viðtal við trúnaðarmann VR á vinnustað eru að sjálfsögðu á sínum stað í blaðinu auk ýmiss annars fróðleiks.

19.09.2022

2. tbl. VR blaðsins 2022

Annað tölublað ársins 2022 af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Í blaðinu er kröfugerð VR gagnvart Samtökum atvinnulífsins birt í heild sinni en núverandi kjarasamningur rennur út þann 1. nóvember næstkomandi. Áhersla er lögð á kjaramál í blaðinu en fjallað er um vinnustöðvun og verkföll og veikindarétt í fjarvinnu svo eitthvað sé nefnt. Þá fer Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR yfir stöðuna í húsnæðismálum en VR hefur tekið forystu í þeim málaflokki innan verkalýðshreyfingarinnar. Í aðdraganda kjarasamninga er stiklað á helstu hugtökum sem gott er að þekkja og farið yfir skilgreiningar þeirra.

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, fjallar um heilbrigð mörk á vinnustöðum og þau ýmsu atriði sem geta hjálpað okkur við að skilja og vinna með þessi mörk.

45. sambandsþing ASÍ verður haldið í október og er farið yfir helstu áhersluatriði sambandsins í blaðinu.

Fastir liðir eru á sínum stað í blaðinu, leiðari formanns, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan.

11.03.2022

1 tbl. VR blaðsins 2022

Fyrsta tölublað VR blaðsins árið 2022 er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Í þessu fyrsta tölublaði höldum við áfram umfjöllunum um þriðju vaktina en Valgerður Bjarnadóttir og Andrea Hjálmsdóttir eiga grein í blaðinu sem ber heitið „Þriðja vaktin, mæður og kórónaveirufaraldurinn.“ Þá er einnig að finna viðtal við þær Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur og Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur en þær ætla að gefa út smáforrit sem aðstoðar fólk við að skipuleggja heimilisstörfin, en hugmyndin að forritinu vann Gulleggið árið 2020. Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar grein í blaðið sem ber heitið „Hægjum á í auknum hraða fyrir meiri sköpunargleði“ en Birna Dröfn hefur rannsakað hvernig efla megi sköpunargleði á meðal starfsfólks og hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði.

Ert þú að huga að starfsþróun? VR býður félagsfólki sínu upp á starfsþróunarráðgjöf hjá Mími símenntun en VR blaðið tók náms- og starfsráðgjafa hjá Mími tali og ræddi einnig við VR félaga sem hefur nýtt sér ráðgjöfina. Í blaðinu er að finna hvatningu til félagsfólks til að taka þátt í könnun VR á Fyrirtæki ársins en könnunin stendur yfir til 21. mars og geta heppnir svarendur unnið glæsilega vinninga, meðal annars rafmagnshlaupahjól og Iphone 13. Í blaðinu má lesa um það hvernig tveir VR félagar nýta styttingu vinnuvikunnar, en styttingin tók gildi 1. janúar 2020. Hvernig verða kjarasamningar til? Þú kemst að því með því að lesa blaðið! Sjá nánar hér.

Leiðari formanns, krossgátan og viðtal við trúnaðarmann VR eru að sjálfsögðu á sínum stað í blaðinu auk ýmiss annars fróðleiks. Útgáfa VR blaðsins verður með breyttu sniði í ár en í stað fjögurra tölublaða verða gefin út tvö tölublöð. Félagið vill með þessu auka áherslu á upplýsingatengt efni á vef sínum vr.is og öðrum miðlum félagsins.

Viltu fá blaðið sent rafrænt til þín? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki á Mínum síðum.

29.11.2021

4. tbl. VR blaðsins 2021

Síðasta tölublað ársins af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Í blaðinu kennir ýmissa grasa en eins og alltaf á þessum árstíma minnum við á réttindi félagsfólks í jólaösinni og má finna góðar upplýsingar um þau í blaðinu. Í blaðinu má finna umfjöllun um þriðju vaktina og viðtal við Huldu Jónsdóttur Tölgyes, sálfræðing. Þrír VR félagar segja frá því hvaða leið þeir fóru til þess að sækja um styrk í Starfsmenntasjóðnum en leiðirnar eru þrjár; félagi sækir sjálfur um, fyrirtækið sækir um eða félagi og fyrirtæki sækja um sameiginlegan styrk í sjóðinn.

Hvað er raunfærnimat? Þú kemst að því í blaðinu! Með raunfærnimati fær einstaklingur staðfestingu á þeirri færni sem hann býr yfir og þannig opnast möguleikar á að meta færni til dæmis til styttingar náms eða til stuðnings við að efla sig enn frekar í starfi.
Þá er verslunarfólk í Kringlunni tekið tali og það spurt út í jólaverslunina og uppáhalds jólahefðina. Fastir liðir eins og venjulega eru á sínum stað í blaðinu, leiðari formanns, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan.

Viltu fá blaðið sent rafrænt til þín? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki inni á Mínum síðum.

27.09.2021

3. tbl. VR blaðsins 2021

Þriðja tölublað VR blaðsins 2021 er komið út og er því dreift til félagsmanna í pósti. Í blaðinu má meðal annars finna umfjöllun um könnun sem VR gerði meðal félagsmanna um fjarvinnu á tímum Covid-19. Í blaðinu er hagvaxtarauki skoðaður en í kjarasamningum 2019 var í fyrsta skipti samið um slíkan viðauka sem tæki mið af stöðu hagkerfisins.

Þá er fjallað um atvinnulýðræði í blaðinu en VR hélt ráðstefnu á dögunum þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjölluðu um slíkt fyrirkomulag á vinnustöðum. Hægt er að horfa á erindin frá ráðstefnunni á vr.is/atvinnulydraediRætt er við Evu Karen Þórðardóttur en hún hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Stafræna hæfniklasans. Nýlega hófu VR og 1819 Torgið samstarf sem gerir afsláttarkjör fyrir félagsfólk VR aðgengilegri og þægilegri í notkun. Ekki þarf lengur að fletta tilboðum upp á vef og sýna félagsskírteini til að virkja afslætti heldur verða tilboðin nú öll á einum stað innan seilingar í snjallsímum félagsfólks. Krossgátan, viðtal við trúnaðarmann og leiðari formanns eru að sjálfsögðu á sínum stað í blaðinu.

Viltu fá blaðið sent rafrænt til þín? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki inni á Mínum síðum.

03.06.2021

2. tbl. VR blaðsins 2021

Annað tölublað VR blaðsins fyrir árið 2021 er komið út og er því dreift til félagsfólks í pósti. Formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, var endurkjörinn formaður VR í mars síðastliðnum en kjörsókn var með mesta móti. Ritstjóri VR blaðsins ræddi við Ragnar Þór um verkefni formanns og stjórnar á nýju kjörtímabili.

Auður Böðvarsdóttir, mannauðssérfræðingur, fjallar um jafnlaunavottunina og þann ávinning fyrirtækis og starfsfólks sem getur hlotist af því að innleiða vottunina, sé rétt að málum staðið. Í blaðinu er rætt við þrjá mannauðsstjóra um fjarvinnu starfsfólks og segja þau okkur frá því hvernig var staðið að hlutunum hjá þeirra fyrirtækjum. Þá spyr Ingrid Kuhlman hvort dagar skrifstofurýma séu taldir í grein sinni um fjarvinnu og fer yfir kosti og áskoranir slíks fyrirkomulags.

Hvað er hægt að gera til að aðlagast betur stafrænum heimi? Svörin er að finna í greininni „Stafræn þróun og starfið mitt“. Í blaðinu er fjallað um atvinnuráðgjöf sem VR hefur boðið félagsfólki sínu undanfarin misseri og farið yfir hvað felst í þjónustunni. Í blaðinu er einnig umfjöllun um Fyrirtæki ársins 2021 en þau voru kynnt á vef félagsins þann 17. maí. Vegna samkomutakmarkana var vinningsfyrirtækjunum ekki boðið öllum saman til móttöku eins og hefð er fyrir. Þess í stað var hverjum stærðarflokki fyrir sig boðið til móttöku um miðjan dag þann 17. maí þar sem niðurstöðurnar voru kynntar, viðurkenningar Fyrirmyndarfyrirtækja afhentar og verðlaunagripurinn fyrir Fyrirtæki ársins. Fastir liðir eru á sínum stað í blaðinu, leiðari formanns, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan.

Við minnum félagsfólk á að það getur afþakkað blaðið í prentaðri útgáfu og skráð sig fyrir rafrænu eintaki á Mínum síðum.

 

03.03.2021

1. tbl. VR blaðsins 2021

Fyrsta tölublað VR blaðsins 2021 er komið út og er því dreift til félagsmanna í pósti. Í þessu fyrsta tölublaði ársins beinum við sjónum okkar að kosningum í félaginu en tvö einstaklingsframboð eru til formanns VR, það eru framboð sitjandi formanns Ragnars Þórs Ingólfssonar og Helgu Guðrúnar Jónasdóttur. Einnig eru 11 einstaklingar í kjöri til stjórnar VR fyrir tímabilið 2021-2023. Nánari upplýsingar um frambjóðendur og kosningarnar má finna á bls. 16.

Félagsmenn eru minntir á könnun VR á Fyrirtæki ársins, nánari upplýsingar er að finna í þessu nýjasta tölublaði VR blaðsins. Fastir liðir eins og venjulega í blaðinu eru á sínum stað eins og leiðari blaðsins, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan.

Viltu fá blaðið sent rafrænt til þín? Skráðu þig fyrir rafrænu eintaki inni á Mínum síðum.

04.12.2020

4. tbl. VR blaðsins 2020

Jólablað VR blaðsins er komið út og er því dreift til félagsmanna með pósti. Í þessu síðasta tölublaði ársins er fjallað um atvinnuráðgjöf sem VR býður félagsmönnum sínum þeim að kostnaðarlausu. Auk ráðgjafar mun VR fara af stað með nýjung, svokölluð „Hádegisráð VR“ sem verða stuttir rafrænir fyrirlestrar sem ætlaðir eru að koma atvinnuleitendum að góðum notum. Magnús L. Sveinsson, fyrrum formaður VR, er í viðtali í VR blaðinu, en hann hefur gefið út bók „Af moldargólfi í ólgusjó verkalýðsmála“ þar sem félagið kemur mikið við sögu, enda starfaði Magnús hjá VR í 42 ár. Þá er einnig viðtal í blaðinu við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, um það helsta sem er á döfinni hjá félaginu og er Ragnar Þór meðal annars inntur eftir því hvort hann ætli að gefa kost á sér í formannskjöri félagsins á næsta ári.

Á þessum árstíma er mikilvægt að huga að réttindum sínum og skyldum á vinnumarkaðnum enda jólaverslunin í algleymingi.

Við minnum félagsmenn á að þeir geta afþakkað blaðið í prentaðri útgáfu og skráð sig fyrir rafrænu eintaki á Mínum síðum.

02.10.2020

3 tbl. VR blaðsins 2020

Þriðja tölublað ársins af VR blaðinu er komið út og er því dreift til félagsmanna í pósti. Í blaðinu má finna umfjöllun um skrifstofu VR á Suðurnesjum og viðtöl við fjóra félagsmenn á svæðinu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir hefur verið ráðin atvinnuráðgjafi hjá VR og er viðtal við hana í blaðinu um þau vinnumarkaðsúrræði sem VR hyggst ráðast í á næstu vikum og mánuðum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna fjalla um vel heppnað samstarf VR og NS gegn ólöglegum smálánum. Þá er að finna í blaðinu grein eftir Guðrúnu Johnsen Ph.D., efnahagsráðgjafa VR sem nefnist „Stærsta áskorun efnahagsstjórnunar: Að viðhalda eftirspurn“. Í blaðinu er einnig fjallað um tvær kannanir sem framtíðarnefnd VR stóð fyrir um viðhorf til breytinga á störfum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar.

04.06.2020

2. tbl. VR blaðsins 2020

Annað tölublað ársins 2020 er komið út og er því dreift til félagsmanna í pósti. Í blaðinu er að finna umfjöllun fyrir atvinnuleitendur, hvernig má setja upp ferilskrá og góð ráð fyrir atvinnuviðtalið. Dr. Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum, skrifar um áhrif kórónuveirufaraldursins í grein sinni „Andleg líðan á tímum heimsfaraldurs“. Í blaðinu er einnig að finna svör við helstu spurningum sem kjaramálasviðið hefur fengið inn á borð til sín í faraldrinum. Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi R. Sæmundsson skrifa til okkar hvatningu á óvissutímum og gefa ráð hvernig við getum haldið í gleðina og náð tökum á áhyggjum.

Í blaðinu er einnig umfjöllun um Fyrirtæki ársins 2020 en þau kynnt á vef félagsins um miðjan maí. Síðustu ár hefur VR kynnt niðurstöðurnar í fjölmennri móttöku starfsmanna og stjórnenda þeirra fyrirtækja sem fá viðurkenningu en vegna COVID-19 var gripið til annarra ráðstafana í ár.
Fastir liðir eru auðvitað á sínum stað í blaðinu, leiðari formanns, viðtal við trúnaðarmann og krossgátan.