Hvað er starfsþróun?
Ert þú að leita að áskorunum í starfi, viltu breyta til eða öðlast meira sjálfstraust og hæfni í þeim verkefnum sem þú ert að sinna?
Starfsþróun snýst um að þú þróist í starfinu þínu, staðnir ekki heldur vaxir með verkefnunum þínum. Starfsþróun þýðir ekki endilega að skipta um starf eða breyta um verkefni. Það gæti til dæmis verið að móta nýjar aðferðir við að sinna verkefnum. Stundum snýst starfsþróun um að fara í nám og bæta við sig þekkingu á nýju sviði. Starfsþróun er oftast samstarfsverkefni einstaklings og næsta yfirmanns. Starfsþróunarsamtöl á vinnustað eru góð leið til þess að vinna að starfsþróun. Besti árangurinn fæst með góðum undirbúningi.
Á vef VR um starfsþróun er hægt að nálgast upplýsingar um marga þætti sem nýtast vel við undirbúning félagsfólks að frekari starfsþróun.
Taktu næsta skref!
Hér er hægt að nálgast upplýsingar og fróðleik sem hentar hverjum þeim sem vill huga að starfsþróun sinni.