Stafræn hæfni

Stafræna hæfnihjólið er sjálfsmatspróf sem tekur einstakling um 12-15 mínútur að þreyta. Þátttakandinn svarar spurningum með því að stjörnumerkja eigin getu á 16 mismunandi hæfnisviðum og svara spurningum sem birtast í línulegu ferli. Spurningarnar eru samtals 63.  

Hver er þín stafræna hæfni?

Hér getur þú tekið próf sem sýnir hver stafræn hæfni þín er og borið saman við aðra í þinni starfsgrein.

VR býður þér að taka prófið til að veita þér tækifæri til þess að styrkja stöðu þína á vinnumarkaðnum.

Smelltu hér til að taka prófið!

VR Stafræna hæfnihjólið

Stafræna hæfnihjólið er sjálfsmatspróf sem tekur einstakling um 12-15 mínútur að þreyta. Stuðst er við danska gagnagrunninn hjá Center for digital dannelse við úrlausnir og eru niðurstöður þátttakanda vistaðar þar án persónugreinanlegra gagna. Prófið byggir á módeli um stafræna hæfni sem gefið er út af Evrópusambandinu. 

Að sjálfsmatsprófi loknu fær þátttakandi tölvupóst með niðurstöðum sínum sem birtast í svokölluðu geislariti sem sýnir hæfni viðkomandi á 16 mismunandi sviðum stafrænnar hæfni sem skilgreinist í fjóra meginþætti. Auk niðurstaðna um stafræna hæfni fær þátttakandinn ráðleggingar um á hvaða sviðum hann megi bæta sig og tillögur um hvernig það skal gert.

Meginþættir stafrænnar hæfni skiptast niður í öryggi, upplýsingar, samskipti og framkvæmd.

Hvernig stend ég samanborið við aðra í minni starfsgrein?

Meginmarkmið VR með Stafræna hæfnihjólinu er að gefa félagsmönnum kost á að kortleggja eigin stafrænu hæfni með það í huga að veita þeim mögulega sýn inn í þá þætti sem flokkast almennt undir stafræna hæfni.

Með þá vitneskju sjá félagsmenn á hvaða sviði þeir standa sig vel og á hvaða sviði þeir mættu bæta sig til þess að standast samanburð miðað við aðra í sömu starfsgrein.