Orlofslaun

Dæmi:

Orlofsstundir eru fundnar með því að finna orlofsprósentuna (10,17%/24 dagar, 10,64% /25 dagar, 11,11% /26 dagar, 11,59% /27 dagar, 12,07% /28 dagar, 12,55% /29 dagar eða 13,04% /30 dagar) af heildarlaunum og deila í þá útkomu með dagvinnutímakaupi. Dagvinnutímakaup er fundið með því að deila 159,27 klst. fyrir skrifstofufólk og 167,94 klst. fyrir verslunarfólk upp í föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Í dæminu hér að neðan er reiknað út orlof fyrir afgreiðslumann.

  • Dagvinna kr. 350.000
  • Yfirvinna kr. 36.347
  • Samtals kr. 386.347

Dagvinnutímakaup er:

Föst mánaðarlaun 350.000 / 167,94 (deilitala) = 2.084 kr á klukkustund í dagvinnu.

Orlofsstundir eru án yfirvinnu: 350.000 kr. x 10,17% = 35.595 kr. / 2.084 kr. tímakaup í dagvinnu = 17,08 orlofsstundir.
Orlofsstundir með yfirvinnu: 386.347 kr. x 10,17% = 39.292 kr. / 2.084 kr. tímakaup í dagvinnu = 18,85 orlofsstundir.

Orlofsstundir eru:

Heildarlaun 350.000 x 10,17% = 35.595 / 2.084 tímakaup í dagvinnu = 17,08 orlofsstundir.

Þegar viðkomandi starfsmaður fer í orlof, hefur tímakaup hans hækkað í kr. 2.191,26 vegna launabreytinga. Þá reiknast orlofsstundir hans yfir árið á kr. 2.191,26 en ekki á kr. 2.084 hver orlofsstund.

Af orlofslaunum ber að greiða skatta og öll önnur gjöld, því hér er um venjulega launagreiðslu að ræða.