Bakvaktir

Bakvaktir skv. samningi VR og SA

Heimilt er að setja á bakvaktir þar sem starfsmanni er skylt að vera í símasambandi og að sinna útköllum. Sé ekki um annað samið í ráðningarsamningi gildir eftirfarandi:

  • Fyrir hverja klukkustund á bakvakt þar sem vakthafandi starfsmaður er bundinn heima fær hann greitt sem svarar 33% dagvinnustundar en 50% á almennum frídögum og stórhátíðum.
  • Fyrir bakvakt þar sem ekki er krafist tafarlausra viðbragða af hálfu starfsmanns en hann er tilbúinn til vinnu strax og til hans næst, greiðist 16,5% af dagvinnukaupi fyrir hverja klst. á bakvakt. Á almennum frídögum og stórhátíðum verður ofangreint hlutfall 25%.
  • Fyrir útkall á bakvakt skal starfsmaður fá greitt fyrir unninn tíma, þó að lágmarki 4 klst., nema dagvinna hefjist innan tveggja stunda frá því að hann kom til vinnu. Bakvaktargreiðslur og eftir-/yfirvinnugreiðslur fari þó aldrei saman.

Bakvaktir samkvæmt samningi VR og FA

Heimilt er að semja um bakvaktir þar sem starfsmanni er skylt að vera í símasambandi og að sinna útköllum, og skal þá greiða 1/3 dagvinnulauna fyrir hverja klst. á bakvakt nema um annað sé samið í ráðningarsamningi.

Sinni starfsmaður bakvakt á stórhátíðardögum skal hann fá ofangreint hlutfall á yfirvinnukaupi.

Er fyrirtækið þitt að greiða skv. samningi VR og SA eða VR og FA?

Þú getur séð eftir hvaða samningi þitt fyrirtæki er að greiða á Mínum síðum.