Eftir-/nætur-, yfir og stórhátíðarvinna


Dagvinnutími hjá afgreiðslufólki er kl. 9:00-18:00 en hjá skrifstofufólki er hann kl. 9:00-17:00. Fullt starf er 167,94 klst. á mánuði hjá afgreiðslufólki og 159,27 klst. hjá skrifstofufólki.

Eftirvinna: Greidd er eftirvinna fyrir vinnu starfsfólks sem fer fram yfir hinn venjulega dagvinnutíma en innan þess tíma sem er skilgreindur sem fullt starf á mánuði eða 100% starf.

Næturvinna: Greidd er næturvinna fyrir vinnu starfsfólks frá kl. 00:00 til kl. 7:00 en innan þess tíma sem er skilgreindur sem fullt starf á mánuði eða 100% starf.

Tímakaup afgreiðslufólks í eftirvinnu til kl. 00:00 er 0,8235% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Tímakaup afgreiðslufólks í næturvinnu frá kl. 00:00 til kl. 7:00 er 0,8824% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Tímakaup skrifstofufólks í eftirvinnu til kl. 00:00 er 0,875% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu

Tímakaup skrifstofufólks í næturvinnu frá kl. 00:00 til kl. 7:00 er 0.9375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu


Yfirvinna er öll vinna sem er unnin utan hefðbundins dagvinnutíma og umfram 167,94 klst. hjá afgreiðslufólki og 159,27 hjá skrifstofufólki. Tímakaup í yfirvinnu er 1,0385% af föstum mánaðarlaunum. Ef fyrirtæki reikna með virkum vinnustundum er yfirvinna greidd fyrir alla tíma umfram 155,3 hjá afgreiðslufólki og 153,52 hjá skrifstofufólki, sjá hér.

Yfirvinna samkvæmt samningi VR og FA

Yfirvinna er öll vinna sem er unnin utan hefðbundins dagvinnutíma og umfram 153,86 klst. á mánuði sem telst 100% starf. Dagvinnutími samkvæmt þessum samningi er kl. 7:00-19:00 alla virka daga.

Tímakaup í yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.