Dagvinnutími hjá afgreiðslufólki er kl. 9:00-18:00 en hjá skrifstofufólki er hann kl. 9:00-17:00. Fullt starf er 167,94 klst. á mánuði hjá afgreiðslufólki og 159,27 klst. hjá skrifstofufólki.
Eftirvinna: Greidd er eftirvinna fyrir vinnu starfsfólks sem fer fram yfir hinn venjulega dagvinnutíma en innan þess tíma sem er skilgreindur sem fullt starf á mánuði eða 100% starf.
Næturvinna: Greidd er næturvinna fyrir vinnu starfsfólks frá kl. 00:00 til kl. 7:00 en innan þess tíma sem er skilgreindur sem fullt starf á mánuði eða 100% starf.
Tímakaup afgreiðslufólks í eftirvinnu til kl. 00:00 er 0,8235% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Tímakaup afgreiðslufólks í næturvinnu frá kl. 00:00 til kl. 7:00 er 0,8824% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Tímakaup skrifstofufólks í eftirvinnu til kl. 00:00 er 0,875% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu
Tímakaup skrifstofufólks í næturvinnu frá kl. 00:00 til kl. 7:00 er 0.9375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu
Yfirvinna er öll vinna sem er unnin utan hefðbundins dagvinnutíma og umfram 167,94 klst. hjá afgreiðslufólki og 159,27 hjá skrifstofufólki. Tímakaup í yfirvinnu er 1,0385% af föstum mánaðarlaunum.
Yfirvinna samkvæmt samningi VR og FA
Yfirvinna er öll vinna sem er unnin utan hefðbundins dagvinnutíma og umfram 153,86 klst. á mánuði sem telst 100% starf. Dagvinnutími samkvæmt þessum samningi er kl. 7:00-19:00 alla virka daga.
Tímakaup í yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.