Þegar VR félagi þarf að ferðast meira en 50 km til þess að komast frá heimili til fræðslustofnunar getur hann sótt um ferðastyrk.
Skila þarf sér umsókn um ferðastyrk sem ávallt skal tengjast námi/námskeiði/ráðstefnu sem VR félaginn sækir. Greiði félagi ekki sjálfur fyrir nám/námskeið/ráðstefnu þarf að skila inn staðfestingu á þátttöku með umsókn um ferðastyrk.
Úthlutunarreglur
Hámarksferðastyrkur er 40.000 kr. á ári og að hámarki 50% af reikningi. Farið er eftir kílómetragjaldi fjármála- og efnahagsráðuneytisins í hvert sinn. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk sem er 130.000 kr. á ári.
Sjá nánari upplýsingar hér.
Nota má afgang af 390 þúsunda uppsöfnuðum rétti til starfstengds náms í ferðastyrk að hámarki kr. 120.000 en þó ekki hærra en 50% af ferðakostnaði.
Með umsókn skal fylgja:
- Greiddur reikningur sem er á nafni VR félaga þar sem fram kemur kostnaður vegna ferðalags.
- Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagi greiði ferðakostnað.
- Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða
- Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings.
- Staðfesting/upplýsingar um nám/námskeið/ráðstefnu
- Ferðist VR félagi á eigin bíl:
- Fjöldi km ásamt dagsetningu ferða
- Staðfesting á mætingu
Þegar um skipulagðar fræðsluferðir er að ræða þá er forsenda þess að geta sótt um ferðastyrk sú að fargjald sé greitt í eigin nafni. Einnig þarf fræðsludagskrá að fylgja með umsókn þar sem greinagóð lýsing á skipulagðri fræðslu liggur fyrir.
Skilyrði fyrir veitingu ferðastyrks er:
- Að félagi greiði ferðakostnað í tengslum við starfstengt nám, námskeið, starfstengda heimsókn til fyrirtækja eða ráðstefnu.
- Að félagi skili inn staðfestingu á þátttöku þegar þátttökugjald er ekki innheimt.
- Dagskrá verður að fylgja umsóknum vegna starfstengdra heimsókna í fyrirtæki og ráðstefna.
- Í dagskrá vegna starfstengdra heimsókna í fyrirtæki verður að koma fram hvaða staðir eru heimsóttir, hvert efni kynningar er á hverjum stað og tímasetningar.
- Einnig þarf að skila inn staðfestingu á þátttöku í formi áritaðs bréfs frá yfirmanni eða umsjónarmanni ferðarinnar. Í bréfinu skal ferðinni lýst og tilgangur hennar útskýrður.
Mikilvægt að hafa í huga
Í þeim tilfellum þar sem styrkir eru ekki skattskyldir er brýnt að færa kostnað til frádráttar á móti styrk á skattframtali. Hér getur þú nálgast leiðbeiningar og nánari upplýsingar.
Þá viljum við vekja athygli á því að atvinnuleitendum ber að gefa upp styrki frá stéttarfélögum til Vinnumálastofnunar. Einnig bendum við lífeyrisþegum á að greiðslur ber að tilkynna til Tryggingastofnunar.