Lífeyrissjóður

Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er skylt að greiða í lífeyrissjóð frá og með 16 ára til 70 ára aldurs. Félagsmenn VR greiða 4% af heildarlaunum og á upphæðin að koma fram á launaseðli. Á móti framlagi launþega greiðir atvinnurekandi 11,5% frá 1. júlí 2018. Þessi upphæð kemur ekki fram á launaseðli.

Hækkun á mótframlagi í lífeyrissjóði

Samkvæmt kjarasamningum VR verður hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Mótframlag atvinnurekenda hækkar um 3,5% í þremur áföngum til 2018. Heimilt að ráðstafa hluta af viðbótinni í bundna séreign frá og með 1. júlí 2017.

Frá 1. júlí 2016: 8,5%

Frá 1. júlí 2017: 10,0%

Frá 1. júlí 2018: 11,5%

Framlag í séreignarsjóð

Allir geta að auki greitt í séreignarlífeyrissjóð, allt að 4% af heildarlaunum. Þessi greiðsla er val hvers og eins og er til viðbótar þeim 4% sem skylt er að greiða. Í þeim tilvikum sem starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð, 2- 4%, greiðir atvinnurekandi 2% framlag á móti.

Framlagið greiðist til séreignardeildar þess lífeyrissjóðs sem launamaður á aðild að, nema hann ákveði annað.