Fyrir fjölmiðla

Hér má finna upplýsingar um um VR sem ætlaðar eru fjölmiðlum.

VR var stofnað sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur 1891 af launþegum og atvinnurekendum í verslunarstétt og varð hreint launþegafélag 28. febrúar 1955. Árið 2006 var nafni félagsins breytt í VR.

Tilgangur VR er að vinna að bættum kjörum og auknum réttindum félagsmanna.

Formaður VR

Formaður VR er Ragnar Þór Ingólfsson en hann var kosinn í allsherjarkosningum í mars 2017. Ragnar Þór var fyrst kosinn í stjórn VR árið 2009 og sat sem aðalmaður í stjórninni þar til hann var kosinn formaður.

Ragnar Þór starfaði lengst af sem sölustjóri hjá Erninum en síðast sem verslunar- og innkaupastjóri hjá Útilegumanninum. Hann hefur verið stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna frá árinu 2015, situr í fulltrúaráði íbúðafélagsins Bjargs og stjórn góðgerðarfélagsins Reykjavík Bacon Festival. Ragnar Þór stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Sjá litmynd


Framkvæmdastjóri og forstöðumenn VR

Framkvæmdastjóri VR er Stefán Sveinbjörnsson sem hóf störf hjá félaginu í september 2013. Stefán starfaði áður sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Háskólans á Bifröst. Hann er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík, BS próf í viðskiptafræði og viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst. 

Forstöðumaður kjaramálasviðs er Bryndís Guðnadóttir. Hún hóf störf hjá VR árið 2007.

Forstöðumaður þjónustu- og mannauðssviðs er Herdís Magnúsdóttir sem hóf störf hjá VR árið 2009.

Forstöðumaður þróunarsviðs er Árni Leósson sem hefur starfað hjá VR frá árinu 1990.

Forstöðumaður fjármála-og rekstrarsviðs er Oddur Gunnar Jónsson. Hann hóf störf hjá VR árið 2018.