Fyrirtæki ársins 2023

Niðurstöður úr könnun VR um Fyrirtæki ársins liggja nú fyrir. Heildareinkunn fyrirtækja er reiknuð út frá viðhorfi starfsfólks til ólíkra þátta starfsumhverfis. Spurt er um stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, starfsánægju, og fleira (sjá nánar um aðferðafræði hér). Þau fyrirtæki sem skara fram úr í könnuninni hljóta formlega viðurkenningu, enda ærin ástæða til að vekja athygli á frammistöðu þeirra.

Fimm efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki eru útnefnd Fyrirtæki ársins 2023 og eru því 15 í heildina. Eingöngu fyrirtæki sem bjóða öllu starfsfólki sínu þátttöku í könnuninni koma til greina.

Hér má sjá lista í stafrófsröð yfir Fyrirtæki ársins 2023, í hverjum stærðarflokki fyrir sig. VR óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Stór fyrirtæki

NetApp

Nova

OK

Orkan

TK bílar

Meðalstór fyrirtæki

Dohop

Expectus

Reykjafell

Toyota

Travel Connect

Lítil fyrirtæki

Farmers Market

Íslensk getspá

M7

Rekstrarfélag Kringlunnar

Tryggja