Laun

Kjarasamningar VR kveða á um persónubundin laun, í þeim segir; Við ákvörðun launa milli atvinnurekanda og starfskrafts skulu laun endurspegla vinnuframlag, hæfni, menntun og færni viðkomandi starfsmanns svo og innihald starfsins og þá ábyrgð sem starfinu fylgir.

VR aðstoðar félagsfólk við samninga um persónubundin laun og hefur opnað nýja launareiknivél sem veitir félögum upplýsingar um laun mismunandi starfa. Sjá nánar hér.

Launataxtar samkvæmt kjarasamningum VR eru lágmarkstaxtar.

Smelltu hér til að horfa á fræðslumyndbönd um launaseðilinn

Launataxtar 2019-2024

VR og SA

VR og FA

Launataxtar VR og FA eru virkar vinnustundir sem þýðir að neysluhlé eru ólaunuð, nema kvöldmatur á tímabilinu kl. 19:00 og 20:00 og tíminn á morgnanna frá kl. 3:00 til kl. 4:00.

VR vill benda félagsfólki sínu á að samið var í síðustu kjarasamningum breytingu á orlofi og er frá 1. maí 2024 réttur fjölmargra til uppsöfnunar á 25 daga orlofs eða 10,64% orlofslauna. Sjá nánar hér hvort þú eigir rétt á auknu orlofi.

Eldri launataxtar

VR og SA

VR og FA

Upplýsingarnar um launataxta eru birtar með fyrirvara um villur