Atburðadagatalið

Stytting vinnuvikunnar
26
sep
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Stytting vinnuvikunnar

Í síðustu kjarasamningum samdi VR um styttri vinnuviku fyrir félagsmenn sína. Vinnutímastytting tekur í gildi 1. janúar 2020 og samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Samið verður um hvernig styttri vinnuvika verður útfærð á hverjum vinnustað fyrir sig.

Þessi fyrirlestur er til upplýsinga fyrir félagsmenn VR um styttingu vinnuvikunnar og ýmislegt sem gott er að hafa í huga þegar samtalið á sér stað inni á vinnustaðnum.

Farið verður yfir tillögur að útfærslu vinnutímastyttingar á grundvelli eftirfarandi valkosta:
a) Hver dagur styttist um 9 mínútur
b) Hver vika styttist um 45 mínútur
c) Safnað upp innan ársins
d) Vinnutímastyttingu með öðrum hætti

Sérfræðingar VR munu svo taka við fyrirspurnum varðandi styttingu vinnuvikunnar og önnur tengd kjaramál í lok kynningar. Við hvetjum alla félagsmenn VR til að skrá sig.

Ef þú hefur ekki tök á að mæta er hægt að skrá sig á streymi hér.

Skrá mig
Árangursrík samskipti á vinnustöðum - Reykjavík
02
okt
Námskeið 02.10.2019 kl. 9.00-12.00

Árangursrík samskipti á vinnustöðum - Reykjavík

Fyrirlesari: Rakel Heiðmarsdóttir

Lykillinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju. Á námskeiðinu eru samskipti skoðuð bæði frá fræðilegu og hagnýtu sjónarmiði. Hvers vegna er misskilningur algengur? Hverjar eru algengustu ástæður ágreinings á vinnustöðum og hvernig má taka á þeim? Hvaða aðferðir auka árangur í samskiptum og hvað ber að varast?

Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf. Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl. hjá Reykjavíkurborg, í Opna Háskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið í 12 ár sem mannauðsstjóri lengst af í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.

Nánar
Að nýta bestu ár ævinnar
08
okt
Námskeið 08.10.2019 kl. 9.00-12.00

Að nýta bestu ár ævinnar

Námskeið fyrir eldri félagsmenn: Að nýta bestu ár ævinnar er kennt dagana 8.,9.,10. október kl 9.00-12.00.

Námskeið fyrir þá sem eru að huga að starfslokum eða eru nýlega hættir að vinna.

Fyrirlesari: Ásgeir Jónsson

Þetta starfslokanámskeið sem VR býður félagsmönnum sínum hefur slegið í gegn. Námskeiðið tekur á ýmsum þáttum svo sem heilsu, næringu, hugarfari og sjálfsmynd. Helsti ávinningurinn er að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina og öðlist meiri kjark til að takast á við lífið, aukið sjálfstraust og aukna hæfni til að takast á við mótlæti.

Námskeiðið er í heild 9 tímar og er haldið þrjá morgna í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Ásgeir segir um námskeiðið: Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi.

Markmiðið er að þátttakendum verði ljós flest þau tækifæri sem bíða þeirra varðandi næringu, hugarfar eða það sem lítur að peningum og fjárhagsstöðu fólks.
Almennt séð er markmið námskeiðsins að vera grunnur þekkingar um þá möguleika og valkosti sem þessi tímamót bjóða uppá . Gildir þá einu hvort um er að ræða andlegu, líkamlegu eða fjárhagslegu hliðarnar.

Nánar
Worker‘s rights; a course for shop stewards 
16
okt
Námskeið 16.10.2019 kl. 9.00-12.00

Worker‘s rights; a course for shop stewards 

Please note that the course is specifically for VR shop stewards
Others that might want to join this seminar to learn about worker’s rights in English, please contact VR directly

Instructors: Specialists from VR‘s Department of Wage Terms
For VR it is important that shop stewards should be provided with all the basic information regarding worker‘s rights, including wage terms. This course is part of that policy.

The main issues of our collective agreements will be covered, e.g. sick leave, termination of employment, holiday rights, working hours and earned rights.
Shop stewards will be given the opportunity to discuss the issues, share their experiences and get answers to their questions.

This is a particularly practical course that no shop steward should miss.
The course will be held at VR in the hall on the ground floor of the House of Commerce, Kringlan 7, 103 Reykjavik.
A light breakfast will be provided.
Minimum of 7 participants required.

Nánar
Ekki standa hjá
17
okt
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Ekki standa hjá

Fyrirlesari: Benna Sörensen

Fyrirlesturinn byggir á þrautreyndu módeli af forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem gengur út frá því að auka getu og þor þeirra sem verða vitni að óviðeigandi hegðun og til að bregðast við. Um er að ræða fyrstu íslensku útgafu þessa námsefnis.

Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Þeir félagsmenn sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft í gegnum streymi og skráð sig hér.

 

Skrá mig
Morgunverðarfundur með atvinnurekendum vegna styttingar vinnuvikunnar
22
okt
Trúnaðarmannanámskeið 22.10.2019 kl. 9.00-10.00

Morgunverðarfundur með atvinnurekendum vegna stytt...

Í síðustu kjarasamningum samdi VR um styttri vinnuviku fyrir félagsmenn sína. Vinnutímastyttingin tekur gildi 1. janúar 2020 og samkomulag skal hafa náðst um framkvæmd vinnutímastyttingar fyrir 1. desember 2019. Samið verður um hvernig styttri vinnuvika verður útfærð á hverjum vinnustað fyrir sig.

Morgunverðarfundurinn er hugsaður fyrir atvinnurekendur og stjórnendur í fyrirtækjum. Byrjað verður á kynningu þar sem forstöðumaður kjaramálasviðs fer yfir það sem kemur fram í kjarasamningnum og hvaða möguleikar eru í boði á útfærslu styttingar hjá fyrirtækjum.

Að kynningu lokinni verður tekið við fyrirspurnum frá fyrirtækjum og gefst kostur á umræðu um helstu málefni sem stjórnendur velta fyrir sér varðandi styttingu vinnuvikunnar.

Léttur morgunverður í boði, húsið opnar fyrir morgunverð kl. 8.30 en kynningin hefst kl 9.00.

Nánar
Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn
31
okt
Trúnaðarmannanámskeið 31.10.2019 kl. 9.00-12.00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum. Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Nánar
Njóttu lífsins
07
nóv
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Njóttu lífsins

Í hverju felst hamingjan? Hvað er það sem skilgreinir hana og þann sem er hamingjusamur? Hvernig getum við öðlast hamingju og þá vellíðan sem henni fylgir? Farið er yfir góð ráð og leiðir til að láta sér líða vel og vísindin á bak við hamingju.

Fyrirlesari er Teitur Guðmunsson læknir en hann hefur skrifað pistla um heilsu og hamingju í fjölmarga miðla.

Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Félagsmenn sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft í gegnum streymi, sjá hér.

Skrá mig

Leit

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR