Fréttir

Miðhúsaskógur lokaður fram í nóvember
18. ágúst 2025
Vegna framkvæmda verður lokað fyrir bókanir í orlofshús í Miðhúsaskógi frá byrjun september fram í nóvember. Unnið er að viðhaldi stofnlagna á svæðinu. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Háir stýrivextir byggja ekki hús
14. ágúst 2025
Í næstu viku mun Seðlabankinn greina frá ákvörðun sinni í vaxtamálum. Álitsgjafar stíga fram hver á fætur öðrum og segja lækkun stýrivaxta ómögulega, en sífellt fleiri verða líka til að benda á það sem VR hefur sagt um langa hríð: hávaxtastefnan veldur ómældum skaða og þarf að renna sitt skeið.