Kvennaverkfall 24. október 2025
Fréttir
Konur á skrifstofum VR leggja niður störf
23. október 2025
Félagsfólk VR vinsamlega athugið að vegna kvennaverkfalls á morgun, föstudaginn 24. október 2025, verður þjónusta VR með skertum hætti þegar konur á skrifstofum VR leggja niður störf. Búast má við töfum í þjónustu og svörun á þessum degi. Skrifstofur VR á Akranesi, Egilsstöðum, í Reykjanesbæ, á Selfossi og í Vestmannaeyjum verða lokaðar á morgun.
Skimun fyrir krabbameini bjargar lífum
21. október 2025
Við minnum á að öll eiga rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu, þar með talið skimun fyrir krabbameini. Skimanir fyrir krabbameini eru gríðarlega mikilvægar og fá konur á aldrinum 23 til 64 ára boð í leghálsskimanir.