Tjaldsvæði VR

Félagsmönnum VR stendur til boða glæsilegt tjaldsvæði í orlofsbyggð félagsins í Miðhúsaskógi í Bláskógabyggð. Á svæðinu er mjög góð aðstaða fyrir tjöld, húsbíla, fellihýsi og aðra ferðavagna. Þar er myndarlegt þjónustuhús með grillaðstöðu og vöskum, salernum, sturtum og þvottavél til afnota fyrir gesti.

Til þess að bóka stæði á tjaldsvæðinu er farið inn á Orlofsvefinn í flipann „Laus tímabil“ og þar er farið í fellilistann „Flokkur“ og neðst í honum er að finna „Tjaldsvæði Miðhúsaskógi“. 

Verð sumarið 2021

Verð fyrir nótt með rafmagni er 2000 kr.

Verð fyrir nótt án rafmagns er 1500 kr. Stæði nr. 1-4 eru án rafmagns.

Hvernig bóka ég stæði á tjaldsvæðinu?

Til þess að bóka stæði á tjaldsvæðinu er farið inn á Orlofsvefinn í flipann „Laus tímabil“ og þar er farið í fellilistann „Flokkur“ og neðst í honum er að finna „Tjaldsvæði Miðhúsaskógi“.

Athugið að gert er ráð fyrir einum ferðavagni eða einu tjaldi í hverju stæði.

Athugið: Ekki er hægt að fá endurgreitt þegar bókun og greiðsla hefur verið gerð. 

Reglur tjaldsvæðis VR

  • Gestir mega ekki koma inn á tjaldsvæðið, séu þeir í sóttkví, í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku), hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift eða eru með einkenni.
  • Aldurstakmark til að bóka tjaldstæði er 20 ár, miðað er við árið sem félagsmaður verður 21 árs.
  • Orlofssvæðið er fjölskyldusvæði, ró skal vera á svæðinu frá miðnætti til kl 8:00 á morgnana.
  • Athugið: Lausaganga hunda er bönnuð, eigendur skulu þrífa upp eftir sína hunda. Hundar mega ekki valda öðrum gestum ónæði og ró þarf að vera á svæðinu frá miðnætti til morguns.
  • Tjaldsvæðið er aðeins ætlað VR félögum og fjölskyldum þeirra en félagsmenn geta boðið gesti/gestum til að dvelja með sér á tjaldsvæðinu, þó aldrei meira en sem samsvarar einu tjaldstæði. Heimilt er að hafa gæludýr á tjaldsvæðinu.
  • Hámarksdvöl á tjaldsvæðinu eru tíu dagar.

Leikaðstaða er inni á svæðinu sjálfu en auk þess er leiksvæði fyrir börnin á orlofshúsasvæðinu í Miðhúsum þar sem er m.a. hlaupaköttur, trampólín, frisbígolfvöllur og minigolf. Skemmtilegar gönguleiðir eru hvarvetna í Miðhúsaskógi.

Niðurgreiðsla á ferðavögnum

VR félagar geta tekið á leigu tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi eða húsbíla af viðurkenndum leiguaðilum og fengið niðurgreiðslu frá VR gegn framvísun kvittunar. Niðurgreiðslan er 5.000 kr. pr. nótt en þó að hámarki 30.000 kr. fyrir hvert orlofstímabil. Greitt er eftir að dvöl lýkur gegn fullri greiðslu fyrir vagninn, leigutímabil þarf að koma fram á kvittun. 

Umsókn um niðurgreiðslu á ferðavagni er að finna undir „Meira“ á Mínum síðum.

Brot á reglum getur valdið brottrekstri af svæðinu.

Kort af tjaldsvæði VR