Fjarvinna

Fjarvinna er vinnuform þar sem starfsmaður sinnir vinnu sinni utan hefðbundinnar starfsstöðvar með notkun upplýsingatækni innan ramma ráðningarsamnings aðila. Fjarvinna byggist á óþvinguðu samkomulagi milli aðila sem annað hvort er hluti upphaflegrar starfslýsingar eða að um það sé samið síðar.

Almennt er ekki að finna sérstök ákvæði um fjarvinnu í kjarasamningum VR. Aðilum sem starfa skv. kjarasamningi VR er þó gert að hlýta samkomulagi sem ASÍ gerði við SA um fjarvinnu árið 2006 um fjarvinnu. Þar er meðal annars að finna skilgreiningu fjarvinnu, fjallað um notkun á hvers kyns búnaði við störf og skil milli vinnu og einkalífs, svo eitthvað sé nefnt. Í samkomulaginu kemur einnig fram að hafi ekki verið samið um fjarvinnu í upphafi skuli starfsmaður ekki gjalda þess hafni hann boði fyrirtækis um fjarvinnu, þannig er slík ástæða ekki gild fyrir uppsögn eða breytingum á ráðningarkjörum.

Starfsmenn sem vinna í fjarvinnu njóta sömu réttinda og þeir sem starfa á starfsstöð skv. lögum og kjarasamningum. Þegar fjarvinna er tekin upp skulu aðilar gera með sér um það skriflegt samkomulag sem viðbót við ráðningarsamning, eða þá að það komi fram strax í ráðningarsamningi við upphaf ráðningar.

Vinnuálag og kröfur til starfsmanns í fjarvinnu eiga ávallt að vera sambærilegar við álag og kröfur sem gerðar væru til starfsmannsins á starfsstöð vinnuveitanda.

Áður en fjarvinna getur hafist þarf að taka afstöðu til ýmissa álita- og úrlausnarefna sem snerta bæði starfsmann og atvinnurekanda. Fjalla þarf sérstaklega um þessi úrlausnarefni með skriflegum hætti, annað hvort í ráðningarsamningi eða í viðauka við ráðningarsamning.

Tryggja verður að starfsmaður sem vinnur fjarvinnu einangrist ekki frá samfélagi við aðra starfsmenn í fyrirtækinu með því t.d. að gefa honum tækifæri til að hitta vinnufélaga með reglulegum hætti og eiga aðgang að þeim upplýsingum sem fyrirtækið veitir. Þeir starfsmenn eiga sama aðgang og rétt varðandi þjálfun og möguleikum til starfsframa eins og sambærilegir starfsmenn í starfsstöð. Ganga verður úr skugga um að fjarvinnustarfsmenn hljóti alla þá þjálfun á þann búnað sem hann verður að nota við fjarvinnu. Sömuleiðis að ganga úr skugga um að þeir sem eru á starfsstöð að þeir fái þjálfun við að vinna með starfsmanni í fjarvinnu.

Fjarvinnustarfsmaður getur óskað eftir eftirlitsheimsókn.

Búnaður

Atvinnurekanda ber að útvega fjarvinnustarfsmanni allan þann búnað sem nauðsynlegur er við vinnu, tengja hann og viðhalda þeim búnaði, nema fjarvinnustarfsmaður noti sinn eigin búnað en þá skal í upphafi semja um greiðslu þess kostnaðar.

Atvinnurekandi skal greiða fjarvinnustarfsmanni allan þann beina kostnað sem af fjarvinnunni stafar. Sömuleiðis ber þá atvinnurekandi ábyrgð á kostnaði vegna taps og skemmda á búnaði og gögnum fjarvinnustarfsmanns. Fjarvinnustarfsmaður verður að fara vel með þann búnað sem honum er séð fyrir og ganga úr skugga um að öll gögn sem hann vinnur með í fjarvinnu sinni séu ekki aðgengileg óviðkomandi.

Ef upp koma tæknileg vandamál er það á ábyrgð atvinnurekanda að veita fjarvinnustarfsmanni alla tæknilega aðstoð sem nauðsynleg er.

Annar aðbúnaður s.s. borð og stóll ber atvinnurekanda að útvega fjarvinnustarfsmanni hafi hann ekki slíkt til umráða.

Rétt er að aðilar skilgreini með sér ábyrgð og kostnað áður en fjarvinna hefst.

Persónuvernd

Xxxx

 

Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við sérfræðing á kjaramálasviði varðandi ráðgjöf um fjarvinnu.

Efnisatriði samningsins

 • Sé fjarvinna ekki hluti upprunalegrar starfslýsingar er hvort heldur starfsmanni eða vinnuveitanda heimilt að samþykkja eða hafna beiðni um slíka breytingu. Neitun starfsmanns er sem slík ekki gild ástæða uppsagnar eða breytingar ráðningarkjara.

 • Fjarvinnustarfsmaður skal njóta sömu kjara samkvæmt lögum og kjarasamningum og sambærilegir starfsmenn á starfsstöð fyrirtækisins.  Viðbótarsamningar sem taka tillit til sérstöðu fjarvinnunnar geta þó verið nauðsynlegir.  

 • Vinnuveitanda ber að gera viðeigandi ráðstafanir, einkum varðandi hugbúnað, til að tryggja vernd gagna og upplýsa starfsmann um gildandi löggjöf og reglur fyrirtækisins þar að lútandi. Fjarvinnustarfsmanni ber að fara eftir þessum reglum. Vinnuveitandi veitir fjarvinnustarfsmanni upplýsingar, einkanlega um takmarkanir við notkun upplýsingatækni, svo sem veraldarvefsins og um viðurlög við brotum. 

 • Vinnuveitandi virðir einkalíf starfsmanna. Við notkun eftirlitskerfa skal gætt meðalhófs og hlutlægni auk þess sem við upptöku þeirra sé fylgt ákvæðum tilskipunar 90/270 um skjávinnu.  

 • Spurningum varðandi búnað, ábyrgð og kostnað skal svarað áður en fjarvinna hefst. Almenna reglan er að vinnuveitandinn sér fjarvinnustarfsmanni fyrir nauðsynlegum búnaði og sér um viðhald hans nema fjarvinnustarfsmaður noti eigin búnað. Vinnuveitandinn greiðir beinan kostnað vegna vinnunnar, einkum fjarskiptakostnað og sér fjarvinnustarfsmanni fyrir viðeigandi tækniþjónustu.

  Vinnuveitandinn ber, í samræmi við þær reglur sem gilda samkvæmt landslögum eða kjarasamningum, ábyrgð á kostnaði vegna tjóns eða skemmda á búnaði eða gögnum sem fjarvinnustarfsmaður notar. Fjarvinnustarfsmaður skal gæta vel að þeim búnaði sem honum er fenginn og ekki safna eða dreifa ólöglegu efni á veraldarvefnum. 

 • Vinnuveitandinn ber ábyrgð á að vinnuumhverfi fjarvinnustarfsmanns sé í samræmi við vinnuverndarreglur og upplýsir hann um vinnuverndarstefnu fyrirtækisins, einkanlega að því er varðar skjávinnu. Það er síðan starfsmannsins að fara eftir þeim reglum. Til að fylgjast með því skulu vinnuveitandi og trúnaðarmenn starfsmanna og/eða viðkomandi yfirvöld hafa aðgang að vinnustað starfsmanns innan þeirra marka sem lög eða kjarasamningar setja.  Vinni starfsmaðurinn á eigin heimili þarf að boða slíka heimsókn með fyrirvara og fá samþykki fjarvinnustarfsmanns. Starfsmaðurinn getur líka óskað eftir slíkri heimsókn.

 • Fjarvinnustarfsmaður skipuleggur vinnutíma sinn innan marka laga, kjarasamninga og reglna fyrirtækisins. Verkefni og frammistaða fjarvinnustarfsmanns skulu samsvara því sem á við um sambærilega starfsmenn á starfsstöð fyrirtækisins. Vinnuveitandinn skal gera ráðstafanir til að fjarvinnustarfsmaður einangrist ekki, svo sem með því að gefa honum tækifæri til að hitta samstarfsmenn reglulega og aðgang að upplýsingum sem fyrirtækið dreifir.

 • Fjarvinnustarfsmenn skulu hafa sömu möguleika á þjálfun og starfsframa eins og sambærilegir starfsmenn á starfsstöð fyrirtækisins. Þeir fá viðeigandi þjálfun miðað við þau tæki sem þeir nota og sérkenni þessarar tegundar vinnu. Yfirmenn fjarvinnufólks geta einnig þurft á að halda þjálfun varðandi stjórnun slíkrar vinnu. 

 • Fjarvinnumenn hafa sömu félagsréttindi að því er varðar stéttarfélagsaðild og réttindi tengd henni og starfsmenn á starfsstöð fyrirtækisins. Engar hindranir skulu vera við samskipti við trúnaðarmenn. Trúnaðarmenn skulu fá upplýsingar og samráð haft við þá um upptöku fjarvinnu.