Mat á námi erlendis frá

Viðurkenning á námi/sérhæfingu á íslenskum vinnumarkaði

Viðurkenning á lögbundinni starfsgrein og útgáfa starfsleyfis er gríðarlega mikilvæg fyrir erlent starfsfólk sem kemur til Íslands og vill starfa við sitt fag og fá nám og starfsreynslu metna.

Mat á námi

Einstaklingar sem stundað hafa nám í erlendum háskólum eiga þess kost að fá nám sitt metið á Íslandi. Beiðni um mat á akademísku erlendu námi er í umsjón ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu Háskóla Íslands (e. akademísk viðurkenning).
Sjá nánari upplýsingar hér.

Mat á starfsréttindum

Ef ætlunin er að afla viðurkenningar til starfsréttinda á sviði lögverndaðrar starfsgreinar er hægt að snúa sér til lögbærs stjórnvalds með umsókn um viðurkenningu.
Frekari upplýsingar er að finna á vef Europass á Íslandi hér.

Það er mikilvægt að upplýsingar um mat á námi og/eða starfsréttindum sé aðgengilegt og að erlent starfsfólk geti orðið sér út um tilhlýðileg starfsleyfi, óski það eftir því.

Reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi er hægt að nálgast hér.

Lög um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi er hægt að nálgast hér.

Sjá evrópska sjálfsmatsrammann hér.