Þróun í starfi

Þróun á vinnumarkaði er mikil. Þegar þú tekur þátt í þróuninni, fylgist með framvindunni og eykur hæfni þína þá getur þú mætt atvinnumarkaði framtíðarinnar af öryggi.

Eitt af fyrstu og mikilvægustu skrefunum, þegar þú vilt vaxa í starfi, er starfsmannaviðtal með yfirmanninum sem þú hefur undirbúið þig vel fyrir. Hugsaðu vel um hvað það er sem hvetur þig áfram, hvað þú vilt og hvar þér finnast styrkleikar þínir liggja, þannig að hæfni þín fái notið sín sem best. Bæði þín vegna og vinnustaðarins. Það hljómar kannski hægara sagt en gert en nýttu þér leiðbeiningarnar hér á síðunni. Bæði við að koma starfinu þínu, óskum og hæfni í orð og við að undirbúa þig fyrir sjálft viðtalið.