Atburðadagatalið

1. maí 2018
01
maí
Tilkynningar 01.05.2018 kl. 11:00

1. maí 2018

VR hvetur alla félagsmenn til þess að fjölmenna í kröfugöngur og á útifundi sem verða haldnir í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí næstkomandi.

Fjölskylduhlaup VR á Klambratúni

Í Reykjavík verður hitað upp fyrir kröfugöngu með léttu skemmtiskokki og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin hefst kl. 11:00 og munu bæði Páll Óskar og Friðrik Dór halda uppi fjörinu á Klambratúni.

Jónsi í Svörtum fötum og Eva Ruza hita mannskapinn upp fyrir Fjölskylduhlaupið en hlaupið er 1,5 km leið í kringum Klambratún. Þátttaka er ókeypis og fá allir þátttakendur í fjölskylduhlaupinu verðlaunapening.

Verkalýðskaffi og kröfuganga í Reykjavík

Í Reykjavík verður safnast saman fyrir kröfugönguna á Hlemmi kl. 13:00 og leggur gangan af stað kl. 13:30. VR verður með sitt árlega verkalýðskaffi fyrir félagsmenn sína í anddyri Laugardalshallar kl. 15:00 að loknum útifundi á Ingólfstorgi.

Kröfuganga á Selfossi

Kröfuganga fer frá Austurvegi 56 kl. 11:00 við undirleik Lúðrasveitar Selfoss en gengið verður að hótel Selfossi þar sem skemmtun fer fram. Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum.

Hátíðardagskrá á Akranesi

Kröfuganga fer frá Kirkjubraut 40 kl. 14:00 og leikur Skólahljómsveit Akraness undir. Að göngu lokinni hefst hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3. hæð Kirkjubrautar 40.

Baráttufundur í Vestmannaeyjum

Baráttufundur og kaffisamsæti verður haldið í Alþýðuhúsinu sem hefst kl. 14:30. Guðmundur Þ.B Ólafsson flytur 1. maí ávarp og nemendur í Tónlistarskóla Vestmannaeyja sjá um tónlistina.

Nánar
Launahækkun 2018
01
maí
Tilkynningar 01.05.2018 kl.

Launahækkun 2018

Samkvæmt kjarasamningum VR hækka laun og kauptaxtar um 3% frá og með 1. maí 2018.

Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum þann 1. júní 2018.

Sjá nánari upplýsingar hér.

Nánar
Niðurstöður launakönnunar birtar
07
maí
Tilkynningar 07.05.2018 kl.

Niðurstöður launakönnunar birtar

Niðurstöður launakönnunar 2018 verða birtar á vef VR.

VR hefur staðið fyrir launakönnun meðal félagsmanna sinna í tvo áratugi. Markmið hennar er að gefa félagsmönnum upplýsingar um laun í mismunandi starfsgreinum svo þeir geti metið sína eigin stöðu og borið saman við aðra. Launakönnunin veitir einnig innsýn í launaþróun yfir lengra tímabil sem og launamun kynjanna.

Smelltu hér til að sjá niðurstöður úr Launakönnun VR 2017

Nánar
Ársfundur deildar VR á Austurlandi
08
maí
Fundir 08.05.2018 kl. 18:30

Ársfundur deildar VR á Austurlandi

Ársfundur deildar VR á Austurlandi verður haldinn á Hótel Austur, Reyðarfirði þriðjudaginn 8. maí 2018 kl. 18:30.

Dagskrá ársfundar:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  2. Kjör stjórnar
  3. Kjarasamningar
  4. Önnur mál

Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist á skrifstofu félagsins Kaupvangi 3b, Egilsstöðum eða á kristinm@vr.is fyrir kl. 16.30 föstudaginn 4. maí 2018.

Fundurinn hefst með léttum kvöldverði og fyrirlestri Sigrúnar Birnu Björnsdóttir, Markþjálfun- til hvers og fyrir hverja?

Nánar
Árlegt kaffiboð fyrir eldri félagsmenn
10
maí
10.05.2018 kl. 15:00

Árlegt kaffiboð fyrir eldri félagsmenn

VR býður eldri félagsmönnum sínum til kaffisamsætis á Uppstigningardegi í ár eins og verið hefur undanfarin ár. Þessi viðburður hefur verið afar vel sóttur af eldri félagsmönnum og verið hin mesta skemmtun. Eldri félagsmenn fá sent boðskort á þennan viðburð.

Nánar
Fyrirtæki ársins 2018
17
maí
Tilkynningar 17.05.2018 kl.

Fyrirtæki ársins 2018

Niðurstöður í könnun VR á Fyrirtæki ársins 2018 verða birtar á vefnum síðdegis fimmtudaginn 17. maí.

Fyrirtæki ársins eru tilnefnd í þremur stærðarflokkum; í hópi stórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 50 eða fleiri, í hópi meðalstórra fyrirtækja þar sem starfsmenn eru 20 til 49 talsins og í hópi lítilla fyrirtækja þar sem starfsmenn eru færri en 20.

Könnun VR á Fyrirtæki ársins er hluti af stærstu vinnumarkaðskönnun sem gerð er á Íslandi ár hvert. Í könnuninni eru fyrirtæki ársins valin, vinnuaðstæður starfsmanna kannaðar, viðhorf þeirra og líðan.

Nánar
Minnum á orlofsuppbót
01
jún
Tilkynningar 01.06.2018 kl.

Minnum á orlofsuppbót

Orlofsuppbót skv. kjarasamningum VR er kr. 48.000 fyrir árið 2018 m.v. fullt starf.

Orlofsuppbót er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamnings. Skattar og skyldur, félagsgjöld og lífeyrissjóður greiðast af orlofsuppbót. Orlof greiðist ekki ofan á orlofsuppbótina.

Smelltu hér til að reikna út þína orlofsuppbót

Nánar
Frídagur verslunarmanna 2018
06
ágú
Tilkynningar 06.08.2018 kl.

Frídagur verslunarmanna 2018

Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur fyrst fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Frídagur verslunarmanna varð almennur frídagur uppúr miðri síðustu öld. Í ár fellur hann á mánudaginn 7. ágúst.

Dagurinn er stórhátíðardagur

Frídagur verslunarmanna er stórhátíðardagur og ber að greiða fyrir vinnu þann dag samkvæmt því. Vinnuskylda er ekki á frídögum og stórhátíðardögum. Sjá nánar um stórhátíðarálag.

Nánar

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR