Atburðadagatalið

Frídagur verslunarmanna 2020
03
ágú
Tilkynningar 03.08.2020

Frídagur verslunarmanna 2020

Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur fyrst fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Frídagur verslunarmanna varð almennur frídagur uppúr miðri síðustu öld. Í ár fellur hann á mánudaginn 3. ágúst.

Dagurinn er stórhátíðardagur

Frídagur verslunarmanna er stórhátíðardagur og ber að greiða fyrir vinnu þann dag samkvæmt því. Vinnuskylda er ekki á frídögum og stórhátíðardögum. Sjá nánar um stórhátíðarálag.

Nánar
Rafrænn hádegisfyrirlestur - Símenntun sem verkfæri í persónulegum og faglegum vexti
31
ágú
Hádegisfyrirlestur

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Símenntun sem verkfær...

Athugið: Þessi rafræni fyrirlestur er opinn í allt sumar inni á Mínum síðum undir "Meira" og "Rafrænir viðburðir".

Leiðbeinandi er Rakel Heiðmarsdóttir hjá Birki ráðgjöf. Hún er með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði og hefur mikla reynslu af ráðgjöf, markþjálfun og mannauðsstjórnun.

Það getur stundum verið gott að staldra við í dagsins önn og hugleiða hvar við erum stödd og hvert viljum við stefna. Þessi fyrirlestur er hugvekja um mikilvægi þess að efla stöðu okkar á atvinnumarkaðnum með markmiðasetningu og símenntun. Hvort sem við erum í starfi eða að leita að starfi geta markmið og frekari menntun eða fræðsla gefið okkur vind í seglin til meiri árangurs í starfi og atvinnuleit. Á tímum sem þessum geta falist tækifæri til vaxtar ef við sýnum seiglu og úthald til að ná settum markmiðum eða sækja okkur frekari menntun til að auka möguleika.

Fyrirlesturinn verður aðgengilegur til 31. ágúst 2020 á Mínum síðum.

Skrá mig
Næstu skref eftir atvinnumissi - Rafrænt örnámskeið á Mínum síðum
31
ágú
Námskeið 31.08.2020

Næstu skref eftir atvinnumissi - Rafrænt örnámskei...

Athugið: Þessi rafræni fyrirlestur er opinn í allt sumar inni á Mínum síðum undir "Meira" og "Rafrænir viðburðir".

Félagsmönnum VR býðst að horfa á rafrænt örnámskeið en námskeiðið er hugsað fyrir þá sem sagt hefur verið upp störfum af hálfu atvinnurekanda og er um 90 mínútur.

Námskeiðið verður aðgengilegt til 30. september á Mínum síðum á vr.is.

Í upphafi fyrirlesturs fer sérfræðingur af kjaramálasviði yfir réttarstöðu einstaklings gagnvart starfslokum af þessu tagi og mikilvæg atriði varðandi umsókn um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar eftir að uppsagnartímabili lýkur.

Því næst fjallar Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, um hvernig við getum unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar á reynir. Lögð er áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður.

Jóhann Ingi Gunnarsson hefur áratugareynslu af klínískri vinnu með einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem landsliðsþjálfari auk þess að vera andlegur styrktarþjálfari margra af okkar fremstu íþróttamönnum.

Nánar
Hádegisverður með nýjum trúnaðarmönnum
02
sep
Trúnaðarmannanámskeið 02.09.2020 kl. 12:00-13:00

Hádegisverður með nýjum trúnaðarmönnum

Leiðbeinandi: Ragnar Þór Ingólfsson og starfsmenn VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur á móti nýjum trúnaðarmönnum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi starfsemi og sögu VR auk þess sem starfsmaður VR, mun ræða um hlutverk trúnaðarmanna. Þá mun Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs, koma inn á fundinn og svara spurningum tengdum kjaramálum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur hádegisverður í boði.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

 

Nánar
Rafrænn hádegisfyrirlestur - Í blíðu og stríðu með okkur sjálfum
03
sep
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Í blíðu og stríðu með...

Leiðbeinandi: Rakel Heiðmarsdóttir, Ph.D., ráðgjafi hjá Birki ráðgjöf ehf.

Hugvekja um mikilvægi þess að standa með okkur sjálfum sama hvað á dynur. Hvaða skilaboð sendum við til okkar sjálfra ef illa gengur? Hvaða viðhorfsgleraugu er okkur tamast að nota og hvernig getum við ræktað ný og jákvæðari gildi þegar við þurfum virkilega á að halda? Farið verður yfir leiðir til að finna hvað drífur okkur áfram og eru í takt við okkar persónulegu gildi.

Hádegisfyrirlesturinn verður haldinn í streymi. 

Skrá mig
Trúnaðarmaðurinn – hlutverk og erfiðu málin
16
sep
Trúnaðarmannanámskeið 16.09.2020 kl. 9:00-12:00

Trúnaðarmaðurinn – hlutverk og erfiðu málin

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, M.A í vinnusálfræði og þjálfari hjá Þekkingarmiðlun

Það er algengt að leitað sé til trúnaðarmanna með hin ýmsu mál sem upp koma á vinnustöðum. Á námskeiðinu verður farið yfir yfir hlutverk trúnaðarmannsins, hvernig er hægt að vera faglegur en jafnframt þekkja sín mörk, bæði gagnvart vinnuveitanda og starfsmönnum. Trúnaðarmönnum verður gefinn kostur á því að taka þátt í umræðum. Þátttakendur geta komið með mál sem þeir eru að glíma við en ekki er þörf á að vera með sérstök mál til að taka þátt. Dæmi um atriði sem eru rædd eru eineltismál, samskiptaerfiðleikar, vantraust starfsmanna á yfirmann, kynferðisleg áreitni, erfiðar og umdeildar uppsagnir og ágreiningur samstarfsmanna.

Eyþór Eðvarðsson er með M.A. í vinnusálfræði og starfar sem þjálfari og stjórnendaráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

Nánar
Markmiðasetning
23
sep
Námskeið 23.09.2020 kl. 8:30-10:00

Markmiðasetning

Leiðbeinandi: Anna Steinsen, eigandi og þjálfari hjá KVAN

Rannsóknir sýna að markmið virka vel til þess að auka hvatningu og frammistöðu. Þeir sem setja sér vel ígrunduð markmið og skrifa þau niður verða einbeittari og sýna meiri þrautseigju þegar á móti blæs. Það að ná markmiðum eykur svo einnig sjálfstraust okkar og trú á eigin getu. Margir vita hinsvegar ekki hvernig þeir eiga að setja sér raunhæf og heilbrigð markmið. Á þessu örnámskeiði fer Anna yfir allt það sem skiptir máli varðandi markmiðasetningu og þátttakendur fá tækifæri til þess að setja sér sín eigin markmið.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði. Einnig verður hægt að taka þátt rafrænt í gegnum samskiptaforrit.

Nánar
Rafrænn hádegisfyrirlestur - Þarft þú að auka þekkingu þína á lífeyrismálum?
24
sep
Námskeið 24.09.2020 kl. 12:00-13:00

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Þarft þú að auka þekk...

Leiðbeinendur: Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða og Gerður Björk Guðjónsdóttir, skrifstofu- og markaðsstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

Lífeyrismálin virka oft flókin og of oft bíðum við fram á síðustu stundu með að kynna okkur réttindi okkar hjá lífeyrissjóðunum. Lífeyrisvit er nýtt fræðsluverkefni á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem farið er yfir lífeyrismálin í heild sinni, hlutverk lífeyrissjóða annarsvegar og hlutverk almannatrygginga hins vegar, starfsemi lífeyrissjóða og lífeyrisréttindi almennt. Lífeyrisvit er hugsað fyrir starfsfólk fyrirtækja og félagsmenn stéttarfélaga. Þórey, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, fer yfir ýmis atriði er varða lífeyriskerfið í heild sinni og útskýrir hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að lífeyrisréttindum.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er lífeyrissjóður félagsmanna VR og fer Gerður yfir sérstök réttindamál sem eiga við fyrir þá sem greiða í þann sjóð.

Fyrirlesturinn verður opinn á Mínum síðum VR til 30. nóvember 2020.

Nánar

Leit

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR