Atburðadagatalið

Hádegisverður með nýjum trúnaðarmönnum
23
jan
Trúnaðarmannanámskeið 23.01.2020 kl. 12.00-13.00

Hádegisverður með nýjum trúnaðarmönnum

Leiðbeinendur: Ragnar Þór Ingólfsson og starfsmenn VR

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur á móti nýjum trúnaðarmönnum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi starfsemi og sögu VR auk þess sem starfsmaður VR, mun ræða um hlutverk trúnaðarmanna. Þá mun Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs, koma inn á fundinn og svara spurningum tengdum kjaramálum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp´á léttan hádegisverð.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

Nánar
Varst þú að missa vinnuna?
28
jan
Fundir 28.01.2020 kl. 16.00-17.30

Varst þú að missa vinnuna?

Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR og Jóhann Ingi Gunnarsson.

Fyrirlesturinn er hugsaður fyrir þá félagsmenn sem sagt hefur verið upp störfum af hálfu atvinnurekanda og er um 90 mínútur. Í upphafi fer sérfræðingur af kjaramálasviði yfir réttarstöðu einstaklings gagnvart starfslokum af þessu tagi, umsóknarferlið gagnvart atvinnuleysissjóð og nokkur praktísk atriði við atvinnuleit.
Því næst mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um hvernig við getum unnið með og breytt viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar á reynir.

Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna í bland.
Jóhann Ingi Gunnarsson hefur áratugareynslu af klínískri vinnu með einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem landsliðsþjálfari ásamt því að vera andlegur styrktarþjálfari margra af okkar fremstu íþróttamönnum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.

Nánar
Sjóðir og þjónusta
29
jan
Trúnaðarmannanámskeið 29.01.2020 kl. 9.00-12.00

Sjóðir og þjónusta

Leiðbeinendur: Selma Kristjánsdóttir og Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sérfræðingar á þróunarsviði VR.

Þjónusta VR er víðtæk og varðar alla félagsmenn. Á þessu námskeiði verður farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð og Starfsmenntasjóð. Auk þess er farið yfir helstu þætti starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK. Fulltrúar frá hverjum þjónustulið heimsækja námskeiðið, veita upplýsingar og svara spurningum.

Námskeiðið er kennt með fræðslu, umræðum og hópavinnu í bland. Þátttakendur eru þjálfaðir í að nýta þau verkfæri og þær leiðir sem eru fyrir hendi til þess að sækja upplýsingar um þjónustu VR. Lögð er áhersla á þátttöku á námskeiðinu.

VR skorar á alla trúnaðarmenn að sækja námskeiðið þar sem þekking á þessum þáttum er mikilvæg.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

Nánar
Að 8 sig- Ný tækifæri
05
feb
Námskeið 05.02.2020 kl. 9.00-12.00

Að 8 sig- Ný tækifæri

Athugið að námskeiðið er kennt tvo daga, 5. febrúar og 12. febrúar, frá kl. 9.00-12.00 báða dagana.

Leiðbeinandi: K. Katrín Þorgrímsdóttir.

Að8sig – ný tækifæri er tveggja daga námskeið fyrir félagsmenn VR. Námskeiðið er ætlað félagsmönnum sem eru komnir yfir fimmtugt og standa frammi fyrir breytingum eða langar til þess að takast á við nýja hluti, sinna hugðarefnum sínum og jafnvel láta drauma sína rætast!

Kenndar verða aðferðir við að nýta þá möguleika sem eru til staðar, hugleiða eigin stöðu, gildi og áhugamál og greina styrkleika sína og langanir. Að setja sér ný markmið og uppgötva sjálfan sig að nýju. 

Katrín er náms- og starfsráðgjafi og hefur áralanga reynslu af vinnu við námskeiðshald, kennslu, fræðslu og ráðgjöf fyrir fyrir fólk á öllum aldri.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Nánar
Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn
19
feb
Trúnaðarmannanámskeið 19.02.2020 kl. 8.30-12.00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR.

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi.

Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum.

Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

Nánar
Upptekni umhverfissinninn
20
feb
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Upptekni umhverfissinninn

Leiðbeinandi: Dr. Snjólaug Ólafsdóttir.

Hvernig er hægt að sinna umhverfismálum í nútímalífi? Hver hefur tíma fyrir slíkt? Umræða í samfélaginu um loftslagsmál og neyslu almennings er ofarlega í hugum margra. Í fyrirlestrinum fer Snjólaug yfir hvernig sú umræða getur haft áhrif á líðan okkar, hún bendir á leiðir til að njóta lífsins með minni loftslagskvíða, án neysluskammar og hvernig hægt er að vera með „jeppadellu“ en samt vera umhverfissinnaður!

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, umhverfisverkfræðingur og markþjálfi, starfar sem sjálfbærniráðgjafi og er stofnandi Andrými ráðgjafar. Hún starfar með fyrirtækjum, félagasamtökum, einstaklingum og opinberum aðilum að því verðuga verkefni að auka sjálfbærni í samfélaginu og takmarka áhrif loftslagsbreytinga.

Hádegisfyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Skrá mig
Skattframtalsaðstoð einstaklinga
11
mar
Fundir 11.03.2020 kl. 8.30-16.00

Skattframtalsaðstoð einstaklinga

VR býður félagsmönnum sínum upp á aðstoð við að gera skattframtalið. Guðrún Björg Bragadóttir, sérfræðingur hjá KPMG, mun sjá um aðstoðina en hver tími er 15 mínútur.

Smelltu hér til að sjá lausa tíma.

Nánar
Lífsreglurnar 6
19
mar
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Lífsreglurnar 6

Leiðbeinandi: Bergsveinn Ólafsson.

Lífið er fullt af erfiðleikum og áskorunum en á sama tíma er lífið ævintýri með fullt af tækifærum. Í fyrirlestrinum fer Beggi yfir 6 lífsreglur sem styðja einstaklinga í sinni vegferð í átt að betra, árangursríkara, merkingarfyllra og hamingjusamara lífi.

Einstaklingar geta hagnýtt reglurnar til að takast á við erfið verkefni, eflast persónulega, vaxa í vinnunni eða hafa góð áhrif á samböndin í lífi sínu. Þú ert nefnilega ekki allt sem þú getur orðið. Þú getur alltaf bætt þig og haldið áfram að læra því lífi hættir aldrei að kenna.

Bergsveinn, eða Beggi eins og hann er oftast kallaður, er með BSc í sálfræði og stundar mastersnám í jákvæðri- og þjálfunarsálfræði. Hann vinnur sjálfstætt samhliða námi með einstaklingum og hópum við þjálfunarsálfræði en hann hefur mikla reynslu úr íþróttum.

Hádegisfyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Skrá mig

Leit

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR