Atburðadagatalið

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum
21
maí
Fundir 21.05.2019 kl. 12:00

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum verður haldinn þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 12.00 í Eldey, Goðahrauni 1.

Dagskrá:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  3. Kosning stjórnar
  4. Kosning fulltrúa í fulltrúaráð stéttarfélaga
  5. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram
  6. Önnur mál

Gestir fundarins verða Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.

Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist til Katrínar Sólveigar Sigmarsdóttur á netfangið katrinsolveig@vr.is fyrir kl. 12.00 sunnudaginn 19. maí 2019.

Boðið verður upp á mat í byrjun fundar svo gott væri að fundarmenn skrái sig með því að senda póst á katrinsolveig@vr.is eða hringi í síma 510 1700 fyrir kl. 15.00 föstudaginn 17. maí nk.

Nánar
Ársfundur deildar VR á Suðurlandi
22
maí
Námskeið 22.05.2019 kl. 19:00

Ársfundur deildar VR á Suðurlandi

Ársfundur deildar VR á Suðurlandi verður haldinn miðvikudaginn 22. maí nk. kl. 19.00 á Austurvegi 56, Selfossi (3. hæð).

Dagskrá

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  • Kosning stjórnar
  • Önnur mál

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Gestir fundarins: Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.

Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist til VR á netfangið vr@vr.is fyrir kl. 19.00 miðvikudaginn 15. maí 2019.

Nánar
Sigraðu sjálfa(n) þig með heildarhugsun að vopni!
23
maí
12:00-13:00
Hádegisfyrirlestur

Sigraðu sjálfa(n) þig með heildarhugsun að vopni!

Ertu smámunasamur sjálfviti eða meðvirkur loftbelgur?

Skemmtilegt erindi um hvernig hugsun okkar hefur stefnumótandi áhrif á allt okkar líf. Í þessum fyrirlestri svarar markþjálfinn og rithöfundurinn Ingvar Jónsson áleitnum spurningum eins og:

1. Hvernig við getum mótað nýjar venjur og svelt þær sem standa í vegi fyrir því að við náum árangri?
2. Af hverju einkennir ríkjandi blá hugsun formenn húsfélaga?

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 20 ár. Hann hefur skrifað bækur um leiðtoga- og persónufærni síðustu ár - nú síðast bókina Sigraðu sjálfan þig - þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
STREYMI - Sigraðu sjálfa(n) þig með heildarhugsun að vopni!
23
maí
12:00-13:00
Hádegisfyrirlestur

STREYMI - Sigraðu sjálfa(n) þig með heildarhugsun ...

STREYMI

Ertu smámunasamur sjálfviti eða meðvirkur loftbelgur?

Skemmtilegt erindi um hvernig hugsun okkar hefur stefnumótandi áhrif á allt okkar líf. Í þessum fyrirlestri svarar markþjálfinn og rithöfundurinn Ingvar Jónsson áleitnum spurningum eins og:

1. Hvernig við getum mótað nýjar venjur og svelt þær sem standa í vegi fyrir því að við náum árangri?
2. Af hverju einkennir ríkjandi blá hugsun formenn húsfélaga?

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 20 ár. Hann hefur skrifað bækur um leiðtoga- og persónufærni síðustu ár - nú síðast bókina Sigraðu sjálfan þig - þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira.

Skrá mig
Árlegt kaffiboð fyrir eldri félagsmenn
30
maí
30.05.2019 kl. 15.00

Árlegt kaffiboð fyrir eldri félagsmenn

VR býður eldri félagsmönnum sínum til kaffisamsætis á Uppstigningardegi í ár eins og verið hefur undanfarin ár. Þessi viðburður hefur verið afar vel sóttur af eldri félagsmönnum og verið hin mesta skemmtun. Eldri félagsmenn fá sent boðskort á þennan viðburð.

Nánar

Leita

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR