Atburðadagatalið

Markmiðasetning
23
sep
Námskeið 23.09.2020 kl. 8:30-10:00

Markmiðasetning

Leiðbeinandi: Anna Steinsen, eigandi og þjálfari hjá KVAN

Rannsóknir sýna að markmið virka vel til þess að auka hvatningu og frammistöðu. Þeir sem setja sér vel ígrunduð markmið og skrifa þau niður verða einbeittari og sýna meiri þrautseigju þegar á móti blæs. Það að ná markmiðum eykur svo einnig sjálfstraust okkar og trú á eigin getu. Margir vita hinsvegar ekki hvernig þeir eiga að setja sér raunhæf og heilbrigð markmið. Á þessu örnámskeiði fer Anna yfir allt það sem skiptir máli varðandi markmiðasetningu og þátttakendur fá tækifæri til þess að setja sér sín eigin markmið.

Námskeiðið verður einungis í boði rafrænt í gegnum samskiptaforrit. Nánari upplýsingar um framkvæmd námskeiðsins verða sendar á þátttakendur síðar.

Nánar
Rafrænn hádegisfyrirlestur - Þarft þú að auka þekkingu þína á lífeyrismálum?
24
sep
Námskeið 24.09.2020 kl. 12:00-13:00

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Þarft þú að auka þekk...

Leiðbeinendur: Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða og Margrét Kristinsdóttir, forstöðumaður lífeyrisdeildar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Lífeyrismálin virka oft flókin og of oft bíðum við fram á síðustu stundu með að kynna okkur réttindi okkar hjá lífeyrissjóðunum. Lífeyrisvit er nýtt fræðsluverkefni á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða þar sem farið er yfir lífeyrismálin í heild sinni, hlutverk lífeyrissjóða annarsvegar og hlutverk almannatrygginga hins vegar, starfsemi lífeyrissjóða og lífeyrisréttindi almennt. Lífeyrisvit er hugsað fyrir starfsfólk fyrirtækja og félagsmenn stéttarfélaga. Þórey, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, fer yfir ýmis atriði er varða lífeyriskerfið í heild sinni og útskýrir hvað það er sem skiptir máli þegar kemur að lífeyrisréttindum.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna er lífeyrissjóður félagsmanna VR og fer Gerður yfir sérstök réttindamál sem eiga við fyrir þá sem greiða í þann sjóð.

Fyrirlesturinn verður opinn á Mínum síðum VR til 30. nóvember 2020.

Nánar
Setting Goals
29
sep
Námskeið 29.09.2020 kl. 8:30-10:00

Setting Goals

Instructor: Anna Steinsen, owner and trainer at KVAN

Studies show that setting goals boosts enthusiasm and performance. Those who set well thought goals and write them down become more focused and show more resilience. Reaching goals can also boosts self-confidence and belief in your own abilities. However many don‘t know how to set realistic and healthy goals. On this short seminar Anna will go over important things about setting goals and participants get the opportunity to set their own goals.

The seminar will only be held electronically through a communication program. Further information regarding the set up will be sent to participants.

Nánar
Hópmarkþjálfun fyrir atvinnuleitendur
06
okt
Námskeið 06.10.2020 kl. 13:00-14:30

Hópmarkþjálfun fyrir atvinnuleitendur

Leiðbeinandi: Örn Haraldsson, markþjálfi og frumkvöðull

Athugið að námskeiðið er kennt dagana 6., 13., 20. og 27. október.

Langar þig að ná fram því besta í þér á krefjandi tímum? Skerpa áherslur, móta framtíðarsýn og virkja styrkleikana þína til að takast á við atvinnumissi og atvinnuleit? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Hópmarkþjálfun er námskeið þar sem hópur einstaklinga kemur saman til að vinna með tiltekið viðfangsefni. Á námskeiðinu verður notast við aðferðir markþjálfunar þar sem hver þátttakandi vinnur og tekur þátt á sínum forsendum. Markþjálfi kennir námskeiðið og heldur utan um ferlið. Á námskeiðinu læra þátttakendur með og af hverjum öðrum. Í hópmarkþjálfun getur oft skapast góð liðsheild og traust sem eykur persónulegan vöxt. Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við félagsmenn VR, sem hafa misst vinnuna sökum sviptinga á vinnumarkaði, til að takast á við breytingar, finna hvað einstaklingar vilja varðandi atvinnu og finna leiðir til að ná þeim markmiðum.
Örn er PCC vottaður markþjálfi, starfar sjálfstætt og hefur mikla reynslu af teymis- og leiðtogaþjálfun hjá fyrirtækjum, t.d. Marel, GRID og CIRCULAR solutions. Hann kennir markþjálfun hjá Profectus, hefur viðamikla reynslu úr hugbúnaðargeiranum og unnið sem frumkvöðull en hann var til að mynda einn af stofnendum fyrirtækisins Arctic running.

Námskeiðið með Erni verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Það er alls 6,5 klukkustundir og verður dagana 6., 13., 20. og 27. október frá kl. 13:00-14:30 (fyrsti tíminn er tvær klst, frá 13:00-15:00).

Til að gæta sóttvarna og tryggja eins metra fjarlægð ótengdra einstaklinga er mjög takmarkað pláss á námskeiðið. Við hvetjum félagsmenn til að huga einnig vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum þegar mætt er á námskeiðið, t.d. með því að spritta hendur áður en kaffivél/vatnsvél er notuð og mæta með eigin fjölnota bolla eða drykkjarílát.

Boðið verður upp á létt eftirmiðdagssnarl.

Vinsamlegast athugið að námskeiðið er einungis í boði fyrir fullgilda félagsmenn VR sem eru í atvinnuleit. Námskeiðið er félagsmönnum VR að kostnaðarlausu.

 

Nánar
Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn
07
okt
Trúnaðarmannanámskeið 07.10.2020 kl. 8:30-12:00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Leiðbeinendur: Kjaramálasvið VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum.
Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.


Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR.

 Nánar
Rafrænn hádegisfyrirlestur - Hvernig þekkja tæknirisar okkur oft betur en við sjálf?
08
okt
12:00-13:00
Hádegisfyrirlestur

Rafrænn hádegisfyrirlestur - Hvernig þekkja tæknir...

Leiðbeinandi: Þór Matthíasson, þróunarstjóri hjá Svartagaldri og sérfræðingur í stafrænni auglýsingamiðlun

Hvernig veit Facebook auglýsing að mig langar að fara til Balí ef ég hef aldrei sagt nokkrum manni frá ferðadraumunum? Svo eftir að hafa keypt ferðina mína til Balí hvernig stendur á því að ég fæ auglýsingu á YouTube fyrir sólarvörn? Eru þessir miðlar að njósna um mig eða liggur meira að baki? Í fyrirlestrinum fer Þór yfir það hvernig stendur á því að samfélagsmiðlarnir Facebook, Twitter og Linkedin, ásamt Google, Amazon og öðrum tæknirisum þekkja okkur oft betur en við sjálf. Áhugaverður fyrirlestur sem svarar spurningunni „Hvernig getur Facebook vitað allt þetta og hvar endar þetta?

Fyrirlesturinn verður haldinn í streymi. 

Skrá mig
Hópmarkþjálfun fyrir atvinnuleitendur
12
okt
Námskeið 12.10.2020 kl. 09:00-11:00

Hópmarkþjálfun fyrir atvinnuleitendur

Leiðbeinandi: Kristín Þórsdóttir, markþjálfi og eigandi Eldmóðs fræðsluseturs

Athugið að námskeiðið verður haldið dagana 12., 19. og 26. október frá kl. 09:00-11:00.

Langar þig að ná fram því besta í þér á krefjandi tímum? Skerpa áherslur, móta framtíðarsýn og virkja styrkleikana þína til að takast á við atvinnumissi og atvinnuleit? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig.

Hópmarkþjálfun er námskeið þar sem hópur einstaklinga kemur saman til að vinna með tiltekið viðfangsefni. Á námskeiðinu verður notast við aðferðir markþjálfunar þar sem hver þátttakandi vinnur og tekur þátt á sínum forsendum. Markþjálfi kennir námskeiðið og heldur utan um ferlið. Á námskeiðinu læra þátttakendur með og af hverjum öðrum. Í hópmarkþjálfun getur oft skapast góð liðsheild og traust sem eykur persónulegan vöxt. Tilgangur þessa námskeiðs er að styðja við félagsmenn VR, sem hafa misst vinnuna sökum sviptinga á vinnumarkaði, til að takast á við breytingar, finna hvað einstaklingar vilja varðandi atvinnu og finna leiðir til að ná þeim markmiðum.
Kristín Þórsdóttir starfar sem vottaður ACC markþjálfi ásamt því að vera markþjálfi hjá Krafti, stuðningsfélagi ungs fólks með krabbamein. Kristín hefur mikla reynslu af því að halda fyrirlestra og að vinna með fólki á fjölbreyttan og opinn hátt en það er ástríða hennar að sjá fólk vaxa og eflast.

Námskeiðið með Kristínu verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Það er alls 6 klukkustundir og verður haldið dagana 12., 19. og 26. október frá kl. 09:00-11:00.

Til að gæta sóttvarna og tryggja eins metra fjarlægð ótengdra einstaklinga er mjög takmarkað pláss á námskeiðið. Við hvetjum félagsmenn til að huga einnig vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum þegar mætt er á námskeiðið, t.d. með því að spritta hendur áður en kaffivél/vatnsvél er notuð og mæta með eigin fjölnota bolla eða drykkjarílát.

Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Vinsamlegast athugið að námskeiðið er einungis í boði fyrir fullgilda félagsmenn VR sem eru í atvinnuleit. Námskeiðið er félagsmönnum VR að kostnaðarlausu.

 

Nánar
Grunnatriði góðrar heilsu
13
okt
Námskeið 13.10.2020 kl. 8:30-10:00

Grunnatriði góðrar heilsu

Leiðbeinandi: Sölvi Tryggvason, rithöfundur og fyrirlesari

Á þessu örnámskeiði verður farið yfir mikilvæg atriði er snúa að tengingu milli andlegrar og líkamlegrar heilsu. Sölvi fer yfir ýmis atriði varðandi heilsu og setur þau í samhengi á einfaldan og praktískan hátt en eftir að hafa sjálfur misst heilsuna neyddist hann til að gerast sérfræðingur í heilsu. Hann hefur á undanförnum árum lært af framúrskarandi fólki um allan heim og gert mikið af tilraunum á sjálfum sér. Þar má nefna kælingu, föstur, næringu, hreyfingu, bætiefni og margt fleira. Á þessu örnámskeiði verður lögð sérstök áhersla á nytsamlegar aðferðir til að takast á við þá krefjandi tíma sem nú eru uppi. Þar má nefna leiðir til að láta heilann vinna með líkamanum, draga úr kvíða og streitu og ýmsar leiðir til að halda ónæmiskerfinu öflugu.

Námskeiðið verður einungis í boði rafrænt í gegnum samskiptaforrit. Nánari upplýsingar um framkvæmd námskeiðsins verða sendar á þátttakendur síðar.

 

Nánar

Leit

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar og námskeið

VR býður fullgildum félagsmönnum upp á fróðlega hádegisfyrirlestra og áhugaverð námskeið.

Allir hádegisfyrirlestrar eru alfarið rafrænir og sendir út beint á tilteknum tíma. Eftir það verða þeir aðgengilegir á Mínum síðum í ákveðinn tíma.

Námskeiðin eru öll haldin í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar. Í boði eru léttar veitingar. Til að koma til móts við félagsmenn VR á landbyggðinni er einnig hægt að taka þátt í námskeiðunum rafrænt.

Skráning á viðburðina fer fram hér í atburðadagatali VR. Hægt er að sjá skráningu sína á viðburði VR inni á Mínum síðum og þar er einnig hægt að afskrá sig.

Skrá mig á póstlista VR