Atburðadagatalið

Fyrirlestur fyrir trúnaðarmenn VR - Kulnun, hvað er það?
28
sep
Trúnaðarmannanámskeið 28.09.2018 kl. 09:00 - 10:00

Fyrirlestur fyrir trúnaðarmenn VR - Kulnun, hvað e...

Athugið að fyrirlesturinn er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Hugtakið „streita“ er á allra vörum, ástandið á vinnumarkaðnum hefur gert það að verkum að starfsfólk er farið að normalisera streitu og álag, komið í vítahring og áttar sig ekki á fyrr en vandamálið er orðið ansi stórt.

Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki; að vera til staðar fyrir starfsfólk sem er að upplifa ofálag, sjúklega streitu og jafnvel að þróa sig í átt að kulnun.

Birtingarmyndin af þróun sjúklegrar streitu er ólík eftir því hver einstaklingurinn er og hvaðan hann er að koma, þannig að það er erfitt að setja fingur á vandann og greina hann snemma. Trúnaðarmenn þurfa að þekkja einkennin, átta sig á alvarleika málsins og þekkja til úrræða til að grípa í þegar starfsmaður er kominn í þrot.

Fyrirlesturinn felur í sé fræðslu um streitu, áhrif hennar á líf fólks, hvernig hún getur leitt til kulnunar og hvaða úrræði eru til staðar.

Ragnheiður

Fyrirlesari: Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir
Framkvæmdastjóri & Ráðgjafi
Ms. Félags- og Vinnusálfræði
Streituskóli Forvarna ehf

Nánar
Bestu árin – Námskeið fyrir heldri félagsmenn
02
okt
Námskeið 02.10.2018 kl. 09:00-12:00

Bestu árin – Námskeið fyrir heldri félagsmenn

Námskeiðið er kennt dagana 02.,03. og 04. október 2018 kl. 09:00-12:00.

Ertu farin að huga að starfslokum eða nýlega hætt/ur á vinnumarkaði? Þá er námskeiðið „Bestu árin“ eitthvað fyrir þig.

VR býður félagsmönnum á aldrinum 63-72 ára á námskeið sem hefur það að markmiði að auðvelda breytingu á lífsháttum sem verður gjarnan samhliða starfslokum. 

Á námskeiðinu er fjallað um og farið yfir hvernig best er að nýta bestu ár ævinnar og huga að andlegri, líkamlegri og fjárhagslegri heilsu.

Námskeiðið er alls 9 tímar og er kennt í þremur hlutum þrjá morgna.

Þess má geta að námskeiðið verður einnig kennt á Egilsstöðum í upphafi árs 2019. Nánar auglýst síðar.

Nánar
Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn
10
okt
Trúnaðarmannanámskeið 10.10.2018 kl. 09:00-12:00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. 

Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum.

Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara. Léttur morgunverður í boði.

Nánar
Ekki láta streituna ráða för
25
okt
12:00 - 13:00
Sigrún Ása Þórðardóttir
Hádegisfyrirlestur

Ekki láta streituna ráða för

Sigrún Ása, sálfræðingur hjá Heilsuborg, hefur í áraraðir unnið með einstaklingum sem glíma við streitutengda vanheilsu.
Áhrifin geta verið víðtæk og haft mikil neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði sé ekki gripið inn í. Mikilvægt er því að bera kennsl á einkenni og þekkja eigin mörk.

Í þessum fyrirlestri er markmiðið að auka sýn og skilning þátttakenda á áhrifum langvarandi streituálags á heilsuna, auk þess að benda á leiðir til að fyrirbyggja streitu og draga úr einkennum sem eru orðin hamlandi og skerða lífsgæði. 

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
Sjóðir og þjónusta
14
nóv
Trúnaðarmannanámskeið 14.11.2018 kl. 09:00-12:00

Sjóðir og þjónusta

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Þjónusta VR er víðtæk og varðar alla félagsmenn. Á þessu námskeiði verður farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð og Starfsmenntasjóð.

Auk þess er farið yfir helstu þætti starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK.

VR skorar á alla trúnaðarmenn að sækja námskeiðið þar sem þekking á þessum þáttum er mikilvæg. Léttur morgunverður í boði. 

Nánar
Streita veldur stuði
15
nóv
12:00 - 13:00
Jóhanna Ella Jónsdóttir , Sálfræðingur og mannauðsstjóri
Hádegisfyrirlestur

Streita veldur stuði

Fyrirlesturinn fjallar um eðli jákvæðra samskipta á vinnustað og tengsl neikvæðra samskipta og streitu. Jóhanna Ella er sálfræðingur og mannauðsstjóri sem hefur starfað í mörg ár að mannauðsmálum bæði hjá eigin fyrirtæki sem ráðgjafi og sem mannauðsstjóri. Þekkir hún vel til margs konar starfa og vinnuumhverfis, bæði innan einkageirans og opinberra stofnana. Hennar sérsvið snýr að mannlega þættinum í starfi, samskiptum og vinnustreitu svo eitthvað sé nefnt.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
Það má gera mistök
06
des
12:00-13:00
Anna Steinsen
Hádegisfyrirlestur

Það má gera mistök

 

Anna hefur sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum og hefur unnið til fjölda verðlauna á alþjóðlegum vettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari.

Fyrirlesturinn hennar fjallar um það hvernig hugarfar og sjálfstal getur styrkt eða veikt okkur. Tölum við okkur sjálf eins og við myndum tala við aðra, klöppum okkur á bakið og sýnum sjálfum okkur tillitsemi.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
Minnum á desemberuppbót
15
des
Tilkynningar 15.12.2018

Minnum á desemberuppbót

Desemberuppbót skv. samningum VR er kr. 89.000 fyrir árið 2018.

Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.

Smelltu hér til að reikna út þína desemberuppbót

Nánar

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR