Atburðadagatalið

Fræðslufundur um skattskil einstaklinga
08
mar
12:00 - 13:00
Guðrún Björg Bragadóttir , Sérfræðingur frá KPMG
Hádegisfyrirlestur

Fræðslufundur um skattskil einstaklinga

Á fræðslufundinum verður farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við gerð skattframtals einstaklinga. Fjallað verður um nýjungar í framtalinu, helstu frádráttarliði og fleira sem getur komið sér vel.

Í framhaldinu verður félagsmönnum VR boðið uppá að nýta sér einstaklingsaðstoð sérfræðinga KPMG við skattframtalið.

Aðstoðin mun vera í boði dagana 8.-9.mars á milli 13:00 og 16:00. Hver tími verður 15 mínútur. Smelltu hér til að skrá þig á einstaklingsaðstoðina.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
Aðalfundur VR 2018
19
mar
Fundir 19.03.2018 kl. 19:30

Aðalfundur VR 2018

Aðalfundur VR verður haldinn mánudaginn 19. mars 2018. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Nánari upplýsingar um fundinn verða auglýstar síðar.

 

Nánar
Jákvæð samskipti á vinnustöðum
22
mar
12:00 - 13:00
Pálmar Ragnarsson , Fyrirlesari og körfuboltaþjálfari með bs. gráðu í sálfræði
Hádegisfyrirlestur

Jákvæð samskipti á vinnustöðum

Í fyrirlestrinum mun Pálmar fjalla um jákvæð samskipti á vinnustöðum og það hvernig við getum haft góð áhrif á hvort annað. Farið er á skemmtilegan hátt yfir atriði eins og hrós og hvatningu, mikilvægi þess að allir upplifi sem þeir skipti máli á vinnustað, hvernig hægt er að taka á móti samstarfsfélögum og nýju starfsfólki.

Smelltu hér til að skoða Facebook síðu Pálmars.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

 

Skrá mig
Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn VR
23
mar
Trúnaðarmannanámskeið 23.03.2018 kl. 09:00 - 12:00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn VR

Námskeið fyrir trúnaðarmenn VR

VR leggur mikinn metnað í að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna og er þetta námskeið einn liður í því. Farið verður yfir helstu atriði kjarasamninga VR, s.s. veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til að ræða málin og fá svör við spurningum sínum. Námskeið sem trúnaðarmenn ættu ekki að láta framhjá sér fara. Léttur morgunverður í boði.

Leiðbeinandi: Kjaramálasvið

Nánar
Trúnaðarmannanámskeið - Sjóðir og þjónusta VR
09
apr
Trúnaðarmannanámskeið 09.04.2018 kl. 09:00 - 12:00

Trúnaðarmannanámskeið - Sjóðir og þjónusta VR

Leiðbeinandi: Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR

Þjónusta VR er víðtæk og varðar alla félagsmenn. Á þessu námskeiði verður farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð og Starfsmenntasjóð.
Einnig verður farið yfir starfsemi starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK og þjónustu VR við atvinnuleitendur. Allir trúnaðarmenn VR þurfa að hafa þekkingu á þessum þáttum og því er mikilvægt að sem flestir trúnaðarmenn nýti sér þetta námskeið.

Léttur morgunverður í boði.

Nánar

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR