Atburðadagatalið

Hversu full er fatan þín?
08
apr
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Hversu full er fatan þín?

Við eigum öll okkar myndrænu, ósýnilegu fötu sem við tökum með okkur hvert sem við förum. Í fötunni geymum við tilfinningar okkar. Fatan fyllist af jákvæðum samskiptum eins og klappi á bakið, jákvæðum hugsunum, þakklæti eða fallegum orðum í okkar garð. Fatan okkar tæmist af neikvæðum samskiptum, neikvæðum hugsunum eða gagnrýni annarra. Okkur líður frábærlega þegar fatan okkar er full, en hörmulega þegar hún er tóm.

Það skiptir því gríðarlega miklu máli núna að vera dugleg að fylla á fötuna okkar vegna þess að því meira sem er í fötunni okkar, því auðveldara verður að deila umfram magninu með öðrum.

Í þessum fyrirlestri fer Ingrid Kuhlman yfir góðar leiðir til að fylla á fötuna. Ingrid Kuhlman starfar sem framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði og hefur mikla reynslu af fyrirlestrum.

Fyrirlesturinn verður á rafrænu formi kl. 12:00-13:00 en hann verður aðgengilegur til miðnættis þann 8. apríl á vefnum.

 

Skrá mig

Leit

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skráðu þig á Mínar síður til þess að sjá ef þú ert skráð/ur á viðburðinn og einnig ef þú vilt afskrá þig.

Skrá mig á póstlista VR