Atburðadagatalið

Aðalfundur VR 2019
27
mar
Fundir 27.03.2019 kl. 19:30

Aðalfundur VR 2019

Aðalfundur VR verður haldinn miðvikudaginn 27. mars kl. 19:30 á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Kosinn fundarstjóri.
 2. Kosinn ritari.
 3. Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins undanfarið starfsár.
 4. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til samþykktar.
 5. Lagabreytingar.
 6. Breytingar á reglugerð Sjúkrasjóðs VR.
 7. Breytingar á reglum Orlofssjóðs VR.
 8. Lýst kjöri stjórnar og trúnaðarráðs.
 9. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu og tveggja félagslega kjörinna skoðunarmanna.
 10. Ákvörðun félagsgjalds.
 11. Ákvörðun um laun stjórnarmanna.
 12. Önnur mál.

Gögn fyrir fundinn:
Tillögur að lagabreytingum
Tillaga að breytingum á reglugerð Sjúkrasjóðs
Tillaga að nýrri reglugerð Orlofssjóðs
Ársreikningur VR 2018

Nánar
Sjóðir og þjónusta
02
apr
Trúnaðarmannanámskeið 02.04.2019 kl. 09:00-12:00

Sjóðir og þjónusta

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Leiðbeinandi: Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði VR

Þjónusta VR er víðtæk og varðar alla félagsmenn. Á þessu námskeiði verður farið yfir þjónustuliði eins og VR varasjóð, Sjúkrasjóð, Orlofssjóð og Starfsmenntasjóð. Auk þess er farið yfir helstu þætti starfsendurhæfingarsjóðsins VIRK.
Fulltrúar frá hverjum þjónustulið heimsækja námskeiðið, veita upplýsingar og svara spurningum.

Námskeiðið er kennt með fræðslu, umræðum og hópavinnu í bland. Þátttakendur eru þjálfaðir í að nýta þau verkfæri og þær leiðir sem eru fyrir hendi til þess að sækja upplýsingar um þjónustu VR.

Lögð er áhersla á þátttöku á námskeiðinu.

VR skorar á alla trúnaðarmenn að sækja námskeiðið þar sem þekking á þessum þáttum er mikilvæg.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Nánar
Hvernig hámörkum við orku og skilvirkni í vinnu og daglegu lífi?
04
apr
12:00-13:00
Sara Lind Brynjólfsdóttir
Hádegisfyrirlestur

Hvernig hámörkum við orku og skilvirkni í vinnu og...

Farið verður yfir þá þætti sem mikilvægastir eru til að hámarka orku og skilvirkni, bæði þegar kemur að vinnu og einkalífi.

Fjallað verður um svefn, hreyfingu, kulnun og líkamleg álagseinkenni. Auk þess verður fjallað um lausnir og einfaldar fyrirbyggjandi aðferðir.

Sara er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Í meistaraverkefni sínu skoðaði hún hvernig hreyfing og svefn hafa áhrif á mat okkar á eigin heilsu.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæði í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
STREYMI - Hvernig hámörkum við orku og skilvirkni í vinnu og daglegu lífi?
04
apr
12:00-13:00
Hádegisfyrirlestur

STREYMI - Hvernig hámörkum við orku og skilvirkni ...

STREYMI

Farið verður yfir þá þætti sem mikilvægastir eru til að hámarka orku og skilvirkni, bæði þegar kemur að vinnu og einkalífi.

Fjallað verður um svefn, hreyfingu, kulnun og líkamleg álagseinkenni. Auk þess verður fjallað um lausnir og einfaldar fyrirbyggjandi aðferðir.

Sara er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Í meistaraverkefni sínu skoðaði hún hvernig hreyfing og svefn hafa áhrif á mat okkar á eigin heilsu.

Skrá mig
Varst þú að missa vinnuna?
07
maí
Fundir 07.05.2019 kl. 16:00 - 17:30

Varst þú að missa vinnuna?

Fundur þessi er hugsaður fyrir þá félagsmenn sem sagt hefur verið upp störfum af hálfu atvinnurekanda.

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur

Sérfræðingar af kjaramálasviði VR fara yfir réttarstöðu einstaklings gagnvart starfslokum af þessu tagi, umsóknarferli gagnvart atvinnuleysissjóð og nokkur praktísk atriði fyrir atvinnuleitina.
Þá mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um hvernig megi vinna með og breyta viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir.
Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna í bland.

Jóhann Ingi Gunnarsson hefur áratugareynslu af klínískri vinnu með einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem landsliðsþjálfari ásamt því að vera andlegur styrktarþjálfari margra af okkar fremstu íþróttamönnum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn tekur um eina og hálfa klukkustund.

Nánar
Fyrirtæki ársins 2019
16
maí
Tilkynningar 16.05.2019

Fyrirtæki ársins 2019

16. maí 2019 verður tilkynnt hvaða fyrirtæki hafa orðið fyrir valinu sem fyrirtæki ársins. Valið á fyrirtæki ársins fer fram í þremur flokkum og eru fimm fyrirtæki valin í hverjum stærðarflokki. Alls fá því 15 fyrirtæki titilinn Fyrirtæki ársins 2019.

Viðurkenningar eru veittar í þessum flokkum: 

Minni fyrirtæki
Færri en 30 starfsmenn

Meðalstór fyrirtæki
30 til 69 starfsmenn

Stærri fyrirtæki
70 starfsmenn eða fleiri

Lágmarksfjöldi svara er mismunandi eftir stærðarflokki, en er 7 svör í flokki minni fyrirtækja sem er breyting frá síðasta ári en þá var lágmarksfjöldi svara 5 svör. 

Nánar
Sigraðu sjálfa(n) þig með heildarhugsun að vopni!
23
maí
12:00-13:00
Hádegisfyrirlestur

Sigraðu sjálfa(n) þig með heildarhugsun að vopni!

Ertu smámunasamur sjálfviti eða meðvirkur loftbelgur?

Skemmtilegt erindi um hvernig hugsun okkar hefur stefnumótandi áhrif á allt okkar líf. Í þessum fyrirlestri svarar markþjálfinn og rithöfundurinn Ingvar Jónsson áleitnum spurningum eins og:

1. Hvernig við getum mótað nýjar venjur og svelt þær sem standa í vegi fyrir því að við náum árangri?
2. Af hverju einkennir ríkjandi blá hugsun formenn húsfélaga?

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 20 ár. Hann hefur skrifað bækur um leiðtoga- og persónufærni síðustu ár - nú síðast bókina Sigraðu sjálfan þig - þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
STREYMI - Sigraðu sjálfa(n) þig með heildarhugsun að vopni!
23
maí
12:00-13:00
Hádegisfyrirlestur

STREYMI - Sigraðu sjálfa(n) þig með heildarhugsun ...

STREYMI

Ertu smámunasamur sjálfviti eða meðvirkur loftbelgur?

Skemmtilegt erindi um hvernig hugsun okkar hefur stefnumótandi áhrif á allt okkar líf. Í þessum fyrirlestri svarar markþjálfinn og rithöfundurinn Ingvar Jónsson áleitnum spurningum eins og:

1. Hvernig við getum mótað nýjar venjur og svelt þær sem standa í vegi fyrir því að við náum árangri?
2. Af hverju einkennir ríkjandi blá hugsun formenn húsfélaga?

Ingvar hefur starfað við kennslu og fyrirlestrahald hér heima og erlendis síðustu 20 ár. Hann hefur skrifað bækur um leiðtoga- og persónufærni síðustu ár - nú síðast bókina Sigraðu sjálfan þig - þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira.

Skrá mig

Leita

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR