Atburðadagatalið

Launaviðtalið
24
jan
12:00-13:00
Gylfi Dalmann
Hádegisfyrirlestur

Launaviðtalið

Gylfi Dalmann fer yfir þá þætti sem skapa virði starfsmanna og ræðir um starfsþróun og atvinnuhæfni. Rýnt verður í undirbúning launaviðtalsins og kenndar mismunandi aðferðir í samningatækni sem geta nýst í launaviðtali. Einnig verður farið yfir það hvernig launakönnun VR getur nýst félagsmönnum þegar kemur að launaviðtalinu. Auk þess verður farið yfir hvernig má leggja mat á eigið vinnuframlag, styrkleika og veikleika og koma auga þau tækifæri sem eru til staðar.

Niðurstöður í Launakönnun VR undanfarin ár hafa sýnt að þeir félagsmenn sem hafa farið í launaviðtal bæti starfskjör sín.

Fyrirlesturinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
STREYMI - Launaviðtalið
24
jan
12:00-13:00
Hádegisfyrirlestur

STREYMI - Launaviðtalið

STREYMI

Gylfi Dalmann fer yfir þá þætti sem skapa virði starfsmanna og ræðir um starfsþróun og atvinnuhæfni. Rýnt verður í undirbúning launaviðtalsins og kenndar mismunandi aðferðir í samningatækni sem geta nýst í launaviðtali. Einnig verður farið yfir það hvernig launakönnun VR getur nýst félagsmönnum þegar kemur að launaviðtalinu. Auk þess verður farið yfir hvernig má leggja mat á eigið vinnuframlag, styrkleika og veikleika og koma auga þau tækifæri sem eru til staðar.

Niðurstöður í Launakönnun VR undanfarin ár hafa sýnt að þeir félagsmenn sem hafa farið í launaviðtal bæti starfskjör sín.

Skrá mig
Markþjálfun fyrir trúnaðarmenn
06
feb
Trúnaðarmannanámskeið 06.02.2019

Markþjálfun fyrir trúnaðarmenn

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Leiðbeinandi: Anna Guðrún Steinsen

Námskeiðið er kennt dagana 6., 13. og 20. febrúar kl. 9.00-11.30

Starf trúnaðarmannsins er margbrotið. Á námskeiðinu er leitast við að færa trúnaðarmönnum VR verkfæri í té sem þeir geta nýtt sem trúnaðarmenn sem og í daglegu lífi. Leitast er við að efla hæfni og styrkleika hvers og eins. Auk þess verður farið í markmiðasetningu, nýtingu styrkleika, leiðtoga- og samskiptahæfni og hvernig hægt er að efla trú á bæði eigin getu og annarra.
Anna Steinsen kennir aðferðir markþjálfunar sem geta hjálpað trúnaðarmönnum að styðja við samstarfsmenn sína með því til dæmis að setja sér markmið og taka ábyrgð á eigin starfsþróun og líðan.
Á námskeiðinu fá þátttakendur þjálfun í að nýta aðferðir markþjálfunar. Þess vegna er lögð áhersla á virka þátttöku í tímunum.

Anna Steinsen hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari alþjóðavettvangi. Hún starfar í dag sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum hjá KVAN, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Nánar
Varst þú að missa vinnuna?
12
feb
Fundir 12.02.2019 kl. 16:00-17:30

Varst þú að missa vinnuna?

Fundur þessi er hugsaður fyrir þá félagsmenn sem sagt hefur verið upp störfum af hálfu atvinnurekanda.

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur

Sérfræðingar af kjaramálasviði VR fara yfir réttarstöðu einstaklings gagnvart starfslokum af þessu tagi, umsóknarferli gagnvart atvinnuleysissjóð og nokkur praktísk atriði fyrir atvinnuleitina.
Þá mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um hvernig megi vinna með og breyta viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir.
Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna í bland.

Jóhann Ingi Gunnarsson hefur áratugareynslu af klínískri vinnu með einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem landsliðsþjálfari ásamt því að vera andlegur styrktarþjálfari margra af okkar fremstu íþróttamönnum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn tekur um eina og hálfa klukkustund.

 

Nánar
Know Your Rights!
21
feb
12:00-13:00
Hádegisfyrirlestur

Know Your Rights!

Speaker: Berglind Laufey Ingadóttir

An introduction to your rights, according to the Collective Agreement.

VR will provide practical information about the rights and duties of employees in the Icelandic work market and introduce the services provided by the union. Lunch will be served for guests.

If you are not available at this time you can also sign on to the streaming service here.

Skrá mig
Að8sig- árin eftir fimmtugt
26
feb
Námskeið 26.02.2019 kl. 14:00-17:00

Að8sig- árin eftir fimmtugt

Leiðbeinendur: K. Katrín Þorgrímsdóttir og Selma Kristjánsdóttir

Að8sig er námskeið fyrir félagsmenn VR sem komnir eru yfir fimmtugt. Námskeiðið er ætlað þeim sem langar að takast á við nýja hluti, sinna hugðarefnum sínum, standa frammi fyrir breytingum eða vilja jafnvel láta drauma sína rætast á þriðja æviskeiði. Markmið námskeiðsins er að aðstoða þátttakendur að setja sér ný markmið og jafnvel uppgötva sjálfan sig að nýju. Þátttakendur verða leiddir áfram með vinnu á eigin stöðu, gildum, áhugamálum og greiningu á styrkleikum sínum og löngunum.

Nánar
Þarftu aðstoð við skattframtalið?
07
mar
12:00-13:00
Guðrún Björg Bragadóttir , Sérfræðingur hjá KPMG
Hádegisfyrirlestur

Þarftu aðstoð við skattframtalið?

Fræðslufundur um skattskil einstaklinga.

Á fræðslufundinum verður farið yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga við gerð skattframtals einstaklinga. Fjallað verður um nýjungar í framtalinu, helstu frádráttarliði og fleira sem getur komið sér vel.

Í framhaldinu verður félagsmönnum VR boðið uppá að nýta sér einstaklingsaðstoð sérfræðinga KPMG við skattframtalið. Aðstoðin mun vera í boði dagana 8. - 9. mars á milli kl. 13:00 og 16:00. Hver tími verður 15 mínútur. Smelltu hér til að skrá þig í einstaklingsaðstoð.

Þeir sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft á hann í gegnum streymi, smelltu hér til að skrá þig á streymið.

Skrá mig
Varst þú að missa vinnuna?
12
mar
Fundir 12.03.2019 kl. 16:00 - 17:30

Varst þú að missa vinnuna?

Fundur þessi er hugsaður fyrir þá félagsmenn sem sagt hefur verið upp störfum af hálfu atvinnurekanda.

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur

Sérfræðingar af kjaramálasviði VR fara yfir réttarstöðu einstaklings gagnvart starfslokum af þessu tagi, umsóknarferli gagnvart atvinnuleysissjóð og nokkur praktísk atriði fyrir atvinnuleitina.
Þá mun Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur, fjalla um hvernig megi vinna með og breyta viðhorfum okkar og venjum til að ná fram okkar besta þegar máli skiptir.
Lögð verður áhersla á gagnlegar aðferðir til að takast á við breytingar við krefjandi aðstæður. Fræðslan verður í formi fyrirlesturs og umræðna í bland.

Jóhann Ingi Gunnarsson hefur áratugareynslu af klínískri vinnu með einstaklinga auk þess sem hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir bæði hér heima og erlendis. Einnig má nefna að hann hefur lengi starfað á vettvangi íþrótta, t.d. sem landsliðsþjálfari ásamt því að vera andlegur styrktarþjálfari margra af okkar fremstu íþróttamönnum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Fundurinn tekur um eina og hálfa klukkustund.

Nánar

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR