Atburðadagatalið

Kynningarfundur fyrir nýja trúnaðarmenn
04
sep
Trúnaðarmannanámskeið 04.09.2019 kl. 12.00-13.00

Kynningarfundur fyrir nýja trúnaðarmenn

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur á móti nýjum trúnaðarmönnum. Farið verður yfir helstu atriði varðandi starfsemi og sögu VR auk þess sem Sigurveig Þórhallsdóttir, starfsmaður VR, mun ræða um hlutverk trúnaðarmanna. Þá mun Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs, koma inn á fundinn og svara spurningum tengdum kjaramálum.

Fundurinn verður haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur hádegisverður í boði.

Athugið að fundurinn er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Nánar
Árangursrík samskipti á vinnustöðum - Selfoss
18
sep
Námskeið 18.09.2019 kl. 13.30-17.00

Árangursrík samskipti á vinnustöðum - Selfoss

Athugið að fyrirlesturinn er haldinn á skrifstofu VR á Selfossi

Fyrirlesari: Rakel Heiðmarsdóttir

Lykillinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju. Á námskeiðinu eru samskipti skoðuð bæði frá fræðilegu og hagnýtu sjónarmiði. Hvers vegna er misskilningur algengur? Hverjar eru algengustu ástæður ágreinings á vinnustöðum og hvernig má taka á þeim? Hvaða aðferðir auka árangur í samskiptum og hvað ber að varast?

Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf. Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl. hjá Reykjavíkurborg, í Opna Háskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið í 12 ár sem mannauðsstjóri lengst af í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Námskeiðið er haldið í fundarsal á skrifstofu VR Selfossi að Austurvegi 56.

Nánar
Að temja tölvupóstinn
19
sep
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Að temja tölvupóstinn

Fyrirlesari: Margrét Björk Svavarsdóttir

Er mikið að gera? Er tölvupósthólfið þitt yfirfullt? Er tilfinning sú að þú ert að gefast upp á að reyna að temja tölvupóstinn þinn? Stjórnaðu tölvupóstinum þínum, ekki láta hann stjórna þér. Á fyrirlestrinum verður farið yfir nokkrar aðferðir til að temja tölvupóstinn.

Margrét Björk hefur brennandi áhuga fyrir því að hjálpa fólki að gera eigin vinnu auðveldari, einfalda skipulag, auka fagmennsku og árangur í vinnu.
Margrét er með MSc. gráðu í stjórnunun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstarfræði frá Tækniskólanum. Hún er einnig lærður markþjálfi.

Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Félagsmenn sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft í gegnum streymi og skráð sig hér.

Skrá mig
Árangursrík samskipti á vinnustöðum - Reykjavík
02
okt
Námskeið 02.10.2019 kl. 9.00-12.00

Árangursrík samskipti á vinnustöðum - Reykjavík

Fyrirlesari: Rakel Heiðmarsdóttir

Lykillinn að framúrskarandi samstarfi og árangri felst í öflugum samskiptum. Rannsóknir hafa margsýnt fram á fylgni á milli öflugra samskipta á vinnustað og aukinnar framleiðni og starfsánægju. Á námskeiðinu eru samskipti skoðuð bæði frá fræðilegu og hagnýtu sjónarmiði. Hvers vegna er misskilningur algengur? Hverjar eru algengustu ástæður ágreinings á vinnustöðum og hvernig má taka á þeim? Hvaða aðferðir auka árangur í samskiptum og hvað ber að varast?

Rakel er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Inventus ehf. Hún útskrifaðist með doktorsgráðu í Ráðgjafarsálfræði (Counseling Psychology) frá University of Texas at Austin árið 2002. Hún fékkst við mannauðsráðgjöf, stjórnunarráðgjöf og markþjálfun á árunum 2002-2005. Að auki hefur Rakel haldið ýmis námskeið um samskipti, stjórnun, o.fl. hjá Reykjavíkurborg, í Opna Háskólanum í HR, Endurmenntun HÍ og á vinnustöðum. Rakel hefur auk þess unnið í 12 ár sem mannauðsstjóri lengst af í Norðuráli og Bláa Lóninu.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar.

Nánar
Að nýta bestu ár ævinnar
08
okt
Námskeið 08.10.2019 kl. 9.00-12.00

Að nýta bestu ár ævinnar

Námskeið fyrir eldri félagsmenn: Að nýta bestu ár ævinnar er kennt dagana 8.,9.,10. október kl 9.00-12.00.

Námskeið fyrir þá sem eru að huga að starfslokum eða eru nýlega hættir að vinna.

Fyrirlesari: Ásgeir Jónsson

Þetta starfslokanámskeið sem VR býður félagsmönnum sínum hefur slegið í gegn. Námskeiðið tekur á ýmsum þáttum svo sem heilsu, næringu, hugarfari og sjálfsmynd. Helsti ávinningurinn er að þátttakendur líti björtum augum á framtíðina og öðlist meiri kjark til að takast á við lífið, aukið sjálfstraust og aukna hæfni til að takast á við mótlæti.

Námskeiðið er í heild 9 tímar og er haldið þrjá morgna í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Ásgeir segir um námskeiðið: Þetta námskeið snýst um að lifa og læra að lifa lífinu lifandi.

Markmiðið er að þátttakendum verði ljós flest þau tækifæri sem bíða þeirra varðandi næringu, hugarfar eða það sem lítur að peningum og fjárhagsstöðu fólks.
Almennt séð er markmið námskeiðsins að vera grunnur þekkingar um þá möguleika og valkosti sem þessi tímamót bjóða uppá . Gildir þá einu hvort um er að ræða andlegu, líkamlegu eða fjárhagslegu hliðarnar.

Nánar
Ekki standa hjá
17
okt
12.00-13.00
Hádegisfyrirlestur

Ekki standa hjá

Fyrirlesari: Benna Sörensen

Fyrirlesturinn byggir á þrautreyndu módeli af forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem gengur út frá því að auka getu og þor þeirra sem verða vitni að óviðeigandi hegðun og til að bregðast við. Um er að ræða fyrstu íslensku útgafu þessa námsefnis.

Fyrirlesturinn er haldinn í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Þeir félagsmenn sem ekki komast á fyrirlesturinn geta horft í gegnum streymi og skráð sig hér.

 

Skrá mig
Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn
31
okt
Trúnaðarmannanámskeið 31.10.2019 kl. 9.00-12.00

Kjaramálanámskeið fyrir trúnaðarmenn

Leiðbeinendur: Sérfræðingar á kjaramálasviði VR

VR leggur áherslu á að trúnaðarmenn fái allar helstu upplýsingar er snúa að kjaramálum félagsmanna. Þetta námskeið er hluti af þeirri stefnu en hér verður farið yfir helstu atriði kjarasamninga svo sem veikindarétt, uppsagnir, orlof, vinnutíma og áunnin réttindi. Hér gefst trúnaðarmönnum tækifæri til þess að ræða saman, deila reynslu sinni og fá svör við spurningum sínum. Sérlega gagnlegt námskeið sem enginn trúnaðarmaður ætti að láta fram hjá sér fara.

Námskeiðið verður haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Léttur morgunverður í boði.

Athugið að námskeiðið er aðeins ætlað trúnaðarmönnum VR

Nánar

Leit

Veldu flokk

Hádegisfyrirlestrar

VR býður fullgildum félagsmönnum á skemmtilega og fróðlega hádegisfyrirlestra. Allir fyrirlestrar eru haldnir í sal VR á 0. hæðinni í Húsi verslunarinnar.

Í boði eru léttar veitingar. Félagsmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta skráð sig á fyrirlestrana með því að senda tölvupóst á vr@vr.is.

Vinsamlega skráið ykkur rafrænt á fyrirlesturinn eða með því að hringja í þjónustuver VR í síma 510 1700.

Skrá mig á póstlista VR