Félag leiðsögumanna

VR hefur tekið yfir þjónustu við félagsfólk Leiðsagnar – félags leiðsögumanna á grundvelli samstarfssamnings félaganna. Skrifstofa Leiðsagnar er nú í höfuðstöðvum VR í Kringlunni 7 í Reykjavík en félagsfólk Leiðsagnar getur komið á skrifstofur VR til að sækja þjónustu, sjá nánar hér um staðsetningu og opnunartíma. Netfang Leiðsagnar og símanúmer eru óbreytt, netfangið er info@touristguide.is og símanúmerið 588 8670. Umsóknir, fyrirspurnir og önnur erindi skal sem fyrr senda á netfangið info@touristguide.is.

Samstarf Leiðsagnar og VR byggir á samningi sem undirritaður var í byrjun júní og miðar að sameiningu félaganna, að fengnu samþykki aðalfunda beggja félaga vorið 2025.

Skrifað hefur verið undir kjarasamning milli Leiðsagnar og Samtaka atvinnulífsins, sjá frétt á vef Leiðsagnar hér.

Dagana 9. júlí - 16. júlí 2024 fer fram atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks Leiðsagnar um nýjan kjarasamning, sjá nánar á vef Leiðsagnar hér.