Deild leiðsögufólks í VR var stofnuð vorið 2025 í kjölfar sameiningar VR og Leiðsagnar – félags leiðsögumanna. Hlutverk deildarinnar er m.a. að eiga frumkvæði að og sinna faglegri þróun leiðsögustarfsins og efla fagmennsku, gæða- og öryggismál. Deildinni ber einnig að standa vörð um faglega menntun leiðsögufólks og styðja við þekkingarþróun með fræðslu, símenntun og ráðstefnum sem og vinna að kjaramálum þeirra sem starfa við leiðsögn innan VR.
Leiðsögufólk sem var í Leiðsögn öðlaðist aðild að deildinni við sameiningu félaganna. Allt fullgilt leiðsögufólk í VR sem ekki er þegar í deildinni og nýir félagar sem vinna við leiðsögn geta sótt um aðild að deildinni á Mínum síðum.
Vinsamlega athugið að deildin sinnir ekki almennri þjónustu við leiðsögufólk. Allt félagsfólk í VR, leiðsögufólk sem annað, sækir þjónustu til þjónustuvers og sérfræðinga félagsins með því að hringja í síma 510 1700, senda tölvupóst til vr@vr.is eða í gegnum vefspjall á vr.is. Einnig er hægt að koma á skrifstofur félagsins, sjá hér upplýsingar um skrifstofur og opnunartíma.
Helstu atriði um aðild leiðsögufólks hjá VR
-
Hlutverk deildar leiðsögufólks hjá VR er að sinna hagsmunamálum leiðsögufólks í samræmi við starfsreglur deildarinnar (sjá starfsreglur hér). Stjórn VR er æðsta vald félagsins og starfa deildir og svið félagsins í samræmi við ákvarðanir stjórnar. Stjórn deildar leiðsögufólks hefur ekki sjálfstæði gagnvart stjórn VR en hefur að sjálfsögðu rétt til að leggja fyrir stjórn tillögur að verkefnum.
Allri þjónustu við félagsfólk deildarinnar, til dæmis varðandi kjaratengd málefni og réttindi leiðsögufólks, er sinnt af sérfræðingum VR í kjaramálum og þjónustuveri félagsins. Félagar í deild leiðsögufólks njóta þannig þjónustu félagsins á sama hátt og aðrir í VR.
Önnur erindi sem varða hagsmuni leiðsögufólk skal senda til deildar leiðsögufólks á vr@vr.is. Við áréttum að málefni sem varða réttindi á vinnumarkaði eða réttindi einstakra félaga í VR eru afgreidd af þjónustveri eða öðrum sérfræðingum félagsins, þau eru ekki tekin til afgreiðslu hjá deild leiðsögufólks.
Allt fullgilt leiðsögufólk í VR getur boðið sig fram til stjórnar deildarinnar en kosið er í hana á aðalfundi sem haldinn er í október. Undantekning er á þessu árið 2025 en þá var síðasti aðalfundur Leiðsagnar haldinn um miðjan maí og var þá kosið í stjórn deildarinnar. Sjálfstætt starfandi leiðsögufólk hefur kjörgengi í deild leiðsögufólks en að öðru leyti hafa sjálfstætt starfandi í félaginu ekki kjörgengi til trúnaðarstarfa, skv. 3. gr. laga VR.
-
Leiðsögufólk sem var í Leiðsögn við sameiningu VR og Leiðsagnar varð sjálfkrafa félagsfólks í deild leiðsögufólks í VR.
-
Félagsgjald í VR er 0,7% af heildarlaunum. Til að öðlast félagsréttindi í VR þarf að greiða félagsgjald mánaðarlega en til að njóta fullra félagsréttinda þarf að greiða lágmarksfélagsgjald. Þegar rætt er um lágmarksfélagsgjald er miðað við gjald samtals í eitt ár, eða undangengna 12 mánuði og þarf félagsgjald að hafa verið greitt í a.m.k. einn mánuð af síðustu þremur. Hafi félagsgjald ekki verið greitt samfellt í þrjár mánuði, fellur viðkomandi af félagaskrá. Hægt er að ná aftur fullgildingu frá næsta mánuði sem félagsgjald berst, ef lágmarksfélagsgjaldi er náð undangengna 12 mánuði. Sjá nánar um félagsgjald og aðild hér.
Tilkynna þarf launagreiðanda um breytt stéttarfélag vegna greiðslu félagsgjalda fyrir maímánuð 2025.
Sjálfstætt starfandi leiðsögufólk þarf að standa skil á félagsgjöldum á sama hátt og annað félagsfólk, þ.e. skila þarf gjaldinu mánaðarlega til að viðhalda félagsaðild. Þá þarf sjálfstætt starfandi leiðsögufólk að standa skil á öðrum iðgjöldum í sjóði félagsins, sjá nánar hér.
-
Sjúkrasjóður Leiðsagnar sameinaðist Sjúkrasjóði VR við sameiningu félaganna. Veikindaréttur leiðsögufólks samkvæmt kjarasamningi er minni en kjarasamningsbundinn réttur annarra VR félaga. Stefnt er að því að samræma þennan rétt í kjarasamningum en þangað til er réttur leiðsögufólks í Sjúkrasjóð minni en annars félagsfólks í VR. Það þýðir að leiðsögufólk hefur sama rétt til sjúkradagpeninga og það hafði hjá Leiðsögn eða að hámarki 4 mánuði.
Sama regla gildir fyrir sjálfstætt starfandi leiðsögufólk. Sjá nánar um Sjúkrasjóð VR.
-
Allir styrkir til félagsfólks VR, t.d. vegna líkamsræktar, endurhæfingar, orlofsþjónustu o.s.fr., eru greiddir í gegnum VR varasjóð og hefur leiðsögufólk í VR sama aðgang að sjóðnum og aðrir í VR. Sjóðurinn er tekjutengdur og er lagt inn í hann eftir aðalfund félagsins ár hvert. Sjá nánar um VR varasjóð.
Upphafsstaða leiðsögufólks í VR við sameiningu VR og Leiðsagnar tekur mið af greiddum iðgjöldum hvers og eins árin 2023 og 2024, að frádregnum styrkjum úr Sjúkrasjóði Leiðsagnar á tímabilinu 1. janúar 2023 til 30. apríl 2025.
Sótt er um í VR varasjóð á Mínum síðum.
-
Endurmenntunarsjóður Leiðsagnar sameinast Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks, SVS. Réttur leiðsögufólks í starfsmenntasjóðinn er sá sami og annars félagsfólks VR. Hámarksstyrkur vegna starfstengds náms úr sjóðnum er 180 þ.kr. á ári, en þó aldrei hærri en 90% af námsgjaldi/þátttökugjaldi. Sjá nánar um SVS.
Leiðsögufólk í VR getur sótt um starfsmenntastyrk frá og með xx.xx.xxxx.
-
Leiðsögufólk í VR hefur sama aðgang að Orlofssjóði VR og annað félagsfólk og getur sótt um orlofshús félagsins á sama hátt. Orlofshúsum er úthlutað yfir sumar og ákveðin tímabil að vetri til. Úthlutun fyrir sumar 2025 og vetur 2025-2026 er lokið en hægt er að sækja um laus hús sem ekki fóru í úthlutun.
Almennt er umsóknartímabil fyrir úthlutun fyrir sumar í mars en fyrir vetrarleigu í apríl. Til að sjá nánari upplýsingar um orlofshús VR og sækja um orlofshús þarf að skrá sig inn á orlofsvefinn á vr.is með rafrænum skilríkjum.
-
Allt félagsfólk í VR, leiðsögufólk sem annað, sækir þjónustu til þjónustuvers og sérfræðinga félagsins, meðal annars með því að hringja í síma 510 1700, senda tölvupóst til vr@vr.is eða í gegnum vefspjall á vr.is. Einnig er hægt að koma á skrifstofur félagsins, sjá hér upplýsingar um skrifstofur og opnunartíma.
Öll erindi og málefni sem varða réttindi leiðsögufólks á vinnumarkaði eða réttindi í VR eru afgreidd af þjónustuveri eða öðrum sérfræðingum félagsins, þau eru ekki tekin til afgreiðslu hjá deild leiðsögufólks.
-
Öll fræðsla á vegum VR er opin öllu félagsfólki hvort sem er námskeið eða fyrirlestrar. Ef um er að ræða sértæk námskeið, t.d. fyrir trúnaðarmenn, er boðið á slík námskeið. Námskeið fyrir leiðsögufólk verða almennt opin fyrir allt félagsfólk VR, nema um sé að ræða mjög sértæk námskeið sem eingöngu eru ætluð sérhæfðu leiðsögufólki og er slíkt unnið í samstarfi við deild leiðsögufólks. Slík námskeið yrðu kynnt fyrir leiðsögufólki sérstaklega.
Öll fræðsla er kynnt í viðburðardagatali VR á vr.is, sjá viðburðardagtalið hér, og á samfélagsmiðlum félagins.
-
Félagsfólk í deild leiðsögufólks hjá VR getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir iðgjald, en ef ekkert er valið er iðgjald greitt í Lífeyrissjóð verzlunarmanna.