Öldungaráð

Öldungaráð VR er skipað þremur fulltrúum stjórnar VR, þremur kosnum fulltrúum úr hópi félaga VR sem eru félagar í Öldungadeild VR, formanni VR, auk tveggja til vara sem eru félagar í Öldungadeild VR. Kjörtímabil fulltrúa í ráðinu eru tvö ár í senn og leitast er við að kynjaskipting sé jöfn í ráðinu.

Hlutverk Öldungaráðs er að vera stjórn VR ráðgefandi varðandi stefnu VR í málefnum eldra félagsfólks, vinna í samvinnu við önnur stéttarfélag og hagsmunasamtök eldri borgara fyrir réttindum eldra félagsfólks VR gagnvart atvinnurekendum, lífeyrissjóðum, sveitarfélögum og ríkisvaldi.

Öldungaráð VR hefur m.a. mótað kröfugerð VR fyrir hönd eldri félaga VR í tengslum við kjarasamninga, sem mun vera í fyrsta sinn sem stéttarfélag mótar sérstaka kröfugerð fyrir eldra félagsfólk. Auk þess hefur Öldungaráð VR komið að gerð tveggja sjónvarpsþátta til að leggja áherslu á baráttumál VR fyrir hönd eldra félagsfólks, þann fyrsta í tengslum við alþingskosningar 2021 og þann síðari í tengslum við sveitarstjórnarkosningar 2022. Öldungaráð VR heldur auk þess kynningarfundi fyrir félaga í Öldungadeild VR, ásamt því að vinna með Gráa Hernum, Landssambandi Eldri Borgara og Samtökum Leigjenda að sameiginlegum hagsmunum eldra félagsfólks.