Nú standa yfir kosningar í VR um fyrirkomulag styrkja - og félagsfólk á síðasta orðið.
Hvernig vilt þú fá styrk fyrir líkamsrækt, ferðalögum, gleraugum og mörgu fleiru?
Kosið er á milli tveggja valkosta: VR varasjóðs og hefðbundins styrkjakerfis stéttarfélaga.
Niðurstöður kosninganna eru bindandi fyrir félagið.
Athugið að ekki er verið að kjósa um breytingar á starfsmenntasjóðum VR.
Gefðu þér smá stund - kynntu þér málið og taktu afstöðu.
Kosningarnar standa frá 29. september til hádegis þann 20. október.
VR varasjóður - þinn eigin sjóður
Hvernig virkar VR varasjóður?
- Þú færð árlega greitt inn í þinn VR varasjóð m.v. greidd félagsgjöld árið á undan.
- Upphæðin er tekjutengd, um 4% af einum mánaðarlaunum (meðaltal sl. 12 mán.).
- Þú getur safnað inneign í sjóðnum upp milli ára.
- Þú getur notað inneign þína á mjög fjölbreyttan hátt (nánar hér).
Kostir VR varasjóðs
- Mikill sveigjanleiki: Þú ræður hvernig þú nýtir inneignina, innan ákveðinna marka.
- Safnast milli ára: Þú getur safnað inneign þinni upp milli ára og tekið út hvenær sem er.
Það sem þarf að hafa í huga - VR varasjóður
- Inneign: VR varasjóður er inneignarsjóður sem byggir á greiddum félagsgjöldum.
- Árleg inngreiðsla: Lagt er inn í VR varasjóð í lok mars árlega.
- Fyrning: Inneign byrjar að fyrnast 2 árum eftir að þú hættir í VR og fyrnist að fullu eftir 5 ár.
- Gjafabréf Icelandair: Þú getur keypt 4 gjafabréf í flug á ári (háð samkomulagi við samstarfsaðila). Gjafabréf kostar 23.900 kr. og gildir sem 30.000 kr. greiðsla.
- Orlofshús VR: Hægt er að nýta inneignina til að greiða fyrir leigu orlofshúsa VR.
- Glasafrjóvgunarstyrkur: Hámark 250 þúsund krónur einu sinni.
- Fæðingarstyrkur: Ekki sérstakur fæðingarstyrkur.
Styrkjakerfi – fastar styrkupphæðir
Hvernig virkar hefðbundið styrkjakerfi?
- Þú öðlast rétt til árlegra styrkja að uppfylltum tilteknum skilyrðum um félagsaðild.
- Heildarupphæð styrkja á ári getur aldrei orðið hærri en 120.000 kr.
- Þú getur ekki safnað upp rétti til styrkja eða fært hann milli ára.
- Þú getur sótt um styrki í 7 flokkum, árlegt hámark er í hverjum flokki (nánar hér).
Kostir hefðbundins styrkjakerfis
- Réttur til styrks myndast fyrr: Þú getur sótt um styrk eftir sex mánaða aðild að VR.
- Styrkur óháður tekjum: Styrkir eru veittir óháð tekjum, fullur styrkur miðar við lágmarkslaun.
Það sem þarf að hafa í huga - hefðbundið styrkjakerfi
- Réttindi: Þú öðlast rétt til að sækja um fyrirfram ákveðna styrki. Skilyrði fyrir styrk er að félagsgjald hafi borist til VR í sex af síðustu tólf mánuðum, þar af einn af síðustu þremur.
- Fyrning: Réttur til styrkja fellur niður þremur mánuðum eftir síðustu greiðslu félagsgjalda.
- Gjafabréf Icelandair: Sölu gjafabréfa verður hætt í hefðbundnu styrkjakerfi.Hægt verður að sækja um orlofsstyrk, m.a. fyrir flugi og gistingu, 25.000 kr. á hverju ári.
- Orlofshús VR: Ekki verður hægt að nýta rétt til styrks til að greiða fyrir leigu orlofshúsa VR.
- Glasafrjóvgunarstyrkur: Hámark 70 þúsund krónur á ári.
- Fæðingarstyrkur: Sérstakur fæðingarstyrkur, 100.000 kr., með hverju barni.