Margrét, félagi í VR í 7 ár, í fullu starfi |
|
VR varasjóður Margrét nýtir VR varasjóð sinn árlega til að greiða fyrir líkamsrækt. Meðallaun hennar 2024 voru 740.000 kr. á mánuði og fékk hún um 29 þúsund krónur lagðar inn í varasjóð að loknum aðalfundi á þessu ári. Þar sem styrkur fyrir líkamsrækt er ekki skattlagður og ekkert hámark er á greiddri upphæð úr VR varasjóði, fékk hún heildarinneign sína greidda út, 29.000 kr., óháð hlutfalli reiknings. |
Hefðbundið styrkjakerfi Í hefðbundnu styrkjakerfi sækir Margrét um styrk vegna líkamsræktar, sem er að hámarki 25.000 kr. og 50% af reikningi. Reikningur hennar er uppá 55.000 kr. og fær hún 25.000 kr. styrk, skattfrjálst. Hún sótti einnig um styrk fyrir sálfræðingi, samtals 75.000 kr. Slíkur styrkur eru skattlagður og að hámarki 60% af reikningi og fær hún greiddar um 30.800 kr. Í hefðbundnu styrkjakerfi fær Margrét styrki fyrir alls 70.000 kr. árinu fyrir utan skatt eða 55.800 kr. eftir skatt. |
Jón, félagi í VR í 4 ár, í fullu starfi |
|
VR varasjóður Jón þarf á aðgerð tannlæknis að halda. Hann hefur aldrei tekið út inneign sína í VR varasjóði, og átti í upphafi árs 120.000 kr. í sjóðnum, uppsafnaða inneign síðustu fjögurra ára sem hann nýtir til að greiða fyrir aðgerðina. Styrkur fyrir alla læknisþjónustu er skattlagður og fær hann því greiddar um 82.000 kr. |
Hefðbundið styrkjakerfi Í hefðbundnu styrkjakerfi leitar Jón eftir styrk hjá félaginu til að greiða fyrir kostnaðarsama aðgerðina. En í slíku styrkjakerfi er styrkur vegna tannæknaþjónustu ekki í boði. Sama á við um styrki vegna annarrar læknisþjónustu. |
Kristín, félagi í VR í 1 ár, laun undir lágmarkslaunum |
|
VR varasjóður Kristín vinnur hlutastarf í verslun og voru laun hennar á mánuði á árinu 2024 að meðaltali 275.000 kr. Í mars á þessu ári voru lagðar inn í varasjóð Kristínar 11.000 kr. Hún sótti um styrk vegna orlofsgistingar og gat nýtt alla inneignina, en ekki er greiddur skattur af styrk vegna orlofsgistingar. Kristín keypti að auki tvö gjafabréf í flug en hvert gjafabréf er niðurgreitt um 6.100 kr. og nam niðurgreiðslan því 12.200 kr. Alls nam styrkur Kristínar úr VR varasjóði og niðurgreiðsla 23.200 kr. |
Hefðbundið styrkjakerfi Í hefðbundnu styrkjakerfi hefur Kristín 60% rétt til styrks þar sem laun hennar eru 60% af lágmarkslaunum í VR. Hún sótti um styrk fyrir líkamsrækt og fékk 60% eða 15.000 kr. en ekki er greiddur skattur af styrk fyrir líkamsrækt. Þá sótti Kristín um styrk vegna orlofsgistingar og fékk 60% styrks eða 15.000 kr. Ekki er heldur greiddur skattur af slíkum styrk. Í hefðbundnu styrkjakerfi eru gjafabréf í flug ekki í boði og fær Kristín því ekki flugið niðurgreitt. Kristín fékk alls 25.000 kr. í styrk á árinu. |
Magnús, félagi í VR í 3 mánuði, nemi í sumarvinnu |
|
VR varasjóður Magnús vann í verslun sumarið 2024 á milli anna í skóla. Hann vann fullt starf í þrjá mánuði og voru heildarlaun hans eftir sumarið kr. 1,4 m.kr. Í lok mars í ár voru lagðar inn tæplega 4.700 kr. í VR varasjóð Magnúsar sem hann getur nýtt, m.a. til að greiða hluta af skólagjöldum. |
Hefðbundið styrkjakerfi Í hefðbundnu styrkjakerfi leitar Magnús eftir því hvort hann fái styrk frá VR til að borga upp í skólagjöldin eða fyrir líkamsræktarkortið sem hann var að kaupa. En til að öðlast rétt til styrks þarf hann að hafa greitt félagsgjald í sex af síðustu tólf mánuðum í starfi, þar af einn af síðustu þremur, og hefur hann því ekki rétt á styrk. |