Hér að neðan eru svör við helstu spurningum um kosningar um nýtt styrkjakerfi og valkostina. Ef þú hefur spurningu, sendu okkur hana á vr@vr.is og við munum birta hana og svarið.
Fleiri spurningar eru væntanlegar.
-
VR varasjóður var stofnaður árið 2006. Umræða um sjóðinn og almennt um fyrirkomulag styrkja hefur reglulega komið upp í félaginu síðustu ár, ekki síst í vor þegar kosningar voru til formanns og stjórnar en þá var varasjóðurinn mikið ræddur. Í kjölfarið ákvað stjórn VR að bera undir félagsfólk hvernig það telur best er að haga þessum málum og kýs það á milli tveggja valkosta, VR varasjóðs og hefðbundins styrkjafyrirkomulags stéttarfélaga.
-
Já, niðurstaða kosninganna er bindandi fyrir félagið.
-
Hvenær tæki nýtt styrkjakerfi gildi?
Nýtt styrkjakerfi kæmi til framkvæmda strax að loknum aðalfundi 2026, eða 26. mars. Þá yrði jafnframt sölu gjafabréfa Icelandair hætt og aðrar breytingar tækju gildi, t.d. varðandi fæðingarstyrk, glasafrjóvgunarstyrki Sjúkrasjóðs og ferðakostnað vegna sérfræðilækna.
Hvað hef ég langan tíma til að nýta mína inneign?
Allt félagsfólk sem á inneign í VR varasjóði hefur tvö ár til að nýta inneign sína, talið frá aðalfundi 2026. Inneign í VR varasjóði fyrnist þannig að fullu frá og með 26. mars 2028, hafi hún ekki verið nýtt fyrir þann tíma.
Verður breyting á því fyrir hvað hægt er að sækja um endurgreiðslu eða styrk?
Alls var greitt úr VR varasjóði fyrir 40 mismunandi þjónustu eða vöru á síðasta ári. Í hefðbundnu styrkjakerfi eru ekki styrkir fyrir námi eða námsgögnum, læknaþjónustu eða tannlæknaþjónustu, lyfjakostnaði, tómstundum barna, tryggingum, vegna atvinnuleysis, launatapi í veikindum eða örorku, líkamsræktarvörum eða lyfjum svo dæmi sé tekið. Sjá nánar í ítarlegri umfjöllun um sjóðinn.
Verða gerðar breytingar á öðrum styrkjum, t.d. styrkjum Sjúkrasjóðs?
Já, breytingar verða á styrkjum Sjúkrasjóðs. Hægt verður að sækja um árlega vegna glasafrjóvgunar, 70 þúsund kr. í hvert skipti, en nú er styrkur vegna glasafrjóvgunar 250 þúsund og er veittur einu sinni hverjum félaga. Styrkur vegna ferðakostnaður til að sækja sérfræðilækni, 150 þúsund krónur á ári, fellur niður.
Verður breyting á sölu á gjafabréfum Icelandair?
Sölu gjafabréfa Icelandair verður hætt, en hægt verður að sækja um orlofsstyrk til að greiða fyrir flug, 25 þúsund krónur á ári. Slíkur styrkur er skattlagður.
-
Verður fæðingarstyrkur ekki í boði?
Fæðingarstyrkur er ekki hluti af VR varasjóði en stjórn VR hefur samþykkt að skoða leiðir til að bjóða félagsfólki fæðingarstyrk, ef niðurstaða kosninganna verður sú að halda áfram með sjóðinn.
Tillaga um hefðbundið styrkjakerfi gerir ráð fyrir fæðingarstyrk, 100.000 kr., fyrir félagsfólk sem hefur greitt til VR í 12 mánuði. Slíkur styrkur er skattlagður.
Verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi VR varasjóðs í kjölfarið?
Nei, ekki verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi VR varasjóðs.
-
Já, ekki er greiddur tekjuskattur af styrkjum fyrir líkamsrækt upp að ákveðnu hámarki, 81.000 kr. á ári, og á það við um bæði greiðslur úr VR varasjóði og hefðbundnu styrkjakerfi. Þá er ekki greiddur tekjuskattur af styrkjum fyrir orlofsgistingu upp að ákveðnu hámarki, 76.000 kr. á ári, og hægt er að færa kostnað á móti styrkum fyrir starfstengdu námi.
-
Hægt er að fá 120.000 kr. heildarstyrk úr hefðbundnu styrkjakerfi á ári. Hámarksupphæð er í hverjum styrktarflokki og ákveðið hlutfall af greiddum reikningi í flestum tilfellum. Reikningur er þannig ekki greiddur að fullu. Þá þarf að hafa í huga að flestir styrkir eru skattlagðir að undanskildum styrkjum fyrir líkamsrækt og orlofsgistingu. Engin uppsöfnun er í hefðbundnu styrkjarkerfi, ef þú nýtir ekki réttinn til styrks á einu ári, flyst hann ekki yfir á næsta ár. Ónýttur styrkur fellur niður við áramót og nýtt styrkjatímabil hefst í upphafi hvers árs.
Í VR varasjóð er lagt inn í lok mars árlega um 4% af einum mánaðarlaunum viðkomandi félaga að meðaltali almanaksárið á undan. Inneign flyst milli ára, þ.e. hægt er að safna upp inngreiðslum í sjóðinn ef ekki er sótt í hann. Félagi sem hefur ekki nýtt inneign sína í nokkur ár, gæti þannig átt umtalsverða upphæð í sjóðnum. Hér verður líka að hafa í huga að flestir styrkir eru skattlagðir að undanskildum styrkjum fyrir líkamsrækt og orlofsgistingu.
-
Helsti munur á VR varasjóði og öðrum styrkjum stéttarfélaga er uppsöfnun, þú getur safnað upp inneign í VR varasjóði milli ára en í hefðbundnu styrkjakerfi er sá möguleiki ekki fyrir hendi. Greitt er í VR varasjóð einu sinni á ári og ef ekkert er tekið út, er inngreiðslan áfram í sjóðnum og næstu greiðslur bætast við það sem fyrir var.
Þá er innlögn í VR varasjóð tekjutengd, lagt er inn í sjóðinn í mars ár hvert um 4% af einum mánaðarlaunum að meðaltali miðað við árið á undan.
Í hefðbundnu styrkjakerfi er styrkjatímabilið eitt ár (almanaksárið) og þú safnar ekki upp rétti eða færir réttindi þín á milli ára. Ef ekki er sótt um styrk innan þessa árs fellur hann niður um áramót, þegar nýtt tímabil hefst. Styrkupphæðin hækkar því ekki sem nemur þeim styrk sem ekki var nýttur árið á undan.
Hefðbundið styrkjakerfi er ekki tekjutengt þegar kemur að greiðslu styrkja, en félagsfólk með laun undir lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningi VR og SA fær hlutfallslegan styrk og er miðað við hlutfall launa viðkomandi af lágmarkslaunum eins og þau eru skilgreind hverju sinni.
-
Engar breytingar verða gerðar á starfsmenntasjóðum eða réttindum í þá. Kosningarnar taka einungis til VR varasjóðs, styrkja úr Sjúkrasjóði og afsláttarmiða í flug.
Réttindi félagsfólks í starfsmenntasjóði verða því óbreytt, hvernig sem niðurstaða kosninganna verður.
-
Allt félagsfólk sem á inneign í VR varasjóði hefur tvö ár til að nýta inneign sína, talið frá aðalfundi 2026. Inneign í VR varasjóði fyrnist þannig að fullu frá og með 26. mars 2028, hafi hún ekki verið nýtt fyrir þann tíma. Þetta á einnig við um eldri félaga sem eiga inneign í sjóðnum. Eldra félagsfólk sem hætt er á vinnumarkaði ávinnur sér ekki rétt til styrkja í hefðbundnu styrkjakerfi.
Hér má sjá yfirlit yfir helstu réttindi fullgildra eldri félaga.