Kosningarnar standa frá kl. 10:00 að morgni mánudagsins 29. september til kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 20. október. Kosningarnar eru rafrænar og er hægt að nálgast atkvæðaseðil með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Kjörskrá og kjörstjórn
Á kjörskrá er allt fullgilt félagsfólks VR auk félagsfólks sem greitt hefur félagsgjald til félagsins í maí, júní eða júlí 2025. Alls eru 44.806 á kjörskrá.
Ef þú hefur ekki aðgang að atkvæðaseðli en telur að þú eigir rétt á að taka þátt, vinsamlega sendu erindi til kjörstjórnar VR á kjorstjorn@vr.is fyrir kl. 10:00 að morgni síðasta dags kosninga, 20. október 2025.
Kjörstjórn VR hefur umsjón með kosningunum og mun tilkynna niðurstöðurnar að þeim loknum.