
Fundir
Aðalfundur VR 2023
Aðalfundur VR verður haldinn í salnum Háteig á Grand Hótel, miðvikudaginn 29. mars 2023. Fundurinn verður bæði stað- og fjarfundur. VR félagar verða að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi.
Túlkun á ensku verður einungis í boði í fjarfundi.
Allar kosningar á fundinum verða rafrænar og fundargögn sömuleiðis. Mikilvægt er að öll sem mæta á fundinn hafi meðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum.
Dagskrá aðalfundar
- Kosinn fundarstjóri.
- Kosinn ritari.
- Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins undanfarið starfsár.
- Tillaga um framlag í VR varasjóð.
- Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Reglugerðarbreytingar á Reglugerð Sjúkrasjóðs VR.
- Lýst kjöri stjórnar og trúnaðarráðs.
- Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu og tveggja félagslega kjörinna skoðunarmanna.
- Ákvörðun félagsgjalds.
- Ákvörðun um laun stjórnarmanna og skoðunarmanna.
- Önnur mál.