29. mar.
19:30
Vr Husid 2020 Prent

Fundir

Aðalfundur VR 2023

Aðalfundur VR verður haldinn í salnum Háteig á Grand Hótel, miðvikudaginn 29. mars 2023. Fundurinn verður bæði stað- og fjarfundur. VR félagar verða að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 12:00 á hádegi á fundardegi.

Túlkun á ensku verður einungis í boði í fjarfundi.

Allar kosningar á fundinum verða rafrænar og fundargögn sömuleiðis. Mikilvægt er að öll sem mæta á fundinn hafi meðferðis viðeigandi búnað (tölvu eða snjalltæki) til þess að geta tekið þátt í kosningum.

Dagskrá aðalfundar

  1. Kosinn fundarstjóri.
  2. Kosinn ritari.
  3. Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins undanfarið starfsár.
  4. Tillaga um framlag í VR varasjóð.
  5. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár lagðir fram til samþykktar.
  6. Lagabreytingar.
  7. Reglugerðarbreytingar á Reglugerð Sjúkrasjóðs VR.
  8. Lýst kjöri stjórnar og trúnaðarráðs.
  9. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarstofu og tveggja félagslega kjörinna skoðunarmanna.
  10. Ákvörðun félagsgjalds.
  11. Ákvörðun um laun stjórnarmanna og skoðunarmanna.
  12. Önnur mál.