06. okt.
12:00-13:00 Salur VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og á Teams

Fundir
Félagsfundur VR 6. október 2025
Félagsfundur VR verður haldinn kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 6. október 2025, í sal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar og í fjarfundi. Léttur hádegisverður í boði í staðfundi.
Dagskrá:
- Kosning fulltrúa VR á þing Landssambands ísl. verzlunarmanna 30. – 31. október 2025.
- Kjarasamningar og efnahagsmál.
- Önnur mál.
Við hvetjum félagsfólk til að mæta.
VR auglýsti eftir áhugasömum VR félögum til að sitja þingið fyrir hönd félagsins, og rann framboðsfrestur út þann 25. september. Við bendum þó á að enn er hægt er að bjóða sig fram til setu á þinginu á fundinum.
Vinsamlega skráið ykkur á fundinn fyrir hádegi þann 5. október. Skráning er hér fyrir ofan.