
Fundir
Fundur með foreldrum leikskólabarna
Laugardaginn 18. október nk. bjóðum við til fundar um samspil leikskóla og atvinnu. Fundurinn verður í haldinn í fundarsal VR á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, kl. 11:00 – 13:00.
Í mörgum sveitarfélögum eru nú að verða umfangsmiklar breytingar á leikskólastiginu. VR hefur frá upphafi látið sig málið varða út frá hagsmunum vinnandi foreldra og markmiðið með fundinum er að heyra nánar um upplifun foreldra af þessum breytingum.
Börn eru að sjálfsögðu velkomin og við munum gera ráð fyrir þeim á staðnum. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Vinsamlega skráið ykkur á fundinn hér fyrir ofan.
Kemstu ekki á fundinn en hefur skoðun? Við viljum gjarnan heyra frá þér. Sendu línu á leikskoli@vr.is og við munum vera í sambandi.